Morgunblaðið - 04.03.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.03.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MARS 2019 Veður víða um heim 3.3., kl. 18.00 Reykjavík 4 alskýjað Hólar í Dýrafirði 2 snjókoma Akureyri 1 snjókoma Egilsstaðir 1 snjókoma Vatnsskarðshólar 6 alskýjað Nuuk -5 snjókoma Þórshöfn 7 rigning Ósló 4 rigning Kaupmannahöfn 7 skýjað Stokkhólmur 0 rigning Helsinki -3 heiðskírt Lúxemborg 10 skýjað Brussel 12 alskýjað Dublin 1 rigning Glasgow 7 skýjað London 10 rigning París 13 rigning Amsterdam 11 rigning Hamborg 9 rigning Berlín 9 rigning Vín 13 heiðskírt Moskva -2 heiðskírt Algarve 18 heiðskírt Madríd 19 heiðskírt Barcelona 18 heiðskírt Mallorca 17 léttskýjað Róm 15 heiðskírt Aþena 11 léttskýjað Winnipeg -24 skýjað Montreal -2 skýjað New York 4 rigning Chicago -7 alskýjað Orlando 27 heiðskírt  4. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:26 18:54 ÍSAFJÖRÐUR 8:35 18:55 SIGLUFJÖRÐUR 8:18 18:38 DJÚPIVOGUR 7:56 18:23 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á þriðjudag Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og él á stöku stað. Frost 1 til 8 stig og kaldast í innsveitum, en frostlaust syðst. Á miðvikudag Hiti breytist lítið. Norðaustan 8-15 m/s eftir hádegi og dálítil él, en léttir til sunnan- og vestanlands. Hiti nálægt frostmarki og mildast syðst. Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is 40 ár á Íslandi Snjóblásarar í öllum stærðum og gerðum Hágæða snjóblásarar frá Stiga ST5266 PB Ef marka má sölu á búningum í Hókus Pókus og Partýbúðinni þá munu ungir Hatarar ganga um stræti borgarinnar á öskudaginn, næstkomandi miðvikudag. Í báðum búðum gekk búninga- salan mjög vel þegar blaðamaður hafði samband. Eigandi Hókus Pó- kus, Einar Arnarsson, segir ösku- daginn ekki falla í skuggann af hrekkjavöku, eða halloween, sem farið hefur stækkandi hérlendis síðustu ár. „Halloween er náttúrlega að stækka en öskudagurinn stendur alltaf fyrir sínu.“ Í Partýbúðinni hafa einhyrn- ingabúningar selst vel eins og í fyrra en búningar sem tengjast tölvuleikjum hafa náð nýju flugi bæði þar og í Hókus Pókus. „Það er rosalegur fjölbreytileiki í þessu en svona tölvuleikjafígúrur eru voða vinsælar, Fortnite og annað í þeim dúr. Uppblásnir búningar hafa líka verið vinsælir í ár,“ segir Einar. Hvað búninga í ætt við þá sem Hatari klæðist varðar segir Einar að mikil aukning hafi verið í hryll- ingslinsum eins og þau í Hatara hafa gjarnan borið á sviði. Í Partý- búðinni hafa gaddahálsmen og tattú selst áberandi vel á síðustu dögum. „Það verða alveg örugglega ein- hverjir klæddir eins og þau í Hat- ara á öskudaginn,“ segir Einar. ragnhildur@mbl.is Klæða sig upp sem Hatara á öskudag Morgunblaðið/Hari Búningar Hatarabúningar og tölvuleikjagallar eru vinsælir þetta árið. Jón Birgir Eiríksson Ragnhildur Þrastardóttir Lag hljómsveitarinnar Hatara, „Hatrið mun sigra“, stóð svo sannarlega undir nafni þegar það sigraði Söngvakeppnina sl. laug- ardagskvöld. Atriði Hatara var umdeilt frá upphafi og því eru við- brögðin við sigrinum vitanlega misjöfn. Erlendis skiptist fólk á að út- hrópa lagið sem rusl og dásama það sem tæra snilld. Þegar til- kynnt var um úrslitin á vefsíðu Eurovision var fólk fljótt til að segja atriðið slæmt val og því má ætla að þau sem eru hvað dýpst sokkin í Eurovision á heimsvísu hafi litla trú á framlagi Íslands í þetta skiptið. Í athugasemdum við Youtube- myndband lagsins er þó allt aðra sögu að segja en þar er lagið al- mennt dásamað. Sterkara en að standa hjá Ýmsir hafa barist gegn því að Ísland taki þátt í Eurovision vegna mannréttindabrota ísr- aelskra stjórnvalda. Ísraeli sem skrifar athugasemd við myndband lagsins á Youtube segir að kannski sé ekki rétta leið- in til að gagnrýna ísraelsk stjórn- völd að hundsa keppnina heldur að taka þátt og láta í sér heyra. „Stjórnvöld geta ekki þaggað niður í keppendum Eurovision,“ segir hann í athugasemdinni. Hatari hefur frá upphafi verið mjög sigurviss hljómsveit og jafn- vel sagt það berum orðum að hljómsveitin muni sigra í Eurovisi- on. Veðbankar eru ekki alveg sammála Hatara hvað þetta varð- ar en Íslandi er þó spáð góðu gengi í keppninni. Gæti opnað listrænt hjarta Flosi Jón Ófeigsson, formaður Félags áhugamanna um Söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva, tekur undir með veðbönkunum og er bjartsýnn á gengi Íslands í lokakeppni Eurovision sem fer fram í Ísrael í maí nk. „Ég held að Hatari falli í kram- ið hjá Evrópu, en spurningin er hvað dómnefndin gerir. Þetta gæti opnað eitthvert listrænt hjarta hjá fólki,“ segir Flosi. Hatari gæti opnað „listrænt hjarta“  Hljómsveitin bæði elskuð og hötuð  Miklar líkur á góðu gengi Íslands Handaband Klemens virðist hér upp með sér að hitta forsetafrú Íslands, Elizu Reid, sem var viðstödd keppnina. Ákveðnir Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson söngvarar. Morgunblaðið/Eggert Dansari Andrean Sigurgeirsson, sem stendur hér við hlið Matthíasar, vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína í keppninni og klæðnaðinn sömuleiðis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.