Morgunblaðið - 04.03.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.03.2019, Blaðsíða 1
Hljómsveitin Hatari sigraði í Söngvakeppninni á laugardags- kvöldið með laginu „Hatrið mun sigra“. Eins og vant er þá leika börn stórt hlutverk í því að velja sigurlag keppninnar, en börnin virðast jafnvel hafa heillast enn frekar af Hatara en foreldrarnir. Hjörtur Benjamín Hjartarson fékk sinn draum uppfylltan þegar hann fékk mynd af sér með tveimur með- limum Hatara, þeim Klemens Hannigan og Einari Hrafni Stefánssyni, um helgina. Dæmi eru um að börn hafi kosið Hat- ara í símum foreldra sinna fyrir meira en 10.000 kr. »4 og 28 Morgunblaðið/Eggert Hatari sigraði í Söngvakeppninni með aðstoð barna M Á N U D A G U R 4. M A R S 2 0 1 9 Stofnað 1913  53. tölublað  107. árgangur  ANDRÉS ÖND OG EIRÍKUR FAGNA 70 ÁRUM Á DÖNSKU HERDÍS Í HLUTVERKI VÍÓLETTU SNORRI 18 SEKÚND- UR FRÁ BRONSI Í 50 KM GÖNGU Á HM ÍSLENSKA ÓPERAN 26 ÍÞRÓTTIR SKÍÐI TÍMAMÓT 12 Morgunblaðið/Golli Bílasala Hávær umræða er um breytingu kílómetramæla í bílum hér á landi.  Á undanförnum árum hafa komið upp tilvik þar sem innfluttir, not- aðir bílar voru keyrðir mun meira en kílómetramælar þeirra sýndu. Morgunblaðinu er kunnugt um ný- legt dæmi um bíl sem fluttur var inn frá Evrópu og reyndist ekinn rúmlega þrefalt meira en talið var. Kom það í ljós í þjónustuskoðun hér á landi. Í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag hvetur for- maður Bílgreinasambandsins neyt- endur til þess að vera vakandi í við- skiptum sem þessum. »6 Dæmi um að átt sé við kílómetramæla í innfluttum bílum Helgi Bjarnason Ragnhildur Þrastardóttir Umræða um að beita verkbanni sem mótleik við skæruverkföllum Efling- ar og VR gegn ferðaþjónustufyrir- tækjum virðist ekki langt komin. Forystumenn í ferðaþjónustunni taka ekki undir orð sumra félags- manna um að ekki sé hægt að bjóða ferðafólki upp á skerta þjónustu og réttast væri að beita verkbanni sem mótleik. Kristófer Oliversson, formaður Samtaka fyrirtækja í hótel- og gisti- þjónustu, segir að fyrirtækin beri ábyrgð á því að gestir sem koma til landsins lendi ekki á götunni. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að verkbönnum yrði svar- að með frekari verkföllum. Verk- bönnum hefur verið beitt 15 sinnum á síðustu fjórum áratugum, oftast í sjómannadeilum, síðast í löngu verk- falli sjómanna árið 2017. Sáttafundur á fimmtudag Stefnt er að sáttafundi samflots Eflingar, VR og tveggja annarra fé- laga og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara nk. fimmtudag. Það er ekki vegna þess að líkur séu á samningum heldur vegna þess að þá rennur út sá 14 daga tími sem líða má án þess að sáttafundir séu haldn- ir. Samninganefndir á hinum armi kjaraviðræðna, Starfsgreinasam- bands, Landssambands verslunar- manna og iðnaðarmanna og SA, hafa verið á daglegum vinnufundum í Karphúsinu. Ágætis gangur er í vinnunni, að sögn Bryndísar Hlöð- versdóttur ríkissáttasemjara, og verður fundum haldið áfram. Skiptar skoðanir hjá fólki Sitt sýndist hverjum um yfirvof- andi verkföll, þegar rætt var við fólk í miðbæ Reykjavíkur. Reynir Albert Þórólfsson segir verkföll nauðsyn- leg, Benóný Haraldsson telur að þau muni hafa tilætluð áhrif en hjónin Anna María Káradóttir og Arnar Birgir Jónsson lýsa yfir áhyggjum vegna verkfallanna. „Eins og er vill maður frekar hugsa um stöðugleik- ann. Það er spurning hvort þetta sé tímabært núna,“ segir Anna. Geta ekki vísað gestunum út á götu  Hótelstjóri tekur ekki undir hvatningu um verkbann MTala varlega um verkbann »2  Útlitið er orð- ið bjartara í kvikmyndagerð hér á landi og veiking krón- unnar á sinn þátt í því. Leifur B. Dag- finnsson, stjórn- arformaður True North, seg- ir í Morgun- blaðinu í dag að greinin sé að rétta úr kútnum eftir tvö mögur ár. Velta fyrirtækisins hafi verið fimm milljarðar árið 2016, en að- eins einn milljarður síðastliðin tvö ár. „Upp á síðkastið hafa verið já- kvæð teikn á lofti á Íslandi,“ segir Leifur. Hjá Sagafilm er áætlað að veltan tvöfaldist á þremur árum, en mikill uppgangur er í innlendri framleiðslu. Áhyggjur af verkföllum Þrátt fyrir að ákveðin bjartsýni ríki nú hafi menn áhyggjur af mögulegum verkföllum, að því er fram kemur í umfjöllun Morgun- blaðsins í dag. »10 Veik króna styrkir kvikmyndagerðina Leifur B. Dagfinnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.