Morgunblaðið - 04.03.2019, Page 18

Morgunblaðið - 04.03.2019, Page 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MARS 2019 Í raun er bara eitt sem okk- ur er gefið að hafa fullt vald yf- ir og það erum við sjálf. Það væri frekar auðvelt ef ekki væri við að fást öfund, reiði, nei- kvæðni, hatur og alls konar fyrirbrigði sem leitast við að taka stjórnina. Með einhvers konar sálarró er þetta auðveld- ara verk en ella og þess vegna grípur fólk í hjálpartæki á borð við jógatíma. Nei þetta er ekki hollráðapistill, þetta er minn- ingargrein um hana ömmu Jensínu. Hún var nefnilega hálfgerður jógatími út af fyrir sig. Hjá henni var þessi geð- felldi persónuleiki svo eðlilegur að það var eins og ill öfl virk- uðu bara ekki á hana og því væri sjálfsagi ekki nauðsynleg- ur. Að koma í heimsókn til ömmu Jensínu var svona eins og að kíkja á svörin aftast í bókinni og sjá hvernig maður vill koma fram við aðra og hver maður vill vera. Mér fannst amma Jensína nefnilega hafa þetta fulla vald yfir sjálfri sér og fyrir vikið en ekki fyrir ald- urs sakir var hún þessi ætt- arhöfðingi sem með tilvistinni einni saman hafði svo jákvæð áhrif á okkur öll. Amma Jensína er nú búin að koma sér svo snilldarlega fyrir í hjörtum okkar að henni tókst að deyja yndislega úr elli 101 árs og án þess að maður felldi tár því eftir verður það sem hún var. Skipið er farið en farm- urinn varð allur eftir hjá okkur. Ingimundur Þór Þorsteinsson. ✝ Jensína fædd-ist á Fossum í Skutulsfirði við Ísafjarðardjúp 8. febrúar 1918. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi 23. febrúar 2019. Foreldrar henn- ar voru Guð- mundur Jón- atansson, f. 6.9. 1888, d. 4.10. 1955, og Daðey Guðmunds- dóttir, f. 30.8. 1896, d. 17.7. 1988. Var hún næstelst af 14 systkinum en af þeim komust 12 á legg, Þau eru: Sigurður Kristján, Bóas Daði, Að- alsteinn, Jónatan Ingvar, Mar- grét Steinunn, Sigríður, Ragna, Hörður, Unnur, Elsa og Kristján. Jensína kvæntist Ingimundi Guðmundssyni frá Tannanesi í Önundarfirði, f. 8.12. 1917, d. 24.9. 2001. Foreldrar hans voru Guðmundur Kristján Guðmundsson, f. 12.12. 1876, d. 28.7. 1955, og Jóhanna Ingimundardóttir, f. 2.1. 1878, d. 11.10. 1957. Jensína og Ingimundur eignuðust fimm börn. 1) Þorsteinn, f. 26.7. 1943, kvæntur Sigríði Karvelsdóttur, f. 13.6. 1944, og eiga þau fjög- ur börn. 2) Daði Viktor, f. 25.8. 1947, kvæntur Olgu Birnu Jó- hannsdóttur, f. 12.3. 1951, og eiga þau fjögur börn. 3) Guðrún Kristín Ingimund- ardóttir, f. 9.8. 1949, gift Gunnari Benedikt Guð- mundssyni, f. 22.11. 1953, og eiga þau fjögur börn. 4) Helga Gréta f. 20.8. 1950, gift Sigurði Kjartanssyni, f. 8.3. 1950, og eiga þau þrjú börn. 5) Jóhanna f. 24.4. 1953, gift Róbert Gränz, f. 22.5. 1947, d. 13.5. 2017, og eiga þau þrjú börn. Hófu þau hjón búskap á Tannanesi árið 1943 og bjuggu þar farsælu búi til 1970, þá fluttu þau til Flat- eyrar og stofnuðu þar ramma- gerð sem þau unnu bæði við ásamt ýmsum fleiri störfum. Árið 1986 fluttu þau til Reykjavíkur, eftir að suður kom byggðu þau sér sumarhús í Grímsnesi og ræktuðu þar reitinn sinn. Útför hennar fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, 4. mars 2019, klukkan 15. Jensína Jóna Kristín Guðmundsdóttir ✝ Runólfur fædd-ist í Reykjavík 23. nóvember 1929. Hann lést á Land- spítalanum í Reykjavík 23. febr- úar 2019. Foreldrar hans voru Valdimar Guðlaugur Runólfs- son húsasmíða- meistari, f. 14.5. 1899, d. 24.1. 1991, og Rannveig Helgadóttir ljós- móðir, f. 5.10. 1897, d. 22.4. 1991. Runólfur var alinn upp í Reykjavík til 1942 en síðar í Hólmi. Bræður Runólfs voru Helgi, f. 7.8. 1928, d. 25.7. 2006, og Sverrir, f. 18.8. 1938. Barnsmóðir og kona Runólfs var Lára Guðbjörg Þórð- ardóttir, f. 8.1. 1943, d. 3.12. 1972. Börn Runólfs og Láru eru Valdimar, f. 9.8. 1962, búsettur í Reykjavík, og Ingibjörg, f. 15.5. 1969, búsett í Bandaríkjunum. Börn Valdimars eru Rann- veig, f. 1992, og Vala Rósa, f. 1993. Rannveig eignaðist tvíbura sem fædd- ust 2015, Magneu og Lovísu. Ingibjörg er gift Birki Brimdal, f. 7.8. 1965, og eiga þau tvö börn, Láru Guðlín, f. 1990, og Sylvíu Hrönn, f. 1995. Runólfur var rafvirkjameist- ari og lærði iðn sína hjá rafverk- takanum Hauki og Ólafi hf. Starfaði við fag sitt fyrst hjá lærifeðrum sínum, vann síðar sem viðgerðarmaður hjá verk- takafyrirtækinu Véltækni hf. Hóf störf hjá Raunvís- indastofnun Íslands 1979. Þar var hann við störf þar til hann hætti vegna aldurs. Runólfur verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju í Reykjavík í dag, 4. mars 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. Ég hef vitað af Runólfi Valdi- marssyni alla mína ævi þótt sam- gangur hafi ekki verið mikill þar til fyrir nokkrum árum. Það vildi þannig til að ég var að fara að slá grafreitinn og heim- sækja Sverri bróður hans í Hólmi, þótti mér aðbúnaður Sverris vera orðinn frekar dapur og ákvað því að hringja í Runólf stóra bróður hans og athuga hvort hann gæti ekki hjálpað mér að koma rafstöð- inni í gang og bæta aðbúnað Sverris. Runólfur tók beiðni minni vel en taldi ekki mikla hjálp í sér og sagði að hann væri með annan fótinn í gröfinni og hinn fótinn á bananahýði. Runólfur lét þó tilleiðast að að- stoða mig og ekki í fyrsta skipti á hans löngu ævi að hann kæmi hlutunum í gang í Hólmi. Í framhaldinu fórum við marg- ar svaðil- og ævintýraferðir aust- ur, ýmist til að aðstoða Sverri, fara með hluti í Hólm sem nota átti seinna (seinna var oft betra) er farið væri að gera við húsin eða til að sækja hluti í SF-1, fyrsta bílinn sem kom í Skaftafellssýslurnar, sem við byrjuðum að gera upp og vona ég að unnt verði í framtíðinni að klára það verk, þó Runólfi hafi tekist að sleppa frá því, var hann búinn að undirbúa það að miklu leyti. Runólfi hafði tekist þrátt fyrir ungan aldur þegar bíllinn var í notkun að halda verndarhendi yfir stórum hluta hans til dagsins í dag. Í fyrstu hafði ég ákveðið að koma aðeins að málefnum Hólms og honum tengdum því ég hafði af því pata að Runólfur ætti ýmislegt til og ég hef gaman af tækjum og gömlum hlutum, einkum þeim sem hafa sögu, og ætlaði því að setja línuna þar, ekki var það vandamálið hjá Runólfi að tengja hlutina við söguna og nóg til eins og hann sagði oft og það voru eng- ar ýkjur, það var nóg til af hlutum og oft annar betri til, eins og hann sagði oft. Það tókst með okkur Runólfi góð vinátta og ég ákvað að slaka aðeins á línunni sem ég hafði dreg- ið og hjálpa honum aðeins að flytja af hlutum sem hann þurfti nauð- synlega að bjarga og hafði safnað í gegnum tíðina. Ekki var hlaupið að því að finna ódýrt og hentugt húsnæði fyrir starfsemi Runólfs. Mér varð það á að spyrja hvað hann þyrfti mikið pláss, hann horfði smástund hugsi og sagði svo að flugskýli myndi ekki duga. Nokkru síðar fórum við að skoða bragga á Eyrarbakka. Ég sagði honum að þennan bragga ætti hann ekki að kaupa þannig að hann dreif í því að kaupa hann enda fyrirtaks húsnæði fyrir dót- ið. Þegar hann hafði fest kaup á bragganum kom hann sposkur og hálfvandræðalegur til mín, því þegar hann var búinn að kaupa braggann sagði fyrri eigandi hans að hann væri gamalt flugskýli úr stríðinu og auðvitað var flugskýli þetta ekki nærri nógu stórt fyrir safnið hans Runólfs. Það síðasta sem ég heyrði til Runólfs á spítalanum var þegar hann sagði hátt og skýrt þrátt fyr- ir grímuna og lætin í öndunarvél- inni sem hann var í: „Ég bið að heilsa öllum“ og kem ég því þeirri kveðju hér til skila til þeirra sem vilja taka við henni. Börnum og öðrum aðstandend- um Runólfs vottum ég og mínir okkar dýpstu samúð og óskum góðum vini velfarnaðar á nýjum stað. Þinn vinur og frændi, Bragi Gunnarsson. Það var þungbært símtalið sem ég fékk sunnudaginn 23. febrúar með þær fréttir að Rúnki vinur minn væri fallinn frá, en eins og söngtextinn segir „eitt sinn verða allir menn að deyja“ þá er þetta víst óumflýjanlegt hjá okkur öll- um. Ég kynntist Runólfi Valdi- marssyni þegar hann vann hjá föður mínum við járnsmíði á sjö- unda áratug síðustu aldar. Run- ólfur var einstaklega ljúfur og góður vinur sem ávallt var tilbúinn að aðstoða við hvaðeina, það var mikill fengur fyrir ungan mann með bíladellu að eiga slíkan vin að sem gat aðstoðað og ráðlagt með lausn vandamála sem upp komu. Runólfur átti líka ógrynni vara- hluta í ýmsar gerðir farartækja sem blankur strákur með bíla- dellu fékk gegn „vægu“ gjaldi þegar á þurfti að halda. Það var stórt safnið af varahlutum og gömlum bílum sem Rúnki hafði safnað að sér í gegnum árin og mörgum þótti nóg um en trúlega er þar á ferð arfleifð frá uppvaxt- arárum hans á Hólmi í Landbroti þar sem strönduð skip voru efni- viður í hagleikssmíði eins og vatnsaflstúrbínur sem föðurbróðir Runólfs, Bjarni Runólfsson, varð frægur fyrir, þar á bæ var engu hent því það mátti smíða eitthvað úr því enda ekki hægt að hlaupa út í búð eftir hlutunum. Runólfur var einstaklega góður maður sem reyndi hvað hann gat að hjálpa og setti jafnvel sjálfan sig í skuldbindingar fyrir aðra sem ekki voru alltaf endurgoldn- ar. Hugur hans var við vélar og allt sem snerist og hann gat gert við hvað sem var, jafnvel raf- geyma sem aðrir töldu ónýta gat Runki „lífgað“ við. Þau voru ófá kvöldin sem við áttum saman yfir kaffibolla á verkstæðinu og rædd- um allt milli himins og jarðar, ég minnist þessa með söknuði enda margar skemmtilegar frásagnir frá fyrri tíð sem gaman var að hlusta á og hafði hann lag á að segja skemmtilega frá. Runólfur hafði skemmtilegan húmor sem þó var ekki allra. Það var eitt sinn að hann þurfti að ná tali af félaga mínum sem ekki var með síma- númer skráð í símaskrána að hann leitaði til mín og ég gaf honum upp númerið, hann hringir svo í um- ræddan félaga, kynnir sig og ber upp erindið en félaginn hafði meiri áhuga á að vita hvar hann hefði fengið símanúmerið sem ekki átti að vera á allra vörum. Runki var fljótur að átta sig, púkinn kom upp í honum og hann svaraði að bragði: „Nú ég hringdi bara í lög- regluna og þeir vissu strax hver þú varst!“ Þar með var það útrætt. Vinur Rúnka sem hafði ekki heyrt í honum um nokkurt skeið hringdi eitt sinn í hann og heilsar með þessum orðum: „Ertu lifandi?“ Það verður allnokkur þögn en svo svarar Runólfur: „Hvert ætlað- irðu að hringja?“ Ég sendi hugheilar samúðar- kveðjur til fjölskyldu Runólfs. Jón Þór Sigurðsson. Með þessum orðum leyfi ég mér að skrifa nokkur minningar- orð um Runólf Valdimarsson, samferðamann til áratuga. Milli okkar í aldri var 21 ár en aldrei bar svo við að það hefði ein- hver áhrif á samskipti okkar og e.t.v. skýrir það einhvers konar andlegan skyldleika. Með Runólfi er genginn merk- isberi þeirrar þekkingar og reynslu sem um langan tíma var í Hólmi í Landbroti, langt fram á síðustu öld en eins og kunnugt er var þar um tíma smíðaskóli auk þess sem þar bjó föðurbróðir hans, Bjarni Runólfsson er var einn af forvígismönnum rafvæð- ingar víða um land auk þess sem hann smíðaði túrbínur. Rafstöðin sem hann byggði í Hólmi gengur enn, eftir því sem ég best veit, enda hafði Runólfur veg og vanda af því að halda henni við. Það lætur engan ósnortinn að koma í Hólm og finna andblæ lið- inna tíma þar sem allt er á fallanda fæti, fegurra bæjarstæði er vart til á landi voru. Á einum bæjar- hólnum er veglegur minningareit- ur sem hefur verið haldið vel við en þar hvíla foreldrar Runólfs og nánir ættingjar. Sjá þeir þar heim til Hólms og eflaust með von um að þeir dagar renni senn að aftur komi vor í dal hvað varðar jörð og mannvirki. Runólfur var safnari af guðs náð og eflaust má rekja það til þeirra tíma sem engu mátti henda og allt varð að nýta en lengi vel var mikill skortur á efni til smíða úr tré og járni. Það er eflaust rétt að betra skikk hefði mátt vera á söfn- unarstarfi Runólfs og fáir höfðu skilning á þessu starfi hans á tím- um ofgnóttar. Það er viss þörf á varðveislu og þeir tímar geta kom- ið að brýn þörf verði á varahlutum og efni ef þrengist um aðdrætti til landsins. Þeir sem komið hafa að Garðsstöðum við Ísafjarðardjúp geta séð í reynd, þar á bæ, að vel geta farið saman umhverfissjón- armið og varðveisla af því tagi sem Runólfur hafði með höndum. Með Runólfi hverfur ekki bara einstök verkþekking heldur einn- ig þekking á sögu og staðháttum í hans heimasveit. Ekki verður tölu þar á komið sem ég hef hlustað á í þeim efnum og betur hefði á farið að eitthvað af því hefði verið fært í letur til varðveislu. Þakkað er fyrir það sem hann vann fyrir mig og fjölskyldu mína, viðgerðarverkefni og varahlut- areddingar af öllu tagi, oft utan venjulegs vinnutíma, iðulega að nóttu til. Allt fram undir það síðasta var Runólfur minnugur á allt en ég hitti hann síðast viku fyrir andlát- ið og reyndar með ólíkindum hvernig hann gat munað hvar allt var. Runólfur hafði undir það síð- asta gert ráðstafanir til þess að gera upp fyrsta bílinn sem í Skaftafellssýslu kom, SF-1, síðar Z-1. Hafði hann viðað að ýmsu í þeim efnum. Átti fyrir ákveðna hluti úr bílnum og munu þeir vera á vísum stað. Runólfur ók um á bíl með númerinu Z-1 og átti það númer að fara á bílinn. Vonandi að þessu starfi verði haldið áfram að honum gengnum. Ég færi börnum Runólfs, Sverri bróður hans og öðrum ætt- ingjum innilegar samúðarkveðjur frá mér og fjölskyldu minni. Ingvar Sveinbjörnsson. Ágætur samstarfsmaður og kær vinur á Raunvísindastofnun Háskólans, Runólfur Valdimars- son, er fallinn frá á nítugasta ald- ursári. Runólfi kynntist ég í byrj- un árs 1985 er ég hóf störf á stofnuninni. Hann var þar í for- svari fyrir málm- og rennismíða- hluta verkstæðis stofnunarinnar sem staðsett var í kjallaranum á Dunhaga 3 enda afburða hagleiks- og nákvæmnismaður. Á verk- stæðinu var einnig starfrækt að- staða fyrir viðhald húsmuna og trésmíði og þar réð ríkjum Óskar Ágústsson. Mér er næsta ómögu- legt að fjalla um Runólf án þess að geta Óskars sem var jafn hagur á tré og Runólfur á málma og vélar, en Óskar féll frá 2013. Þetta tvíeyki, Óskar og Runólf- ur, hafði veg og vanda af hvers kyns viðhaldi á húsnæði og að- stöðu samhliða smíðum, eftirliti og viðhaldi á margvíslegum tækjum og tólum til rannsókna. Starfsemi stofnunar á borð við Raunvísinda- stofnun á mjög undir slíkri þjón- ustu og getur stofnunin svo sann- arlega státað af framúrskarandi tæknifólki í stoðþjónustu í valin- kunnum snillingum á borð við Æv- ar Jóhannesson, Jón Sveinsson og Martein Sverrisson svo aðeins fáir séu nefndir. Þeir eru nú allir látn- ir, en lögðu fram ómældan skerf til rannsókna og tækniþróunar á sviði raunvísinda og í þeim hópi á Runólfur svo sannarlega heima. Hann tók þátt í að hanna og út- færa bílvélar er gengu fyrir amm- oníaki með brautryðjendum á borð við Braga Árnason, tók þátt í hönnun og uppsetningu á vind- myllum m.a. í Grímsey og hann var ómissandi í ótal ferðum með vísindamönnum stofnunarinnar á jökla þar sem kunnátta hans og lagni í meðförum á hvers kyns vél- búnaði, bifreiðum, vélsleðum og tækjabúnaði kom sér afar vel við frumstæðar aðstæður í fimbul- kulda og stórviðrum, svo aðeins fátt eitt sé nefnt. Runólfur var einstaklega vand- virkur maður, greiðvikinn, úr- ræðagóður og trygglyndur, og bar hag stofnunarinnar og vísinda- manna hennar mjög fyrir brjósti. Kunnátta hans og lagni í hvers kyns bílaviðgerðum var annáluð og tel ég á engan hallað þótt ég leyfi mér að álíta hann afburða- mann á því sviði og þann flinkasta sem ég hef komist í kynni við. Það var einstaklega gott að geta leitað til Runólfs um ráð er tengdust bílakaupum og bilunum bifreiða og hann þurfti stundum ekki ann- að en leggja við hlustir til að finna út hvort allt væri með felldu með mótorinn. Og það sem Runólfur gerði við var varanleg viðgerð og bilaði aldrei síðan. Runólfur var skarpgreindur maður og vel lesinn og var sjaldan komið að tómum kofunum hjá honum. Það var ávallt gaman að spjalla við hann, hann kunni frá ótrúlega mörgu að segja, var hnyttinn í tilsvörum og hafði góð- an húmor og fastmótaðar skoðanir á mönnum og málefnum. Árin góðu á Raunvísindastofnun sem ég átti með Runólfi eru mér dýr- mæt í minningunni og fyrir þau er ég afar þakklátur. Og við héldum áfram að rækta vináttuna í mikl- um og góðum samskiptum alveg fram á hans hinstu daga. Ég sendi fjölskyldu, ættingjum, aðstandendum og vinum Runólfs mínar dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Runólfs vinar míns Valdimarssonar. Guðmundur G. Haraldsson. Runólfur Valdimarsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR HELGADÓTTIR, lést á Grund hinn 1. mars 2019. Útförin verður auglýst síðar. Einar Sindrason Kristín Árnadóttir Heimir Sindrason Anna Lovísa Tryggvadóttir Sigurjón Helgi Sindrason Helga Garðarsdóttir Sindri Sindrason Kristbjörg Sigurðardóttir Yngvi Sindrason Vilborg Ámundadóttir barnabörn og barnabarnabörn Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNSTEINN STEFÁNSSON læknir, lést föstudaginn 1. mars á líknardeild Landspítalans. Útför fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 8. mars kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð krabbameinsdeildar Landspítalans eða Heru heimahlynningar. Helga Snæbjörnsdóttir Snæbjörn Gunnsteinsson Jennifer Green Stefán S. Gunnsteinsson Alís Heiðar Árni Pétur Gunnsteinsson Sandra Gestsdóttir Gunnar Helgi Gunnsteinsson Rósa Guðjónsdóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.