Morgunblaðið - 04.03.2019, Page 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MARS 2019
✝ Þuríður Jóns-dóttir, Didda,
fæddist í Skörðum í
Reykjahverfi 21.
febrúar 1935. Hún
lést á hjúkr-
unarheimili í Palm
Springs í Kali-
forníu 20. janúar
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Þór-
arinsson frá Val-
þjófsstað í Fljótsdal, síðar bóndi
í Skörðum, f. 12. nóvember
1895, d. 29. október 1984, og
Sólveig Jónsdóttir húsmóðir frá
Skörðum, f. 30.
september 1899, d.
25. desember 1982.
Systkini Diddu
voru Þórarinn, f. 6.
ágúst 1926, d. 22.
október 2017, Stef-
án, f. 6. maí 1929, d.
30. apríl 1985, og
Ragnheiður, f. 18.
desember 1932, d.
10. apríl 2014.
Eftirlifandi eig-
inmaður Diddu er Bob Hill
kennari.
Hún var jarðsett í Riverside í
Kaliforníu.
Það var ávallt mikil tilhlökkun
þegar von var á Diddu frænku frá
Kaliforníu til landsins. Var þá oft
mikið líf og fjör heima þar sem
hún gjarnan gisti. Dvaldi hún svo
hluta af tímanum í Skörðum og
stundum var ég þar þá líka. Ef
ekki þá fannst mér það alveg aga-
legt.
Eitt skiptið rigndi fímmtíu-
köllum nánast allan tímann þegar
hún fann heppnina í Gullnám-
unni. Auðvitað var þeim dreift
bróðurlega á milli „lukkudýr-
anna“ og eitthvað gott keypt fyr-
ir. Ekki vantaði gjafmildina og
hugulsemina hjá henni Diddu
frænku og var oft alls kyns varn-
ingur í ferðatöskunni til gjafa.
Farið var í fjölskylduferðir til
Palm Springs þar sem hún bjó í
flottu stóru húsi með sundlaug og
garði til að baða sig í í eyðimerk-
ursólinni. Kvöldin voru svo upp-
full af avakadó og öðrum fram-
andi mat, kool-aid og hvítvíni.
Man ég sérstaklega eftir móttök-
unum á flugvellinum í Los Angel-
es þar sem beið okkar limmósína.
Didda fann sig vel í Kaliforníu
og átti farsælan feril, m.a. hjá
virtri endurskoðunarstofu og var
hún aðstoðarkona eins fremsta
innanhússarkitekts Bandaríkj-
anna. Einnig rak hún sína eigin
tískuvöruverslun um tíma. Fyrir
um áratug flutti ég svo til San
Diego vegna míns eigin ferils.
Ekki mátti mann vanta neitt í
innbúið, hún var búin að taka til
hina ýmsu hluti, notaða og nýja.
Heimsótti ég Diddu sumar helg-
ar og helgidaga og áttum við
mörg áhugaverð samtöl. Hafði
hún mikinn áhuga á að heyra
fréttir og sjá myndir af fólkinu
sínu. Gjarnan urðu samræðurnar
svo áhugaverðari eftir því sem
leið á kvöldið eftir nokkra „gráa“.
Didda var alltaf tilbúin að gera
allt sem hún gat fyrir þá sem
henni þótti vænt um. Þegar ég
ferðaðist til Bandaríkjanna til að
skoða háskóla tveimur árum áður
en ég flutti var hún t.d. búin að
kaupa hin ýmsu kort og merkja
inn allar þær mögulegu upplýs-
ingar sem mig gat vantað fyrir
ferðina niður til San Diego. Ferð-
aðist hún svo um gjörvalla San
Francisco (þar sem hún bjó í 30
ár og eyddi flestum sumrum)
með mig í leit að hinum ýmsu
skólabyggingum. Í annarri heim-
sókn til San Francisco nokkrum
árum síðar fórum við í ævintýra-
lega lestarferð niður í miðborg-
ina. Þar gekk hún um í takt við
mig þrátt fyrir að glíma við jafn-
vægisleysi og gat varla gert
greinarmun á hvenær gangstétt-
in endaði og kanturinn byrjaði.
Didda var nefnilega alltaf létt
á fæti og spilaði mikið tennis. En
þegar það hætti fyrir u.þ.b. fimm
árum dvaldi hún um langan tíma
á endurhæfingarmiðstöð rétt hjá
heimili sínu. Hún dýrkaði að vera
úti og man ég eftir nokkrum
löngum gönguferðum í hjóla-
stólnum þar sem við vorum
stundum komin ansi nálægt
þolmörkum í eyðimerkurhitan-
um. Eftir að hún gat farið að
ferðast í bíl aftur var auðvitað
farið í spilavítið og á aðra staði
sem Didda hafði ánægju af. Eftir
frekari hrörnun varð tónlist að
mikilli ástríðu eins og áður og
man ég sérstaklega eftir óvænt-
um flutningi á Dagnýju eftir Sig-
fús Halldórsson með miklum til-
finningum sem var svo spilað á
endurtekningu ...
Nú kveðjum við þennan lífs-
fjöruga vin og ættingja.
Árni Þór Ragnarsson.
Ég las í tímariti fyrir stuttu
grein eftir þekktan vísindamann
sem sagði að allt í heiminum hefði
sinn líftíma. Meira að segja sólin
og stjörnurnar, fyrirbæri sem við
treystum á að haldi í okkur lífinu
hér á jörð. Þurfum samt ekki að
hafa neinar áhyggjur, það verður
eftir um fimm milljarða ára. En
sumt á sér stað fljótar en það og
nú er síðasta stjarnan af Skarða-
systkinunum fallin frá. Hún
Didda, móðursystir mín, hefur
kvatt þessa jarðvist. Hún andað-
ist á hjúkrunarheimili í Palm
Springs í Kaliforníu hinn 20. jan-
úar eftir erfið veikindi síðustu ár.
Órjúfanlegur kærleikur var
ætíð á milli okkar. Það var ein-
hver taug sem slitnaði aldrei
þrátt fyrir langa vegalengd og
viðskilnað okkar á milli. Diddu
varð ekki barna auðið og leit hún
því á mig sem hálfgerðan son
sinn að einhverju leyti og hafði
það á orði við mig.
Ung að árum áttaði Didda sig
á því að til væri annað líf en land-
búnaðarstritið í Skörðum. Stóri
draumurinn var að fara til Norð-
ur-Ameríku. Lagði hún upp í það
ferðalag ein síns liðs og kom að
endingu til draumaborgarinnar
San Francisco. Þetta þótti það
mikið afrek hjá svo ungri stúlku á
þeim tíma að Tímanum, einu
mest lesna blaði landsins á þeim
árum, þótti ástæða til að fjalla um
það sérstaklega í fyrirferðarmik-
illi grein. Didda var ekki í neinum
vandræðum með að aðlagast
bandarísku samfélagi og fékk
vinnu og stofnaði heimili fljót-
lega. Þá var ekki Facebook,
Skype eða aðrir samskiptamiðlar
– aðeins penni og blað. Það var
því oft löng bið í Skörðum eftir
fréttum og bréfum frá henni
fyrstu árin en sá tími styttist þeg-
ar tímar liðu.
Didda hafði mikla þörf fyrir að
fylgjast með fjölskyldunni hér á
landi og kom helst einu sinni á ári
„heim“ eins og hún kallaði það.
Henni var kærast að fara norður í
Skörð á æskuslóðirnar. Tók hún
alltaf daginn snemma því hún
hafði sérstaka unun af að dytta að
og fegra húsið í Skörðum, jafnvel
meðan aðrir sváfu. Hún var sér-
staklega næm á allt sem fallegt
var; bæði á það sem fyrir augu
bar og eyru. Didda bjó talsverðan
tíma í San Francisco en fluttist
svo til Palm Springs, sunnar í
Kaliforníu.
Í haust fórum við hjónin og
litla dóttir okkar í sérstaka ferð
til Palm Springs til að heimsækja
Diddu. Það voru virkilega þung
spor þegar ég labbaði út úr
sjúkrastofunni eftir að hafa kvatt
hana. Ég var þess fullviss að
þetta væri okkar síðasti fundur,
kveðjustundin var runnin upp.
Vegalengdin á milli okkar var svo
mikil og hún svo alvarlega veik.
Við gengum út úr stofunni fram á
gang. Þar beið okkar prestur
með biblíu í hendi. Hann vildi sjá
og blessa þessa fjölskyldumeð-
limi Diddu sem hefðu lagt á sig
7.000 mílna ferðalag til þess eins
að heimsækja hana. Skýringin
var einföld: Didda átti skilið að
vera heimsótt af okkur. Ræktar-
semi hennar og vinátta í minn
garð og minnar fjölskyldu hefur
verið einstök. Kveð ég nú frænku
mína og síðustu stjörnuna af
Skarðasystkinunum. Blessuð sé
minning Diddu minnar og ég segi
það sem við sögðum ætíð þegar
við kvöddumst: „Verðum í band-
inu langa.“ Votta Bob mína
dýpstu samúð.
Ragnar Þór Árnason.
Þuríður Jónsdóttir
✝ Séra SigurðurHelgi Guð-
mundsson fæddist á
Hofi í Vesturdal í
Skagafirði 27. apríl
1941. Hann lést á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 20. febrúar
2019.
Foreldrar hans
voru hjónin Guð-
mundur Jónsson,
bóndi og síðar póst-
ur á Sauðárkróki, f. 1891, d.
1961, og Ingibjörg Jónsdóttir, f.
1901, d. 1956. Systkini Sigurðar
eru; Guðrún Margrét, f. 1920, d.
1963, Jóhann Pétur, f. 1924,
Anna Sigurbjörg, f. 1926, d.
1975, Þorgerður, f. 1927, d. 2008,
Jón, f. 1931, d. 2016, Oddur, f.
1932, d. 1932, Oddrún Sigurlaug,
f. 1936, d. 2001.
Eiginkona Sigurðar er Bryn-
hildur Ósk Sigurðardóttir, f.
1943, hjúkrunarkona og djákni.
Börn þeirra eru: 1) Sigurður
Þór, f. 1968. Eiginkona hans er
Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir, f.
1978. Sonur þeirra er Eyvindur
Atli, f. 2012. Fyrri eiginkona Sig-
urðar er G. Auður Harðardóttir,
f. 1957. Börn þeirra eru: a) Sig-
urður Helgi, f. 1995, b) Andrea
skóla 1976. Sigurður var sókn-
arprestur í Reykhólaprestakalli
á árunum 1970-1972 og Eski-
fjarðarprestakalli á árunum
1972 til 1977. Jafnframt var Sig-
urður skólastjóri Barna- og
gagnfræðaskólans á Eskifirði
1972-1973 og skólastjóri Tónlist-
arskóla Eskifjarðar og Reyð-
arfjarðar á árunum 1975-1977.
Sigurður var skipaður sókn-
arprestur í Víðistaðaprestakalli í
Hafnarfirði 1977 og starfaði þar
uns hann fékk lausn frá embætti
árið 2001. Sigurður var forstjóri
á umönnunar- og hjúkr-
unarheimilinu Skjóli í Reykjavík
frá 1987 til 2011 og á Hjúkr-
unarheimilinu Eir í Reykjavík
frá 1993 til 2011.
Sigurður gegndi ýmsum trún-
aðarstörfum, var m.a. formaður
Prestafélags Austurlands 1972-
1974, formaður Eskifjarð-
ardeildar Rauða kross Íslands
1975-1977, í stjórn Rauða kross
Íslands 1977-1982, fulltrúi Ís-
lands í stjórn Ellimálasambands
Norðurlanda 1977-1993, forseti
samtakanna 1991-1993, formað-
ur Öldrunarráðs Íslands 1981-
1991, í stjórn Framkvæmdasjóðs
aldraðra 1983-1989.
Sigurður var sæmdur heiðurs-
merki hinnar íslensku fálkaorðu
árið 1988 og stórriddarakrossi
1997 fyrir störf að félags og öldr-
unarmálum.
Útför hans verður gerð frá
Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í
dag, 4. mars 2019, klukkan 13.
Ósk, f. 1997. Börn
Ragnheiðar og fyrri
sambýlismanns eru:
c) Lilja Björk Ólafs-
dóttir, f. 1999, d)
Sigurður Gunnar
Ólafsson, f. 2003.
Dóttir Auðar af
fyrra hjónabandi er
Rakel Björg Ragn-
arsdóttir, f. 1982. 2)
Margrét, f. 1970.
Eiginmaður hennar
er Örn Hauksson, f. 1969. Synir
þeirra eru Haukur Jón og Helgi
Þór, f. 2010. 3) Vilborg Ólöf, f.
1975. Eiginmaður hennar er Jó-
hannes Rúnar Jóhannsson, f.
1964. Börn þeirra eru: a) Brynjar
Þór, f. 2008, b) Jóhanna Guðrún,
f. 2011. Börn Jóhannesar af
fyrra hjónabandi eru: c) Helena
Rakel, f. 1995, og d) Dagur Fann-
ar, f. 1997.
Sigurður ólst upp á Stapa í
Lýtingsstaðahreppi Skagafirði
og Sauðárkróki. Sigurður lauk
prófi frá Samvinnuskólanum á
Bifröst 1959 og varð stúdent frá
MA 1965. Sigurður lauk cand.
theol.-prófi frá Háskóla Íslands
árið 1970 og framhaldsnámi í
kennimannlegri guðfræði og sál-
gæslu við Kaupmannahafnarhá-
Ég kynntist Sigurði tengda-
pabba fyrir 20 árum þegar við
Magga fórum að vera saman. Mér
var strax ljóst að hér væri á ferð
einstakur maður sem virðing væri
borin fyrir og sem vakti athygli
hvar sem hann kom. Mér var einn-
ig fljótt ljóst að Sigurður var mik-
ið ljúfmenni og mikill öðlingur.
Það fyrsta sem kemur í hugann
við skrif á þessari minningargrein
eru góðar og hlýjar stundir með
góðum manni sem mér þótti ein-
staklega vænt um.
Sigurður var mikill fjölskyldu-
maður og mikill framkvæmda-
maður. Hann var sífellt að og allt-
af byrjaður að skipuleggja næsta
verkefni áður en því sem var í
gangi var lokið. Til vitnis um það,
þá byggði hann sjálfur ásamt fjöl-
skyldu heimili fjölskyldunnar að
Suðurvangi 13 á sama tíma og Sig-
urður stýrði framkvæmdum við
Víðistaðakirkju sem vígð var árið
1988. Samhliða þessu vann Sig-
urður að byggingu Umönnunar-
og hjúkrunarheimilisins Skjóls
sem vígt var sama ár og Víðistaða-
kirkja, og nokkrum árum síðar að
uppbyggingu Hjúkrunarheimilis-
ins Eirar, og eins og þetta væru
ekki nægjanleg verkefni þá var
byrjað á sumarbústað fjölskyld-
unnar í Grímsnesi á svipuðum
tíma og framkvæmdir stóðu sem
hæst á níunda áratugnum. Bú-
staðurinn hefur verið fjölskyld-
unni mikill sælureitur og ófáar
gleðistundirnar hefur maður átt í
honum með tengdaforeldrunum
þar sem kyrrð sveitarinnar og
hlýja veitti manni ró og endur-
næringu. Alltaf var mikill spenn-
ingur í lofti hjá okkur Möggu, og
síðar afastrákunum Hauki Jóni og
Helga Þór áður en lagt var af stað
í bústaðinn til móts við þau hjónin
og þegar ljóst var að stutt væri í
góða steik matreidda að hætti afa
Helga. Þessara stunda verður
sárt saknað.
Í mínum huga var Sigurður
fyrst og fremst mikill fjölskyldu-
maður. Sjálfur missti hann for-
eldra sína ungur og bjó við kröpp
kjör á uppvaxtarárum sínum.
Uppvaxtartíminn mótaði Sigurð,
en fjölskyldan var alltaf í fyrsta
sæti hjá honum og skipti hann það
miklu máli að geta veitt henni það
sem hann hafði sjálfur farið á mis
við þegar hann var ungur. Alltaf
setti Sigurður þó sjálfan sig í síð-
asta sæti og veitti sjálfum sér
aldrei neitt fyrr en ljóst var að all-
ir aðrir væru búnir að fá það sem
þeir hefðu þörf fyrir. Barnabörnin
voru augasteinar Sigurðar og
samverustundir með þeim voru
honum mjög dýrmætar. Eftir-
minnileg er síðasta utanlandsferð
okkar Möggu og strákanna með
Sigurði og Brynhildi, en hún var
farin árið 2016 til Sigurðar Þórs
og Ragnheiðar í Vestur-Virginíu.
Sigurður var óskaplega ánægður
með að fá að dvelja hjá Sigurði og
fjölskyldu í Ameríku. Ég vildi
óska þess að Haukur Jón og Helgi
Þór gætu notið fleiri svona ferða-
laga og samverustunda og þar
með eytt meiri tíma með afa
Helga, en minningarnar verma.
Síðasta ár var búið að vera Sig-
urði erfitt og ljóst í hvað stefndi
síðustu dagana fyrir andlát hans.
Ég er viss um að hann er frelsinu
feginn og nú vakir hann yfir okkur
og tryggir að engan skorti neitt.
Skilnaðurinn er erfiður og sökn-
uðurinn sár. Minningin um ynd-
islegan og góðan mann mun þó
áfram lifa í hjörtum okkar. Guð
blessi hann og minningu hans.
Örn.
Sigurð Helga tengdaföður
minn hitti ég fyrst í fermingar-
fræðslu, en ég var hluti af fyrsta
fermingarhópi hans í Hafnarfirði.
Ekki gat mig órað fyrir því á
þeirri stundu að leiðir okkar ættu
aftur eftir að liggja saman síðar,
með þeim hætti sem þær gerðu.
Það má segja að ég hafi fyrst
kynnst prestinum en svo mannin-
um. Sigurður naut virðingar sókn-
arbarna sinna, sem þótti hann
góður prestur, töluðu vel um hann
og hugsuðu hlýlega til hans. Hans
var sárt saknað eftir að hann lét af
störfum. Er ég kynntist mann-
eskjunni á bak við prestinn áttaði
ég mig á því hvers vegna svo
mörgum var hlýtt til tengdaföður
míns.
Sigurður var frumkvöðull á
sviði öldrunarmála og hæfileika-
ríkur hugsjónarmaður, sem lagði
persónulega hagsmuni sína að
veði til að hrinda draumum sínum
um betri heim í framkvæmd. Naut
hann virðingar sem slíkur, bæði
hér heima og erlendis. Hann hafði
frumkvæði að byggingu og stofn-
un hjúkrunarheimilisins Skjóls,
safnaði stuðningi til að byggingin
gæti risið og veðsetti fjölskyldu-
heimilið til að fjármagna fram-
kvæmdina. Síðar hafði hann frum-
kvæði að byggingu og stofnun
hjúkrunarheimilisins Eirar. Hann
stýrði báðum þessum heimilum af
mikilli röggsemi um árabil.
Tengdafaðir minn var mikill
maður í öllum skilningi þess orðs.
Hann var stór og sterkbyggður og
mikill persónuleiki. Hann var ör-
látur með eindæmum, hjálpsamur
og hlýr, og hugsaði ævinlega mest
um aðra og minnst um sjálfan sig.
Það var gott að ræða við hann og
hann virti ævinlega trúnað þeirra
sem til hans leituðu. Marga hef ég
hitt sem kynntust gjafmildi hans
og hjálpsemi og voru honum
þakklátir fyrir. Sigurður var húm-
oristi og gott skáld og eftir hann
liggja fallegir ljóðatextar og
skemmtilegar sögur. Hann var
laghentur smiður og garðyrkju-
og blómaskreytingamaður, sem
naut sín best í faðmi fjölskyldunn-
ar, heima við eða í sumarbústaðn-
um, en hvort tveggja byggði hann
sjálfur.
Tengdafaðir minn var veiði-
maður af Guðs náð og ötull við að
miðla þekkingu sinni til annarra,
þar á meðal þess er þetta ritar.
Hann átti sínar uppáhaldsveiðiár,
en enga þó eins og Miðá í Dölum,
þar sem flestir fjölskyldumeðlimir
veiddu sína fyrstu fiska undir
hans leiðsögn. Hann naut sín við
árbakkann og hafði lag á að finna
fiska þar sem aðrir sáu engan fisk.
Tengdafaðir minn leitar nú fiskjar
á nýjum slóðum. Ég kveð hann
með virðingu og söknuði, fullur
auðmýktar og þakklætis fyrir
samfylgdina, vináttuna og fyrir
allt annað sem hann gerði fyrir
mig.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Blessuð sé minning Sigurðar
Helga Guðmundssonar.
Jóhannes Rúnar Jóhannsson.
Það er erfitt að hugsa til þess
að afi sé dáinn, við söknum hans
mikið. Hann var alltaf til staðar
fyrir okkur, við gátum alltaf leitað
til hans hvort sem við þurftum
hjálp með að leysa stærðfræði-
verkefni eða eitthvað annað.
Margar góðar minningar koma
upp í hugann þegar við minnumst
hans. Ferðirnar til Madeira þar
sem við tefldum á risaskákborði,
hann hjálpaði okkur að leysa
stærðfræðiverkefni á svölunum í
sólinni og keypti fyrir okkur sjó-
ræningjasverð sem við vorum
mjög montin af og vorum alltaf að
sýna vinum okkar. Ferðirnar í
sumarbústaðinn yfir sumartím-
ann og páskana þar sem hann
grillaði með stóru kokkahúfuna
sína á höfði og kenndi okkur að
tálga spýtur. Einnig spilaði hann
mikið við okkur. Allar æðislega
skemmtilegu laxveiðiferðirnar
sem við fórum í og afi var ekki í
rónni fyrr en við fengum maríu-
laxinn okkar sem við fengum bæði
í Elliðaánum.
Við kveðjum þig með miklum
söknuði, elsku besti afi okkar, hvíl
þú í friði.
Ástarkveðjur, þín
Sigurður Helgi og
Andrea Ósk.
Kærasti Bibbu frænku kom inn
í fjölskylduna með stæl. Hávaxinn
og myndarlegur stökk hann upp
stigaganginn að litlu risíbúðinni
okkar á Grettisgötunni, án þess
að blása úr nös. Dökkhærður, í
jakkafötum og með gleraugu,
minnti hinn ungi aðkomumaður
helst á ónefnda rokkstjörnu frá
Texas. Hann bar með sér áru góð-
mennsku og myndugleika sem
færði okkur í fjölskyldunni nýtt
og spennandi viðmið um mann-
gildi.
Við urðum strax miklir mátar,
nafnarnir, og spjölluðum um
heima og geima þegar þau Bibba
komu í heimsókn til okkar. Við
bárum sama nafn en til aðgrein-
ingar var hann kallaður Sigurður
stóri og bar ég ómælda virðingu
fyrir þessum efnilega manni sem
gaf sér tíma til að svara spurn-
ingum ungs drengs um aðskiljan-
legustu hluti. Þegar hann kvaddi
gaukaði hann stundum að manni
einhverju smálegu, svo sem pakka
af bláum Ópal.
Það hefur verið ánægjulegt að
fylgjast með dugnaði og velgengni
Sigurðar í lífinu. Að loknu námi í
guðfræði tók hann við sem sókn-
arprestur í Reykhólaprestakalli.
Ógleymanleg er heimsókn þangað
á unglingsárunum og ævintýraleg
ferð okkar feðganna á lítill trillu út
í Flatey með séra Sigurði og bisk-
upi Íslands sem þar vísiteraði. Það
var sjóveikum unglingi mikil stoð
að vera í áhöfn með slíkum af-
bragðsmönnum.
Síðar tók við hjá séra Sigurði
uppbygging nýrrar sóknar í Hafn-
arfirði, nánast frá grunni, og
bygging Víðistaðakirkju, þar sem
smekkvísi og listrænn metnaður
var í fyrirrúmi. Einnig starfaði
hann af ósérhlífni og hugsjón í
þágu aldraðra og vann mikið
brautryðjendastarf á því sviði.
Séra Sigurður var einn þeirra
manna sem ósjálfrátt setja mark
sitt á líf þeirra sem þeim kynn-
ast. Það var alltaf fróðlegt og
upplífgandi að ræða við hann um
heimsins gagn og nauðsynjar.
Nú hefur húmað að kveldi hjá
honum en bjart verður ætíð yfir
minningunni um genginn sóma-
mann.
Elskulegri föðursystur minni,
Brynhildi, börnum þeirra hjóna
og öðrum ástvinum sendi ég
dýpstu samúðarkveðjur.
Sigurður Ólafsson.
Sigurður Helgi
Guðmundsson
Fleiri minningargreinar
um Sigurð Helga Gumunds-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.