Morgunblaðið - 21.02.2019, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 21.02.2019, Qupperneq 58
58 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019 Canada Goose Rossclair Parka er framúrskarandi vörn gegn kuldanum og glæsileg hönnun fyrir borgarlífið. Okkar verð er sambærilegt eða betra en í flestum öðrum löndum. CANADA GOOSE FÆST Í NORDIC STORE LÆKJARGÖTU www.nordicstore.is Opið kl . 9 -22 alla daga C an ad a G o o se R o ss cl ai r P ar ka 11 9 .9 9 0 k. Kuldaþol: -20°C Eftir vinnuslys úti á sjó fyrir sex árum tók líf Gunnars Sigurðs-sonar, sem var þá var háseti og vélavörður á loðnuskipinuFaxa RE, nýja stefnu. „Krani á skipinu brotnaði og hrundi yf- ir mig. Ég mölbrotnaði og var fluttur í land með þyrlu. Eftir sjúkra- húsvist og endurhæfingu varð mér ljóst að ég yrði að róa á ný mið, ef svo mætti, segja og dreif mig því í Tækniskólann og fór í vélstjóra- námi eins og lengi hafði staðið til. Er í dag sölumaður hjá Verkfærum ehf. hvar við verslum með vinnuvélar, lyftara, rafmagnsbíla og tæki- færi. Þetta er skemmtilegt starf og mér finnst ég hafa ná að gera það besta úr aðstæðum sem breyttust svo skyndilega,“ segir Gunnar, sem er 49 ára í dag. Fótboltaáhugi segir Gunnar að sé sitt hálfa líf og í þessari viku var hann með tveimur félögum sínum á Englandi til að fylgjast með leik Liwerpool og Bayern München, sem endaði með markalausu jafntefli „Ég er gallharður Púllari. Fylgist með öllum þeirra leikjum og ferðir mínar til heimaborgar liðsins á undanförnum árum eru margar. Liverpool er fallegur staður og tók stakkaskiptum þegar hún var menningarborg Evrópu árið 2008. Og hér er menningin auðvitað á hverju strái; fótbolti og Bítlaklúbbar. “ Gunnar er frá á Selfossi og bjó þar fram á þrítugsaldur. Ól svo manninn nokkur ár í Eyjum, en þaðan er Lilja Ólafsdóttir kona hans. Þau fluttu til Reykjavíkur árið 1999 og búa í dag í Víkurhverfi í Reykjavík með sonum sínum tveimur sem eru Gauti Þór 17 ára og Kristinn Gunnar sem er fjórtán ára og fermist í vor. sbs@mbl.is Boltaferð Gunnar Sigurðsson staddur í Liverpool nú í líðandi viku. Sjómaðurinn reri á ný mið í lífinu Gunnar Sigurðsson er 49 ára í dag S teingrímur Kristinsson fæddist á Siglufirði 21.2. 1934 og ólst þar upp. Siglufjörður var á þeim tíma iðandi af mannlífi og síld og síldveiðar í aðalhlutverki auk þess sem viðvera breskra hermanna á uppvaxtarárunum kryddaði dag- legt líf. Þessi tími var viðburðaríkur og bresku hermennirnir settu mik- inn svip á daglegt líf heimamanna á þessum tíma. Að loknu hefðbundnu grunn- skólanámi tóku við ýmis verka- mannastörf, aðallega tengd síldinni og sjómennsku. Steingrímur starfaði einnig lengi við smíðar hjá trésmíða- verkstæði og vélaverkstæði Síldar- verksmiðja ríkisins en umsvif verk- smiðjanna voru mikil, ekki bara á Siglufirði heldur einnig á Raufar- höfn, Reyðarfirði og Seyðisfirði og voru starfsmenn verkstæðisins send- ir mikið til starfa austur. Þá var Steingrímur timburmaður á Hafern- inum, síldarflutningaskipi sem gert var út frá Siglufirði í um fjögur ár. Einnig starfaði hann frá 14 ára aldri sem afleysingamaður við kvik- myndasýningar í Nýja bíói á Siglu- firði og starfaði við það á 50 ára tíma- bili, frá árinu 1980 sem sýningar- stjóri. Steingrímur hefur alla tíð verið af- kastamikill ljósmyndari en fyrstu al- vöru myndavélina eignaðist hann 1959. Hann tók gríðarlegan fjölda ljósmynda í tengslum við atvinnu- og mannlífið á Siglufirði í áratugi frá 1959. Einnig myndaði hann sem starfsmaður Síldarverksmiðja rík- isins mikið um borð í síldarflutn- Steingrímur Kristinsson áhugaljósmyndari – 85 ára Ljósmynd/Steingrímur Fjölskyldan í lautarferð Frá vinstri: Margrét, Guðný, Kristinn, Valbjörn og Steingrímur. Hefur tekið myndir í meira en sextíu ár Ljósmyndarinn Steingrímur. Laugarvatn Jónas Smári Guðmunds- son fæddist 10. október 2018. Hann vó 4.514 g og var 54 cm að lengd. For- eldrar hans eru Fjóla Rut Svavars- dóttir og Guð- mundur H. Gísla- son. Nýr borgari Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.