Morgunblaðið - 21.02.2019, Page 67
MENNING 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Kolibri trönur
í miklu úrvali, gæða-
vara á góðu verði
Kolibri penslar
Handgerðir þýskir penslar
í hæsta gæðaflokki
á afar hagstæðu verði
Ennþá meira úrval af
listavörum
WorkPlus
Strigar frá kr. 195
Vesalings elskendur er önnurmynd sænska leikstjóransMaximilian Hult. Myndiner þverþjóðleg framleiðsla,
leikstjórinn er sænskur, leikararnir
íslenskir og myndin er fjármögnuð af
bæði íslenskum og erlendum aðilum.
Raunar er nú svo komið í kvikmynda-
landslagi dagsins í dag að flestar
myndir sem ekki eru frá Bandaríkj-
unum eru fjármagnaðar með þver-
þjóðlegum hætti, þannig hér er ekki
meiriháttar undartekning á ferð.
Myndin segir frá bræðrunum Ósk-
ari (Björn Thors) og Magga (Jóel Sæ-
mundsson). Báðum gengur þeim
brösulega í ástarmálum, hvorum með
sínum hætti. Óskar er tilfinningalega
bældur, hann hefur verið ástfanginn
af sömu konunni síðan í grunnskóla
en aldrei þorað að gera neitt í málun-
um. Maggi hins vegar er mjög opinn
og mikill sprelligosi. Fyrir vikið er
hann helst til ágengur í ástarsam-
böndum, hann er afar þurfandi og
þess vegna fara kærusturnar frá hon-
um jafnskjótt og þær koma.
Í byrjun myndar eru bræðurnir í
mat hjá föður sínum og stjúpmóður.
Mamma þeirra lést þegar þeir voru
börn og það er gefið í skyn að sá
harmleikur hafi aldrei verið gerður
almennilega upp. Óskar nefnir við
hjónin að það hljóti nú að vera nota-
legt að búa í svona rúmgóðu húsi í út-
hverfunum, með garð og pott og allar
græjur. Stjúpmóðir hans svarar því
að þau séu nú reyndar að hugsa sér til
hreyfings, þau vilji eitthvað minna og
eitthvað sem er nær miðbænum. Það
verður úr að þau skiptast á húsnæði,
pabbinn og stjúpmamman flytja inn í
íbúð Óskars og hann flytur inn í húsið
þeirra, ásamt hundinum sínum.
Maggi flytur líka inn í húsið, þar sem
hann er nýhættur með enn einni kær-
ustunni og húsnæðislaus. Tveir ung-
lingar, þeir Danni T og Danni M,
enda á að búa hálfpartinn þarna líka,
þeir koma í það minnsta mjög reglu-
lega til að passa hundinn.
Óskar fer allt of oft með hundinn
sinn til dýralæknis, því hann er skot-
inn í dýralækninum Önnu (Sara Dögg
Ásgeirsdóttir) og smátt og smátt
byrjar einhvers konar samband að
blómstra milli þeirra. Á meðan hopp-
ar Maggi milli alls konar kvenna, sem
hann á mismikið sameiginlegt með.
Þótt sagan fjalli um nokkuð hvers-
dagslega hluti gengur heilmikið á og
framvindan er hröð og margbreyti-
leg.
Vesalings elskendur er rómantísk
gamanmynd í húð og hár. Hún sækir
ljóslega innblástur í myndir Woody
Allen, hún fjallar um ástarsambönd
annars vegar og fjölskyldusambönd
hins vegar og leitast við að finna kóm-
ísku hliðarnar á þeim. Allir leikar-
arnir standa sig frábærlega og sýna
feikilega góða gríntakta. Myndin er
uppfull af frábærum frammistöðum,
sem gefur ekki einungis til kynna að
leikararnir séu góðir heldur einnig að
vandað hafi verið til verka í leikara-
vali og leikstjórn. Björn Thors og
Jóel bera myndina uppi, þeir eru
stórfínir í aðalhlutverkunum og eiga
góðan samleik sem þessir gjörólíku
bræður. Edda Björgvinsdóttir á líka
fína innkomu í hlutverki stjúpmóður-
innar.
Myndin er skemmtileg og fyndin
en hefur þó nokkra annmarka. Kvik-
myndatakan er fremur óspennandi,
myndavélahreyfingar eru sjaldgæfar,
klipping er notuð sparlega og sjónar-
horn eru oft mjög einhæf. Kyrrstæðir
rammar geta verið áhrifamiklir en
hér saknar maður þess að hafa hreyf-
ingu til að hrista aðeins upp í hlut-
unum.
Í kynningarefninu er myndinni lýst
sem karakterdrifinni gamanmynd,
sem á vissulega við þar sem meira er
lagt í að afhjúpa persónurnar og sýna
hvernig þær þróast en að búa til æsi-
lega fléttu. Það verður þó að viður-
kennast að persónusköpunin er ekki
nógu sterk á heildina litið. Persónur
Magga og Óskars eru skýrustu per-
sónurnar, við kynnumst þeim best og
þær eru þess vegna áhugaverðastar.
Aukapersónurnar eru sumar hverjar
skemmtilegar, sérstaklega Dann-
arnir tveir, en aðrar, t.d. Anna dýra-
læknir, listamaðurinn Ingibjörg
(Hafdís Helga Helgadóttir) og allar
hinar kærusturnar, eru fremur
flatneskjulegar og stundum hreint og
beint steríótýpískar. Anna virðist til
dæmis ekki hafa neinn sjálfstæðan
vilja og samskiptaleg átök hafa lítil
sem engin áhrif á hana. Á einum
tímapunkti lýsir listakonan Ingibjörg
því fjálglega hvernig listin er henni í
blóð borin og að „hún geti ekkert að
því gert að hún sé listamaður“, sem
hljómar meira eins og háðsglósa um
listamannserkitýpu en eitthvað sem
listamaður myndi segja. Þess ber þó
að geta að leikkonurnar Sara Dögg
og Hafdís Helga gera gott úr því sem
þær hafa í höndunum.
Persónurnar eru nánast aldrei ber-
skjaldaðar, maður fær ekki að sjá
nógu vel undir skrápinn. Það er oft
gefið í skyn að það liggi eitthvað und-
ir, að Óskar sé kvíðasjúklingur, að
bræðurnir hafi aldrei tekist almenni-
lega á við dauða móður sinnar, að fað-
ir þeirra sé slappur uppalandi o.s.frv..
Ekkert af þessu er samt sett í for-
grunn sem væri full ástæða til, af því
maður upplifir að það sé verið að
halda frá manni upplýsingum. Það
koma líka sjaldan upp nein almenni-
leg átök, ef fólki lendir saman þá leys-
ist það bara af sjálfu sér. Þarna er
farið á mis við gullin tækifæri til að
skapa bæði spennu og grín.
Vesalings elskendur líður fyrir
nokkra vankanta á handriti en hún er
hin fínasta afþreying og algjörlega
áhorfsins virði. Hún er skemmtileg
og bráðfyndin á köflum, sem er ekki
síst vegna þess að leikurinn er virki-
lega fínn.
Les misérables
Aðalpersónur „Björn Thors og Jóel bera myndina uppi, þeir eru stórfínir í aðalhlutverkunum og eiga góðan samleik sem þessir gjörólíku bræður.“
Borgarbíó, Háskólabíó
og Smárabíó
Vesalings elskendur bbbnn
Leikstjórn og handrit: Maximilian Hult.
Kvikmyndataka: Tómas Örn Tómasson.
Klipping: Stefanía Thors. Aðalhlutverk:
Björn Thors, Jóel Sæmundsson, Sara
Dögg Ásgeirsdóttir, Edda Björgvins-
dóttir, Sigurður Karlsson og Hafdís
Helga Helgadóttir. 105 mín. Ísland og
Svíþjóð, 2019.
BRYNJA
HJÁLMSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Í Hollandi er þess minnst að í ár eru
350 ár frá dauða hins merka mynd-
listarmanns Rembrandt Harmens-
zoon van Rijn (1606-1669). Stjórn-
völd hafa kosið að kalla 2019 „Ár
Rembrandts“ og verður haldið upp
á ártíð þessa merka sonar Hollands
með sérstökum sýningum í helstu
söfnum og með margskonar öðrum
hætti. Í vikunni var til að mynda
safnað saman um 175 körlum og
drengjum sem allir heita Rem-
brandt og þeir ljósmyndaðir fyrir
framan eitt helsta meistaraverk
málarans, Næturvaktina, sem er í
Rijksmuseum í Amsterdam.
Tilkynnt hefur verið að ráðist
verði í viðamikla hreinsun og rann-
sókn á Næturvaktinni og hefst hún í
júlí. Verkið dáða verður ekki tekið
úr umferð heldur geta gestir fylgst
með hópi um tuttugu sérfræðinga
athafna sig inni í glerbúri sem sett
verður upp í sýningarsalnum og
verður rannsókninni og niður-
stöðum hennar deilt jafn óðum
meðal gesta, auk þess sem áhuga-
samir munu geta fylgst með verk-
inu á netinu. Næturvaktin hefur
lent í ýmsu á þeim 377 árum sem
eru liðin síðan verkið var málað.
Tvisvar hafa skemmdarvargar
skorið illa í það og einu sinni var
slett á það sýru.
Ár Rembrandts van Rijn í Hollandi
AFP
Nafnar við meistaraverk Um 175 karlar og drengir söfnuðust saman við meistara-
verk Rembrandts, Næturvaktina, en allir bera þeir nafn málarans dáða sem lést árið 1669.