Morgunblaðið - 21.02.2019, Side 59

Morgunblaðið - 21.02.2019, Side 59
ingaskipinu Haferninum og einnig á Raufarhöfn, Seyðisfirði og Reyðar- firði. Áhugamál Steingríms í dag er að taka ljósmyndir af fuglum. Mikið filmusafn hans og ljósmyndir eru nú varðveitt á Ljósmyndasafni Síldar- minjasafnsins: http://mynda- safn.siglo.is/. Myndir frá síldarár- unum má sjá t.d. í flokkunum atvinnulífið og sjávarútvegur. Á Síld- arminjasafninu eru til sýnis möppur með myndum hans. Steingrímur var einnig í um 13 ár fréttaritari og blaðaljósmyndari Morgunblaðsins og birtust á síðum þess blaðs fjöl- margar fréttir og ljósmyndir frá honum. Steingrímur var lengi ritstjóri Siglfirðings, málgagns sjálfstæðis- manna á Siglufirði, en hann var lengi virkur í starfi flokksins á Siglufirði. Þá var Steingrímur einnig virkur í ýmsum félögum og félagasamtökum, s.s. verkalýðsfélaginu Þrótti og Vöku, Kiwanis og Lions, Björg- unarsveitinni Strákum o.fl. Á ár- unum 1974 til 1980 rak Steingrímur ásamt fleirum kranabílaþjónustu og steypufyrirtæki á Siglufirði. Á árinu 1982 keypti hann ásamt fjölskyld- unni Nýja bíó á Siglufirði og rak hann fyrirtækið til ársins 1991 en fyrirtækið var áfram í eigu fjöl- skyldumeðlima allt til ársins 1999. Frá árinu 1991 til starfsloka starfaði Steingrímur á lager SR á Siglufirði, fyrst sem aðstoðarmaður og síðustu árin sem lagerinn starfaði var hann lagerstjóri en á þessum tíma og fram á þennan dag hefur Steingrímur haldið úti mörgum heimasíðum þar sem er að finna fréttir og fróðleik um Siglufjörð á ýmsum tímum og senni- lega er þekktasta síðan fréttavef- urinn Lífið á Sigló í dag: www.sk21.is og www.sk2102.com. Fjölskylda Eiginkona Steingríms var Guðný Friðriksdóttir, f. 6. júní 1932, d. 26. september 2015, verkakona. Þau gengu í hjónaband 6. júní 1954 og voru því gift í 61 ár. Foreldrar Guð- nýjar voru Friðrik Ingvar Stef- ánsson, f. 13. september 1897, d. 16. nóvember 1976, verkamaður á Siglu- firði, og Margrét Marsibil Eggerts- dóttir, f. 23. apríl 1903, d. 9. júlí 1985, húsmóðir á Siglufirði. Þau voru í sambúð. Börn: 1) Valbjörn, f. 13. desember 1953, fjármálastjóri og er búsettur í Kópavogi, maki: Álfhildur Ragna Halldórsdóttir, f. 13. apríl 1959, starfar við aðhlynningu. Börn þeirra eru Lárey, Valbjörn Ingvar og Her- mann Valdi. Barnabörn þeirra eru níu; 2) Margrét, f. 11. febrúar 1955, stuðningsfulltrúi, búsett á Akureyri. Börn hennar eru Steingrímur Örn, Steindór, Guðný Ósk og Konráð. Barnabörnin eru átta og hún á eitt barnabarnabarn; 3) Kristinn, f. 5. september 1960, vélaverkfræðingur, búsettur í Reykjavík, maki: Elínborg Ágústsdóttir, f. 28. desember 1963, leiðbeinandi. Börn þeirra eru: Ágúst Már, Silja Sif og Arnór. Barnabörnin eru tvö. Systur Steingríms eru Jóhanna, 10. apríl 1937, búsett í Kópavogi og Hulda Guðbjörg, f. 8. janúar 1945, búsett í Reykjavík. Foreldrar Steingríms voru hjónin Kristinn Guðmundsson, f. 24. desem- ber 1914, d. 5. október 1980, sýning- armaður og útvarpsvirki á Siglufirði, og Valborg Steingrímsdóttir, f. 1. febrúar 1914, d. 10. nóvember 1973, verkakona á Siglufirði. Steingrímur Kristinsson Sigurbjörg Björnsdóttir húsfreyja í Staðartungu Jóhann Friðrik Tómasson bóndi í Staðartungu í Hörgárdal Guðný Jóhannsdóttir verkakona og húsfreyja á Þverá Valborg Steingrímsdóttir verkakona á Siglufirði Steingrímur Stefánsson bóndi á Þverá í Öxnadal Þorbjörg Friðriksdóttir húsfreyja á Þverá Stefán Bergsson hreppstjóri og bóndi á Þverá Bernharð Stefánsson alþm. og útibússtjóri Búnaðarbankans á Akureyri Friðbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja í Hvanneyrarkoti Bjarni Daníelsson sjómaður í Hvanneyrarkoti í Siglufirði Björg Lilja Bjarnadóttir húsfreyja og verkakona á Siglufirði Gunnhildur Sigurðardóttir húsfreyja í Hækingsdal og Rvík Jón Jörundsson bóndi í Hækingsdal í Kjós og steinsmiður í Rvík Úr frændgarði Steingríms Kristinssonar Kristinn Guðmundsson útvarpsvirki á Siglufirði Kristmann Guðmundsson rithöfundur Guðmundur Jónsson skipstjóri í Rvík, kenndur við Helgustaði Gjóður Steingrímur náði mynd af þessari sjaldgæfu arnartegund. ÍSLENDINGAR 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019 90 ára Elín Valgeirsdóttir 85 ára Guðmundur Jónsson Steingrímur Kristinsson 80 ára Friðrik Ágúst Helgason Jón Baldvin Hannibalsson Kjartan Borg Lillý Sigríður Guðmundsdóttir Sigrún Guðnadóttir 75 ára Árni Óskarsson Baldur Kjartansson Edda Karlsdóttir Karl Harry Sigurðsson Valgerður Kristina Frid Þóra Guðrún Grönfeldt 70 ára Birgir Georgsson Ellen Olga Svavarsdóttir Guðný Jónsdóttir Haukur Ingvarsson Ingibjörn Guðjón Jóhannss. Katrín Ólöf Ástvaldsdóttir Kristín Andrésdóttir Pétur Andreas Maack 60 ára Arndís Gyða Jensdóttir Arngeir H. Guðmundsson Bogi Þór Jónsson Hilmar Hreinsson Jens Elís Kristinsson Páll Ragnar Guðmundsson Ragna Frímann Karlsdóttir Ragnar Einarsson Svanur Kristinsson Valgerður Árnadóttir Zophonías Árnason 50 ára Arnar Þór Hilmarsson Birgir Ásgeir Kristjánsson Edda Ýr Guðmundsdóttir Jóhanna V. Guðmundsd. Karl Sigþór Þorsteinsson Liuda Cernisoviene Thi Bich Thuy Nguyen Valborg Stefanía Karlsd. Vilborg Hólmjárn Þórir Kjartansson 40 ára Andrzej K. Tymicki Arnþór Gústavsson Eva Lena Henningsdóttir Fjóla Guðjónsdóttir Hannibal G. Hauksson Helga Sigmundsdóttir Helgi Mar Hallgrímsson Jón Bergur Arason Magnús Rúnar Magnússon María Júlía Jónsdóttir Nadia Tamimi Romeo Sarga Sigrún Vésteinsdóttir Sólrún Bragadóttir Tinna Ósk Hauksdóttir Þórunn Benný Finnbogadóttir 30 ára Anto Pejic Bergur Carlsen Gunnarsson Daníel Thorstensen Eemu Johannes Ranta Elísabet Guðrún Björnsd. Eydís Örk Sævarsdóttir Fjóla Rut Svavarsdóttir Guðný Björnsdóttir Hildur Ýr Þórðardóttir Kristinn Sævarsson Mansoor Ahmad Malik Maria Maximciuc Ragnheiður Kristinsdóttir Richard Chr. Luc Germain Sylwia Wanda Grajewska Þórður Fannar Rafnsson 40 ára Júlía er Borgnes- ingur og rekur lífsstíls- og gjafavöruverslunina FOK. Maki: Jónas Björgvin Ólafsson, f. 1975, mat- reiðslumeistari. Börn: Þórunn Birta, f. 2001, Harpa Rut, f. 2002, Dagbjört Rós, f. 2006, Þóra Sóldís og Þorsteinn Logi, f. 2008, og Jónas Darri, f. 2015. Foreldrar: Jón Haralds- son, f. 1944, og Þóra Björgvinsdóttir, f. 1945. María Júlía Jónsdóttir 40 ára Sigrún er frá Vaði í Þingeyjarsveit en býr á Akureyri. Hún er verkefna- stjóri hjá Rannsóknar- miðstöð HA. Maki: Sigurður Birkir Sig- urðsson, f. 1969, fram- kvæmdastjóri Motul. Börn: Sunneva Elín, f. 2007, Una Bára, f. 2012 og stjúpsonur: Ýmir, f. 1998. Foreldrar: Vésteinn Garð- arsson, f. 1942, og Elín Guðrún Steingrímsdóttir, f. 1946, bændur á Vaði. Sigrún Vésteinsdóttir 30 ára Fjóla er Reykvík- ingur en býr á Laugar- vatni. Hún er líffræðingur á Hafrannsóknastofnun. Maki: Guðmundur H. Gíslason, f. 1984, verk- fræðingur hjá Ístaki. Börn: Alexander Svavar, f. 2012, og Jónas Smári, f. 2018. Foreldrar: Svavar Guð- mundsson, f. 1958, leigu- bílstjóri, og Elín Krist- mundsdóttir, f. 1964, ritari, bús. í Reykjavík. Fjóla Rut Svavarsdóttir Til hamingju með daginn Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 VOR 2019 Zhiqian Yi hefur lokið doktorsvörn sinni í líffræði við Háskóla Íslands. Heiti doktorsritgerðarinnar er Að- ferðir í líftækni til að auka framleiðslu fucoxanthins í kísilþörungnum Phaeo- dactylum tricornutum. Leiðbeinandi var dr. Weiqi Fu, gestadósent við Há- skóla Íslands og vísindamaður við New York University Abu Dhabi. Stór hluti svifþörunga eru kísilþör- ungar og finnast þeir í vötnum um allan heim þar sem næg næringarefni og ljós eru til staðar. Sjávarþörungar, eins og Phaeodactylum tricornutum, geta inni- haldið mikið magn fituefna og eru því möguleikar á að nýta þá til framleiðslu á verðmætum lífefnum. Vonir eru bundnar við þá til framleiðslu á lífelds- neyti og ýmsum lífvirkum efnum eins og ómettuðum fitusýrum og karótenó- íðum. Markmiðið þessa verkefnis var að kanna mögulegar aðferðir í líftækni til að auka framleiðslu verðmætra efna í þörungnum, sérstaklega fucoxanthin. Fyrst var framkvæmd ítarleg heimild- arvinna um form, vistfræði og æxlun kísilþörunga, síðan var gert yfirlit yfir lífvirk efni í smáþörungum, sérstaklega saltvatns-þörungum. Að lokum var þör- ungurinn Phaeodactylum tricornutum rannsakaður nánar. Honum var stökkbreytt með útfjólubláu ljósi og ræktaður í margar kynslóðir (þróað- ur) með það fyrir augum að fá fram afbrigði með auk- inn vaxtarhraða og meiri myndun á karótenóíðum. Út- fjólublátt ljós (UVC) var notað til að valda stökkbreytingum og afbrigði af P. tricornutum voru síðan valin til áfram- haldandi ræktunar. Afbrigðin voru ræktuð í margar kynslóðir til að þróa nýjar svipgerðir af P. tricornutum. Við þetta náðist aukinn vöxtur í P. tricor- nutum ásamt aukinni myndun verð- mætra kartenóíða. Að lokum var P. tri- cornutum stökkbreytt með EMS (ethyl methanesulfonate) og afbrigði með auknu fucoxanthin innihaldi valin með nýrri afkastamikilli aðferð sem gerði mögulegt að velja jákvæð afbrigði með- al þúsunda afbrigða. Fimm afbrigði voru valin með þessari aðferð og rækt- uð áfram í tvo mánuði til að kanna stöðugleika þeirra. Fjögur þeirra sýndu stöðugleika og jókst fucoxanthin inni- hald þeirra um 33%. Zhiqian Yi Zhiqian Yi lauk BS námi í læknisfræði í júní 2008 við Tongji Medical College of Huazhong University of Science and Technology. Hann var aðstoðarlæknir 2009 til 2012 og fékk læknaleyfi í Kína í nóvember 2010. Hann lauk meistaraprófi í skurðlækningum við Wuhan Tongji Hospital. Hann hóf doktorsnám við Háskóla Íslands haustið 2012. Doktor

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.