Morgunblaðið - 04.03.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MARS 2019
✝ Gylfi Thorla-cius fæddist í
Reykjavík 27. sept-
ember 1940. Hann
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 22. febrúar
2019.
Foreldrar hans
voru Kristján
Thorlacius, deild-
arstjóri í fjár-
málaráðuneytinu
og formaður BSRB, f. 17. nóv-
ember 1917, d. 10. júlí 1999, og
Aðalheiður Thorlacius hús-
freyja, f. 6. febrúar 1914, d. 1.
ágúst 2014.
Systir: Sigríður Thorlacius
lögmaður, maki hennar er Árni
Kolbeinsson, fv. hæstarétt-
ardómari.
Maki: Svala Thorlacius
hæstaréttarlögmaður, f. 6. apríl
1942. Þau gengu í hjónaband
19. október 1963. Foreldrar
hennar voru Stefán Lyngdal
kaupmaður, f. 15. október 1913,
d. 22. ágúst 1962, og Herdís
Lyngdal húsfreyja, f. 11. októ-
ber 1914, d. 29. maí 2007.
Börn: 1) Stefanía Sif
Thorlacius lögmaður, f. 23.
skipum Landhelgisgæslunnar
sumrin sem hann var í
menntaskóla og starfaði sem
tollvörður á sumrin á meðan
hann stundaði nám í lagadeild-
inni. Fulltrúi á lögmannsstofu
Páls S. Pálssonar í Reykjavík
frá 1968 til 1973. Héraðsdóms-
lögmaður frá 1968 og hlaut
réttindi til að flytja mál fyrir
Hæstarétti í nóvember 1976.
Stofnaði eigin lögmannsstofu
árið 1973, sem hann rak í sam-
starfi við eiginkonu sína Svölu
Thorlacius um langt árabil og
stofnuðu þau síðan Lögmanns-
stofuna Fortis, sem þau hafa
rekið ásamt börnum sínum Sif
og Kristjáni.
Gylfi sat í yfirkjörstjórn við
borgarstjórnarkosningar í
Reykjavík, í stjórn Húseigend-
afélags Reykjavíkur, í stjórn
Lögmannafélags Íslands og var
umboðsmaður Vigdísar Finn-
bogadóttur við kjör hennar til
embættis forseta árið 1980.
Hann var lögmaður Húsnæðis-
nefndar Reykjavíkur, Náttúru-
lækningafélags Íslands, Heilsu-
stofnunar NLFÍ og
Landssambands lögreglumanna
um áratugaskeið.
Útför Gylfa fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, 4. mars
2019, og hefst athöfnin klukkan
15.
maí 1962. Eig-
inmaður hennar
er Ásbjörn Jóns-
son læknir. Börn
þeirra eru: Gylfi
Jón læknir og
Ragnhildur Krist-
jana lögfræð-
ingur. Sambýlis-
kona Gylfa Jóns er
Ragnheiður Frið-
riksdóttir læknir
og dóttir þeirra er
Hólmfríður Anna. Unnusti
Ragnhildar Kristjönu er Ólaf-
ur Jón Thoroddsen verkfræð-
ingur. 2) Kristján Birgir
Thorlacius hæstarétt-
arlögmaður, f. 27. febrúar
1969. Eiginkona hans er Þóra
Margrét Hjaltested lögmaður.
Dætur þeirra eru: Hrafnhildur
Tinna og Stefanía Valdís. 3)
Ragnhildur Thorlacius frétta-
maður, f. 31. desember 1978.
Sambýlismaður hennar er
Magnús Lyngdal Magnússon
sagnfræðingur.
Gylfi ólst upp í Reykjavík,
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1961 og
lagaprófi frá Háskóla Íslands
1968. Vann í múrverki og á
Fyrir stuttu ræddi ég við
Gylfa í síma. Ég var glaður að
heyra að það var kraftur í hon-
um og hann og Svala voru á leið
til Flórída í frí. Þrátt fyrir und-
angengin veikindi var hann í
góðu formi og allt á uppleið.
Þetta viðhorf var lýsandi fyrir
Gylfa. Honum fylgdi alltaf mikill
kraftur og lífsgleði. Hann þurfti
að hafa eitthvað fyrir stafni og
féll aldrei verk úr hendi, hvorki
á skrifstofunni né heima og þótti
fjölskyldunni stundum nóg um.
Það var mikil gæfa fyrir ung-
an lögmann að fá að hefja sinn
feril undir leiðsögn og hand-
leiðslu Gylfa Thorlacius. Heið-
arleiki og dugnaður einkenndu
hans störf, á sama tíma og húm-
orinn var aldrei langt undan.
Oftar en ekki komu leiðbeining-
arnar í söguformi, en Gylfi átti
sögur fyrir öll tilefni. „Það borg-
ar sig ekki að gera of mikið úr
þessu, þetta er eins og Jón þjóf-
ur, frakkanum hans var stolið og
hann gerði svo mikið mál úr því
að hann var kallaður þjófur alla
tíð síðan.“
Gylfi átti farsælan feril sem
lögmaður og var það ekki síst að
þakka hæfileikum hans í mann-
legum samskiptum, bæði við
skjólstæðinga sína og kollega.
Ef eitthvert mál kom upp þá gat
Gylfi yfirleitt tekið upp símann
og fundið farsæla lausn. Hann
átti kunningja víða, lögmenn,
embættismenn, heilbrigðis-
starfsfólk, starfsmenn trygg-
ingafélaga og ekki síst lögreglu-
menn. Allir sem kynntust Gylfa
þekktu hann að drengskap og
hreinskilni. Oft fylgdu líka
nokkrar gamansögur með mál-
flutningnum sem léttu andrúms-
loftið. Þetta fólk leitaði síðan
oftar en ekki til Gylfa ef það
sjálft vantaði lögmannsaðstoð,
sem ber merki um það traust
sem Gylfi naut.
Það var aldrei lognmolla ná-
lægt Gylfa. Áðurnefnd er fram-
kvæmdagleði hans, en ósjaldan
bauð hann samstarfsmönnum
sínum að leigja gröfu til fram-
kvæmda í garðinum hjá þeim,
eða verkstýra framkvæmdum á
heimilum þeirra. Og hann var
hrókur alls fagnaðar á kaffistof-
unni. Gylfi var þó ekki skaplaus
og menn gátu fengið yfirhaln-
ingu þegar þess þurfti.
Gylfi var töffari. Það var stíll
yfir Gylfa og hann lagði mikið
upp úr bílaflotanum. Hann hafði
tölvuverðar áhyggjur af bílaeign
fulltrúans fyrstu árin og bauðst
ósjaldan til að flytja inn Benz
fyrir mig frá Flórída eða Þýska-
landi. Þegar ég, nýbakaður
tveggja barna faðir, fékk mér
station-bíl var Gylfa nóg boðið.
„Þú verður sviptur lögmanns-
réttindunum! Lögmenn eiga
ekki station-bíl!“ Í kjölfarið
minnti hann mig á að hann hefði
sótt sitt annað barn á fæðingar-
deildina á Ford Mustang.
Skrifstofan að Laugavegi 7
verður óneitanlega tómlegri eft-
ir fráfall Gylfa en minningarnar
lifa um góðan lögmann og vin
sem við samstarfsmenn hans
minnumst með hlýju og söknuði.
Guðmundur Ómar
Hafsteinsson.
Það var í janúar 1976 sem
leiðir okkar Gylfa lágu saman
svo úr varð vinskapur sem varað
hefur síðan og aldrei borið
skugga á. Ég var að koma úr
námi að utan, vildi reyna fyrir
mér upp á eigin spýtur í lög-
mennsku og vantaði húsnæði.
Við höfðum reyndar kynnst í
störfum okkar áður.
Mér var bent á að það kynni
að vera að Gylfi hefði aðstöðu
fyrir mig á skrifstofu sinni í
Borgartúni. Gylfi tók mér vel og
úr varð að hann lét skutla upp
vegg eins og honum var einum
lagið og bjó þannig til herbergi
sem stóð mér til boða.
Í fyrstu vorum við Gylfi einir,
en síðar kom Svala er hún lét af
störfum hjá Sjónvarpinu. Við
fluttum síðar í húsnæði þeirra
við Háaleitisbraut og var sam-
starfið ávallt hið ánægjulegasta
þangað til of þröngt var orðið og
ég flutti annað.
Það var mikið gæfuspor að
njóta samvinnu við þau hjónin.
Strax frá fyrsta degi var ég
þiggjandi, en Gylfi var ótrúlega
gefandi að öllu leyti. Hjá honum
voru ekki vandamál heldur
verkefni til að leysa. Hann var
úrræðagóður og hjálplegur hve-
nær sem ég þurfti á að halda.
Það var alltaf stutt í glens og
gaman og ég held að við höfum
báðir verið sammála um það að
það tæki því varla að vera allt of
alvarlegur - til þess væri lífið of
stutt.
Hann hafði lag á því að dreifa
orku sinni eins og þegar hann
stóð að rekstri Hljóðfæraversl-
unarinnar Rínar með fjölskyldu
Svölu. Þá var hann mjög útsjón-
arsamur við allt er laut að verk-
legum framkvæmdum og tók til
hendinni svo um munaði bæði
heima fyrir og í íbúð þeirra
hjóna í Flórída.
Tryggð margra viðskiptavina
við skrifstofu Gylfa og fjöl-
skyldu segir sína sögu um hæfi-
leika Gylfa til að sinna viðskipta-
vinum af kostgæfni sem
stundum felst í meiru en lög-
fræðilegu þjarki. Mér finnst að
hann hafi alltaf verið að, hvort
sem hann var heima eða að
heiman. Auðvitað hafði hann
eitthvað slegið af síðustu árin en
var samt alltaf með hugann við
verkefnin.
Við Helga höfum átt margar
góðar stundir með þeim hjónum,
Svölu og Gylfa, og höfum notið
gestrisni þeirra hér á landi og
erlendis. Það er þakkarvert að
hafa kynnst slíkum öðlingi sem
Gylfi var.
Við Helga sendum Svölu og
fjölskyldu innilegar samúðar-
kveðjur.
Othar Örn Petersen.
Þegar vinir falla frá er það
huggun harmi gegn að eiga góð-
ar minningar og svo er nú um
góðan vin minn til 50 ára, Gylfa
Thorlacius. Hann var fulltrúi á
lögmannsstofu föður míns Páls
S. Pálssonar frá árinu 1968 til
ársins 1973 er Gylfi opnaði eigin
lögmannsstofu og ég tók við
fulltrúastöðu hans. Við fylgd-
umst síðan að í störfum af við-
eigandi alvöru, en ávallt með
glensið, gamanið og hláturinn
stutt undan.
Gylfi var duglegur og alltaf
eitthvað að iðja. Aðgerðaleysi
var honum ekki að skapi. Hann
vann meira en fullt starf í lög-
mennskunni og þess á milli var
hann að laga og bæta húsnæði,
endurnýja og mála, þvo bíla og
skrúbba gólf, alltaf að, enda
snyrtimenni. Hann gekk til allra
þessara verka af áhuga og gleði
og var lausnarmiðaður. Við
ræddum lagaflækjur, húsavið-
gerðir, bíla og græjur jöfnum
höndum. Spaugilegu hliðunum
var velt upp og alltaf var maður
léttari í lund að loknum viðræð-
um við Gylfa.
Gylfi Thorlacius
✝ Finnbogi Hösk-uldsson fædd-
ist 30. ágúst 1943 í
Reykjavík. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans 22.
febrúar 2019.
Foreldrar hans
voru hjónin Óskar
Höskuldur Finn-
bogason prestur, f.
13. september
1913, d. 24. febr-
úar 1976, og Rakel Sigríður
Veturliðadóttir húsmóðir, f. 30.
október 1918, d. 10. maí 1984.
Systkini Finnboga eru Guð-
rún Auður Óskarsdóttir, f. 24.
desember 1946, d. 1. mars
sambandi er Þórður Geir Guð-
björnsson, f. 25. desember
1990. 2) Ásdís Margret hjúkr-
unarfræðingur, f. 31. október
1974, gift Magnúsi Magnússyni
viðskiptafræðingi, f. 11. ágúst
1975. Börn þeirra eru Finnbogi
Óskar, f. 14. maí 2002, Eiríkur
Ísak, f. 18. janúar 2008, og
Auður Hilda, f. 3. september
2009.
Finnbogi ólst upp í vesturbæ
Reykjavíkur. Hann lauk prófi í
vélvirkjun í Vélsmiðjunni Héðni
1968 og prófi frá Tækniskól-
anum 1971. Hann útskrifaðist
sem véltæknifræðingur frá
Helsingør Teknikum árið 1973.
Að námi loknu hóf hann störf
hjá Verkfræðistofu Sigurðar
Thoroddsen og starfaði þar og
síðar hjá Verkís starfsævina
alla.
Útför Finnboga fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 4. mars
2019, klukkan 13.
2001, og Veturliði
Gunnar Óskarsson,
f. 25.mars 1958, og
sammæðra Krist-
jana Valdemars-
dóttir, f. 29. sept-
ember 1939.
Árið 1967
kvæntist Finnbogi
Hildigunni Þórð-
ardóttur bankarit-
ara, f. 13. maí
1945. Dætur þeirra
eru 1) Rakel Þóra sjúkraliði, f.
7. mars 1973, gift Keld Larsen
bifreiðasmið. Dætur þeirra eru
Ásdís Line, f. 25. júní 1997, og
Sophie Lis, f. 16. júní 2002.
Sonur Rakelar Þóru af fyrra
Elsku pabbi, ég á svo bágt
með að trúa því að þessi stund sé
komin. Við vissum í hvað stefndi
en þegar að þessari stundu kem-
ur þá trúir maður því ekki að
þetta sé að gerast. Núna í seinni
tíð voruð þið mamma mikið
hérna hjá okkur Magga, þú sér-
staklega, alltaf að gera eitthvað
með Magga í garðinum eða dytta
að húsinu okkar. Núna síðast
stóðum við í stórframkvæmdum
þar sem þú varst eiginlega allt í
öllu við stækkun á húsinu. Þú
teiknaðir þetta upp, gerðir fjár-
hagsáætlun, tímaáætlun og allt
þetta praktíska í kringum svona
verk en líka varst þú í erfiðis-
vinnunni, moka, flytja grjót og
sand, slá upp, steypa, smíða,
járnabinda og allt sem þarf. Þú
hættir ekki fyrr en rétt fyrir að-
gerðina í fyrra en þú misstir
ekki áhugann á verkinu og að-
stoðaðir okkur við að klára þetta
allt þegar þú varst búinn að
jafna þig.
Ég man ekki eftir pabba öðru-
vísi en alltaf að gera eitthvað, ef
það var ekki að forrita, skipu-
leggja eitthvert verk eða teikna
upp einhver kerfi í tölvunni þá
var pabbi að vinna í garðinum
eða húsinu, mála, moka og smíða
og meira að segja ryksugaði
hann oft heimilið. Hann var frá-
bær faðir, rólegur og yfirvegað-
ur og skipti varla skapi. Hjálp-
samur og bóngóður og setti oftar
en ekki þarfir annarra fram yfir
sínar. Hann hafði ákveðnar og
sterkar skoðanir á hlutunum og
fannst gott að vinna einn. Hon-
um fannst kaffipásur óþarfar og
vildi alltaf klára allt sem fyrst.
Það eru svo ótal margar
minningar sem ég á með pabba
en þeir sem þekkja mig vita að
ég er pabbastelpa. Hann gat
hjálpað mér með allt og vissi ná-
kvæmlega hvenær hann ætti að
halda að sér höndum og hvenær
hann ætti að grípa inn í. Pabbi
átti líka sínar mjúku hliðar enda
átti hann bara konur í sínu lífi
lengst af en síðar komu dreng-
irnir, barnabörnin. Pabbi tók
mig í handsnyrtingu og klippti
alltaf á mér neglurnar þegar ég
var lítil og hann litaði augnhárin
og augabrúnirnar á mömmu,
hann gat gert allt. Ég held að
það komist enginn með tærnar
þar sem pabbi hafði hælana. Ég
á eftir að sakna hans mikið og
finnst sárt að vita að hann fékk
ekki að njóta þess að verða gam-
all maður.
Takk fyrir allt, elsku pabbi.
Ásdís.
Elskulegur tengdafaðir minn,
Finnbogi Höskuldsson, kvaddi
okkur föstudaginn 22. febrúar sl.
eftir hetjulega baráttu við erfið
veikindi.
Ég kveð með miklum söknuði
einstakan mann sem tók mér frá
fyrsta degi eins og syni.
Það var mín lukka að henni
Ásdísi minni fylgdu yndislegir
tengdaforeldrar, þau Hildigunn-
ur og Finnbogi, sem hafa alltaf
reynst mér og okkur fjölskyld-
unni afskaplega vel.
Tengdapabbi var að mörgu
leyti einstakur maður. Gjafmild-
ur og hjálpsamur eru líklega þau
orð sem mér þykja lýsa honum
best. Finnbogi setti fólkið í
kringum sig alltaf í forgang og
ekkert gladdi hann meira en að
gleðja dætur sínar og barna-
börn. Hann var réttsýnn, heið-
arlegur, bráðgáfaður og ráða-
góður og alltaf hægt að leita til
hans með hvaðeina sem olli
manni hugarangri.
Við áttum margar eftirminni-
legar stundir í fjölskylduferðum
okkar í sumarhúsum í Dan-
mörku. Þar sátum við oft heilu
kvöldin við rauðvínssmökkun og
ræddum allt milli himins og jarð-
ar.
Tengdapabbi var ótrúlega
handlaginn. Nánast allt lék í
höndunum á honum hvort sem
það voru smíðar, flísa- eða pípu-
lagnir. Alltaf var hann mættur ef
ég þurfti einhverja aðstoð í
framkvæmdum eða ef eitthvað á
heimilinu bilaði.
Ég gerði reyndar oftast ekki
mikið gagn í þessum fram-
kvæmdum öllum, þvældist jafn-
vel bara fyrir, en ég hafði alltaf
gaman af að fylgjast með og
lærði eitthvað nýtt í hvert skipti.
Það er skrítið að hugsa til
þess að ég fái ekki oftar heim-
sókn frá tengdapabba með bor-
vélina og verkfærakassann eins
og hann gerði svo oft þegar ég
þurfti einhverja aðstoð með eitt-
hvað heima.
Hláturinn, brandararnir, sög-
urnar og auðvitað skipulagið.
Finnbogi var nefnilega mjög
skipulagður og vandaði vel til
verks í öllu sem hann gerði.
Finnbogi var ljúfur og góður
afi og veit ég að börnin okkar
Ásdísar eiga eftir að sakna hans
mikið, hann elskaði barnabörnin
sín og sýndi áhugamálum þeirra
alltaf mikinn áhuga.
Það var okkur Ásdísi eðlilega
áfall þegar tengdapabbi greind-
ist með illvígt krabbamein í upp-
hafi síðasta árs en hann tókst á
við veikindi sín af miklu æðru-
leysi og raunsæi, eins og honum
var tamt að gera. Hildigunnur
stóð sterk við hlið hans og veit
ég að þau sóttu styrk hvort til
annars alla tíð.
Ég veit líka að Finnbogi hefði
kosið að fá lengri tíma til að
njóta elliáranna með Hildigunni
Finnbogi
HöskuldssonOkkar ástkæri
MAGNÚS ÞORGRÍMSSON,
Eikjuvogi 28, Reykjavík,
sem lést mánudaginn 25. febrúar á
gjörgæsludeild Landspítalans, verður
jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn
8. mars klukkan 15.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Geðhjálp,
Krabbameinsfélagið eða Hjartaheill njóta þess.
Ingibjörg Grétarsdóttir
Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir
Margrét Helga Magnúsdóttir
Þorgrímur Magnússon
Unnar Uggi Huginsson
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu vegna
fráfalls ástkærs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
BENNY ALBERT JENSEN.
Sérstakar þakkir til starfsfólks í
Lögmannshlíð fyrir góða umönnun og hlýju.
Jónína Guðjónsdóttir
Albert Jensen Britta Jensen
Erik Jensen Ingibjörg Stella Bjarnadóttir
Rigmor Jensen Friðþór Harðarson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
BRAGI ÞORBERGSSON,
lést á líknardeild Landspítalans 25. febrúar
síðastliðinn. Hann verður jarðsunginn frá
Hafnarfjarðarkirkju 6. mars kl. 13.00.
Edda Júlía Þráinsdóttir
Dagný Þóra Bragadóttir Oddur Guðni Tryggvason
Sandra Dís Oddsdóttir Telma Sól Oddsdóttir