Morgunblaðið - 04.03.2019, Page 22

Morgunblaðið - 04.03.2019, Page 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MARS 2019 Góð heyrn glæðir samskipti ReSound LiNX Quattro eru framúrskarandi heyrnartæki Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Erum flutt í Hlíðasmára 19 Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna. Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru sérlega sparneytin. Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum. Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður. Margrét Stefánsdóttir, flautuleikari og -kennari við Tónlistar-skólann í Kópavogi, á 50 ára afmæli í dag. Hún hóf fyrstkennslu þar þegar hún kom heim frá Bandaríkjunum úr doktorsnámi árið 1999. Fyrst eftir heimkomuna var hún virk í tón- leikahaldi en hefur einbeitt sér meira að kennslunni síðustu misserin. „Ég kenni alveg frá byrjendum og upp í framhaldsnám. Fyrir nokkrum árum heillaðist ég af Suzuki-aðferðinni sem er alhliða upp- eldis- og tónlistarstefna og frábrugðin hefðbundinni kennslu. Suzuki- aðferðin er oft nefnd móðurmálsaðferðin en hún byggist á þeirri grunnhugmynd að öll börn geti lært tónlist, rétt eins og þau geta öll lært móðurmál sitt. Á undanförnum árum hef verið að afla mér kennsluréttinda í Su- zuki-aðferðinni,“ segir Margrét. „Ég mun klára fjórða stig af fimm í vor. Þar sem ég er eini þverflautuleikarinn í Suzuki hérlendis hef ég þurft að sækja öll réttindanámskeiðin í Hollandi. Suzuki var fiðluleikari svo aðferðin byrjaði fyrst með því hljóðfæri en þverflautan er kjörið hljóðfæri fyrir ung börn og hentar vel fyrir Suzuki-aðferðina.“ Áhugamál Margrétar eru tónlistin, fjölskyldan og uppeldis- og menntamál. „Ég hlusta á alla tónlist,“ segir Margrét aðspurð. „Í gegn- um dæturnar hef ég kynnst öllu sem er efst á baugi núna og það er mikið hlustað á tónlist á heimilinu.“ Eiginmaður Margrétar er Einar Örn Gunnarsson, viðskiptafræð- ingur og lögfræðingur, einn af stofnendum Laxa fiskeldis, og dætur þeirra eru Arna Björk, f. 2001, Arndís Ósk, f. 2003, og Hugrún Helga, f. 2006. „Við ætlum að halda upp á afmælið með því að fara öll til Ítalíu í júní. Við verðum með vinafólki við Garda-vatnið en ég hef aldrei verið á þeim slóðum á Ítalíu.“ Ljósmynd/Stefán Bjarnason Heldur upp á afmæl- ið á Ítalíu í sumar Margrét Stefánsdóttir er fimmtug í dag Flautuleikarinn Margrét nýtur þess að vinna við áhugamál sitt. B jarni Marinósson fæddist 4. mars 1949 á Skáney í Reykholtsdal og ólst þar upp. „Móðurafi og amma kaupa Skáney 1909 og búa þau þar til 1944 er for- eldrar mínir taka við búskapnum. Ár- ið 1976 tek ég við hálfu búinu á móti þeim og 1980 hætta þau búskap og flytja í Borgarnes. Frá þeim tíma hef ég búið með sambýliskonu minni sem flutti þá hingað.“ Eftir hefðbundna skólagöngu fór Bjarni veturinn 1964-1965 í íþrótta- skólann í Haukadal hjá Sigurði Greipssyni. „Ég fór ungur að temja hross, bæði hér heima og að heiman, og er ég enn að temja. Tamningarnar hafa verið mitt tómstundagaman alla tíð og er Skáney eitt elsta hrossaræktarbú Ís- lands sem starfrækt er í dag. Ég hef þó ávallt verið heima við búskapinn Bjarni Marinósson, bóndi og tamningamaður á Skáney – 70 ára Skáney Móðurforeldrar Bjarna keyptu jörðina árið 1909, en Bjarni tók alveg við búinu árið 1980. Rekur eitt elsta hrossa- ræktarbú landsins Verðlaunahafar Bjarni, Birna, Haukur og Vilborg með verðlaunagripi sem búið fékk á fjórðungsmóti Vesturlands 1988. En þá átti fjölskyldan einn þriðja af kynbótahrossunum sem komu fram á mótinu. Reykjavík Hanna Kristín Gunnlaugs- dóttir fæddist 28. janúar 2018 kl. 1.46. Hún vó 3.825 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Ás- gerður Sigurðar- dóttir og Gunn- laugur Lárusson. Nýr borgari Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.