Morgunblaðið - 21.02.2019, Side 72

Morgunblaðið - 21.02.2019, Side 72
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 LOKAÐ Í DAG VEGNA TALNINGAR VERSLAÐU Á WWW.ILVA.IS 25-50% af völdum borðstofuhúsgögnum og sérpöntunum- fleiri tilboð í verslun Lýkur sunnudaginn 24. febrúar Bækur gegna mikilvægu hlut- verki í söng- leiknum Matt- hildi sem fer á fjalir Borgarleik- hússins í mars. Sjálf leikmyndin samanstendur af bókum, sem áður voru í Borgarbókasafninu. Starfsfólkið er himinlifandi yfir að afskrifaðar bækur fái þannig nýtt líf. Í samstarfi við Borgarleikhúsið býður Borgarbókasafnið í Kringl- unni upp á leikhúskaffi kl. 17.30 til 19 í kvöld um sýninguna Matthildi. Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri og Hlynur Páll Pálsson aðstoðarleik- stjóri segja gestum frá uppsetning- unni og kynna leikmyndina. Bækur fá nýtt líf í söngleiknum Matthildi FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 52. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. Jón Arnór Stefánsson var ungur með eiginleika sem ekki var hægt að kenna, að sögn Benedikts Guð- mundssonar körfuboltaþjálfara. Hlynur Bæringsson er eins og tvær ólíkar persónur innan vallar og utan, segir þjálfarinn Ingi Þór Steinþórsson. Jón og Hlynur leika síðasta landsleik sinn í kvöld og fjallað er ítarlega um þá í opnu íþróttablaðsins. »2-3 Kveðjuleikur Jóns Arnórs og Hlyns í kvöld ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Upptaktur að tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands kl. 19.30 í kvöld í Eldborg í Hörpu er hið kyrr- láta Fratres eftir Arvo Pärt. Síðan hljómar verkið Bow to String eftir Daníel Bjarnason í fyrsta skipti á Ís- landi í útsetningu fyrir selló og sin- fóníuhljómsveit, en hann samdi verkið fyrir Sæunni Þorsteins- dóttur sellista, sem mun flytja verkið. Því næst flytur Sinfóníu- hljómsveitin Vorblót Stravinskís, sem er með- al dáðustu hljómsveit- arverka 20. aldar, undir stjórn Daníels. Daníel Bjarnason stýrir Vorblóti Stravinskíjs Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Vilberg Valdal Vilbergsson, heiðurs- borgari Ísafjarðarbæjar frá því í fyrra, er svo sannarlega maður kynslóðanna. Hann byrjaði að spila á harmoniku á böllum á Flateyri, þegar hann var á fermingaraldri, og spilar enn, tæplega 80 árum síðar. Hann var rakari í yfir 60 ár frá 1950 og rakarameistari frá 1954, hætti formlega fyrir um fimm árum en tekur enn í skærin og klippti nýlega sjötta ættliðinn í beinan karl- legg í einni fjölskyldu. „Ég er eiginlega hættur að klippa, klippi lítið meira en Samúel Einars- son, sem tók við af mér,“ segir Vilberg Valdal, oftast nefndur Villi Valli, en Samúel byrjaði sem nemi hjá honum 1964. Heiðursborgarinn segir að hann hafi helst vilja læra mublusmíði eða rafvirkjun en það hafi ekki gengið eftir. „Það var lítið að gera í þessum greinum á þessum tíma, líka í Reykja- vík. Þá bauð Árni Matthíasson, rakari hérna á Ísafirði, mér að koma til sín sem nemi. Ég hugsaði málið og fannst allt í lagi að prófa þetta enda var þriggja mánaða uppsagnarfrestur í náminu og ég hafði þá möguleika á að halda áfram eða fara í eitthvað annað.“ Rakarameistarinn segir að einn kostur við rakaraiðnina sé að ekki þurfi mikinn húsakost til þess að sinna starfinu. „Ég áttaði mig á því að víða mætti klippa þó að aðstæður væru ekki upp á það besta.“ Hann var hjá Árna í átta ár og opn- aði þá eigin rakarastofu á Silfurgötu 5, þar sem Norska bakaríið var áður. Þar var hann í eitt ár en flutti síðan í Hafnarstræti 11. Harry Herlufsen, danskur hárskeri, átti fasteignina, en flutti til Danmerkur 1959 og bauð Villa Valla húsið til kaups auk þess sem hann tók við stjórn Lúðrasveitar Ísa- fjarðar af Dananum og stjórnaði henni í níu ár. „Hann bjó í íbúðinni uppi og rak rakarastofuna á neðri hæðinni,“ segir Villi Valli. „Það var stutt í vinn- una og ég gat gengið þangað þurrum fótum í öll þessi ár.“ Hann flutti síðan stofuna í Silfurgötu 9 árið 2001 og þar heldur fyrrnefndur Samúel upp- teknum hætti. Villi Valli segir að reksturinn hafi al- mennt gengið vel. „Nema þegar bítla- tískan kom og menn hættu að láta klippa sig. Þetta voru mikil viðbrigði og margir rakarar hættu en Sammi var nýbyrjaður að læra hjá mér og ég hélt áfram.“ Tónlistin í hávegum höfð Tónlistin hefur spilað stórt hlutverk í lífi Villa Valla. Hann spilaði lengi með Lúðrasveit Ísafjarðar og fleiri böndum og er enn að skemmta fólki. „Við spilum þrír saman á dans- leikjum fyrir eldri borgara,“ segir hann en hinir eru Baldur Geirmunds- son og Magnús Reynir Guðmunds- son. Hólmgeir, sonur Baldurs, hefur líka spilað með þeim. Auk þess spilar tónlistarmaðurinn með Harmoniku- félagi Vestfjarða. Hann spilar á mörg hljóðfæri og hefur spilað á þremur hljómdiskum. Þeir eru Villi Valli, sem kom út 2000, Í tímans rás 2008 og Ball í Tjöruhúsinu árið eftir, þar sem hann lék með Salt- fisksveit Villa Valla. „Ég var í hljóm- sveitum og var með hljómsveitir frá því ég var unglingur,“ áréttar tón- listarmaðurinn. Villi Valli maður sex kynslóða fyrir vestan Ljósmynd/Samúel Einarsson Rakarinn með fjóra ættliði Villi Valli rakarameistari, Tryggvi Þór Guðmundsson og Heimir Tryggvason fyrir aftan. Magnús Þór Heimisson í stólnum með Heimi Snæ Magnússon. Auk þess klippti Villi Valli Guðjón Kristjánsson (f. 1880, d. 1954) og Guðmund Guðjónsson (f. 1910, d. 1984).  Tónlistarmaðurinn hefur klippt sex ættliði í beinan karllegg Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Vestfirðingar Ólafur Kristjánsson við píanóið og Villi Valli með nikkuna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.