Morgunblaðið - 21.02.2019, Page 58

Morgunblaðið - 21.02.2019, Page 58
58 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019 Canada Goose Rossclair Parka er framúrskarandi vörn gegn kuldanum og glæsileg hönnun fyrir borgarlífið. Okkar verð er sambærilegt eða betra en í flestum öðrum löndum. CANADA GOOSE FÆST Í NORDIC STORE LÆKJARGÖTU www.nordicstore.is Opið kl . 9 -22 alla daga C an ad a G o o se R o ss cl ai r P ar ka 11 9 .9 9 0 k. Kuldaþol: -20°C Eftir vinnuslys úti á sjó fyrir sex árum tók líf Gunnars Sigurðs-sonar, sem var þá var háseti og vélavörður á loðnuskipinuFaxa RE, nýja stefnu. „Krani á skipinu brotnaði og hrundi yf- ir mig. Ég mölbrotnaði og var fluttur í land með þyrlu. Eftir sjúkra- húsvist og endurhæfingu varð mér ljóst að ég yrði að róa á ný mið, ef svo mætti, segja og dreif mig því í Tækniskólann og fór í vélstjóra- námi eins og lengi hafði staðið til. Er í dag sölumaður hjá Verkfærum ehf. hvar við verslum með vinnuvélar, lyftara, rafmagnsbíla og tæki- færi. Þetta er skemmtilegt starf og mér finnst ég hafa ná að gera það besta úr aðstæðum sem breyttust svo skyndilega,“ segir Gunnar, sem er 49 ára í dag. Fótboltaáhugi segir Gunnar að sé sitt hálfa líf og í þessari viku var hann með tveimur félögum sínum á Englandi til að fylgjast með leik Liwerpool og Bayern München, sem endaði með markalausu jafntefli „Ég er gallharður Púllari. Fylgist með öllum þeirra leikjum og ferðir mínar til heimaborgar liðsins á undanförnum árum eru margar. Liverpool er fallegur staður og tók stakkaskiptum þegar hún var menningarborg Evrópu árið 2008. Og hér er menningin auðvitað á hverju strái; fótbolti og Bítlaklúbbar. “ Gunnar er frá á Selfossi og bjó þar fram á þrítugsaldur. Ól svo manninn nokkur ár í Eyjum, en þaðan er Lilja Ólafsdóttir kona hans. Þau fluttu til Reykjavíkur árið 1999 og búa í dag í Víkurhverfi í Reykjavík með sonum sínum tveimur sem eru Gauti Þór 17 ára og Kristinn Gunnar sem er fjórtán ára og fermist í vor. sbs@mbl.is Boltaferð Gunnar Sigurðsson staddur í Liverpool nú í líðandi viku. Sjómaðurinn reri á ný mið í lífinu Gunnar Sigurðsson er 49 ára í dag S teingrímur Kristinsson fæddist á Siglufirði 21.2. 1934 og ólst þar upp. Siglufjörður var á þeim tíma iðandi af mannlífi og síld og síldveiðar í aðalhlutverki auk þess sem viðvera breskra hermanna á uppvaxtarárunum kryddaði dag- legt líf. Þessi tími var viðburðaríkur og bresku hermennirnir settu mik- inn svip á daglegt líf heimamanna á þessum tíma. Að loknu hefðbundnu grunn- skólanámi tóku við ýmis verka- mannastörf, aðallega tengd síldinni og sjómennsku. Steingrímur starfaði einnig lengi við smíðar hjá trésmíða- verkstæði og vélaverkstæði Síldar- verksmiðja ríkisins en umsvif verk- smiðjanna voru mikil, ekki bara á Siglufirði heldur einnig á Raufar- höfn, Reyðarfirði og Seyðisfirði og voru starfsmenn verkstæðisins send- ir mikið til starfa austur. Þá var Steingrímur timburmaður á Hafern- inum, síldarflutningaskipi sem gert var út frá Siglufirði í um fjögur ár. Einnig starfaði hann frá 14 ára aldri sem afleysingamaður við kvik- myndasýningar í Nýja bíói á Siglu- firði og starfaði við það á 50 ára tíma- bili, frá árinu 1980 sem sýningar- stjóri. Steingrímur hefur alla tíð verið af- kastamikill ljósmyndari en fyrstu al- vöru myndavélina eignaðist hann 1959. Hann tók gríðarlegan fjölda ljósmynda í tengslum við atvinnu- og mannlífið á Siglufirði í áratugi frá 1959. Einnig myndaði hann sem starfsmaður Síldarverksmiðja rík- isins mikið um borð í síldarflutn- Steingrímur Kristinsson áhugaljósmyndari – 85 ára Ljósmynd/Steingrímur Fjölskyldan í lautarferð Frá vinstri: Margrét, Guðný, Kristinn, Valbjörn og Steingrímur. Hefur tekið myndir í meira en sextíu ár Ljósmyndarinn Steingrímur. Laugarvatn Jónas Smári Guðmunds- son fæddist 10. október 2018. Hann vó 4.514 g og var 54 cm að lengd. For- eldrar hans eru Fjóla Rut Svavars- dóttir og Guð- mundur H. Gísla- son. Nýr borgari Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.