Morgunblaðið - 04.03.2019, Blaðsíða 12
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég er alinn upp frammi ísveit í Skagafirði, enþegar ég var lítill dreng-ur ráku föðursystir mín
og hennar maður bókabúðina á
Króknum. Dönsku blöðin komu
reglulega í þá búð og þar sem
pabbi vann á Króknum en kom
heim í sveitina um helgar, þá færði
hann okkur krökkunum Andr-
ésblöð, en mömmu færði hann
kvennablaðið Feminu,“ segir Eirík-
ur Rögnvaldsson sem er fyrir vikið
mikill aðdáandi Andrésar andar á
dönsku.
„Þessir sæludagar með dönsk-
um Andrésblöðum hófu göngu sína
í kringum 1960 þegar ég var fimm
ára og systur mínar tvær þriggja
og tveggja ára. Við vorum ung og
ólæs svo mamma las blöðin fyrir
okkur og þýddi jafnóðum. Þegar
yngsta systir mín fæddist í árs-
byrjun 1964 var ég á níunda árinu,
og þá mátti mamma ekki vera að
þessu lengur. Svo við urðum að
bjarga okkur systkinin. Það var
ekkert sérlega flókið því krakkar á
þessum aldri muna allt sem fyrir
þau er lesið og þau lesa það sama
aftur og aftur. Við fórum því að
lesa sjálf sömu sögur Andrésblað-
anna og mamma hafði lesið fyrir
okkur áður og við mundum að
mestu þær sögur. En þegar okkur
bárust ný blöð með sögum sem við
aldrei höfðum heyrt eða séð þá
börðumst við í gegnum dönskuna
með þeirri kunnáttu sem hafði síast
inn. En við vorum alltaf að kalla:
„Mamma hvað þýðir þetta orð?“ Og
við giskuðum líka á samhengið út
frá myndunum.“
Ferköntuðu eggin frá Perú
Dönsku Andrésblöðin voru
einu myndasögurnar sem bárust á
æskuheimili Eiríks svo hann var
fljótur að ná tökum á dönskunni,
segist hafa verið orðinn vel læs á
dönsku átta ára.
Og ekki þurftu systkinin að
slást um blöðin þegar þau bárust í
hús því ævinlega komu þrjú blöð í
einu þar sem öll dönsk blöð komu á
þriggja vikna fresti í bókabúðina
hjá frænku á Króknum.
Þegar Eiríkur er spurður að
því hvort einhverjar sögur úr
dönsku Andrésblöðunum séu hon-
um kærari en aðrar, nefnir hann
eina sögu sem hann heldur meira
upp á en aðrar. „De firkantede æg
fra Peru, eða ferköntuðu eggin frá
Perú, sem birtist í fimm blöðum
vorið 1963. En það voru líka marg-
ar góðar sögur í „Udvalgte serier“
sem byrjaði að koma út árið 1968,
en þar voru endurbirtar sögur sem
höfðu birst í fyrstu árgöngum af
danska Andrési. Þessar sögur
teiknaði yfirleitt Carl Barks sem
var besti og frægasti Andrésar
teiknarinn.“
Þær eru margar og fjöl-
breyttar persónurnar sem koma við
sögu í Andrésblöðunum en Eiríkur
er ekki í nokkrum vafa um hver sé
honum kærust. „Það er náttúrlega
Andrés sjálfur. Maður hefur samúð
með honum þegar Jóakim frændi
er að arðræna hann og þræla hon-
um út. Andrés er breyskur og
skemmtilega geðvondur.“
Blöðin urðu eftir í sveitinni
Dönsku Andrésblöðin á æsku-
heimili Eiríks voru lesin upp til
agna og áttu það til að detta í sund-
ur vegna mikils lesturs.
„Mamma fann upp það snjall-
ræði að sauma blöðin saman í kjöl-
inn, svo þau dyttu ekki í sundur.
Hún átti gamla handsnúna Singer-
saumavél í verkið. En því miður
höfum við glatað þessum elstu
Andrésblöðum. Megnið af eldri
blöðunum varð eftir þegar við flutt-
um úr sveitinni á Krókinn árið
1967. Hinsvegar eigum við systk-
inin enn blöðin frá 1968 og næstu
tíu árganga eftir það. Guðrún systir
mín er meiri Andrésarsérfræðingur
en ég, og hún fer oft til Kaup-
mannahafnar og gerir sér ævinlega
ferð í verslunina Faraos Cigarer, til
að kaupa eldri árganga blaðanna.
Hún hefur náð að safna öllum blöð-
um í árgöngum 1966 og 1967 og ég
geri ráð fyrir að hún haldi áfram.“
Nafnlausi þýðandinn
Eiríkur var orðinn fullorðinn
maður þegar Andrés fór að koma
út á íslensku árið 1983 og segist
ekki hafa lesið þau blöð. „Með því
að þýða þau á íslensku var eyðilögð
eina ástæða íslenskra barna til að
læra dönsku. Fyrir mér og mörgum
af minni kynslóð er Andrés dansk-
ur, og núna er meira að segja mið-
stöð hans í Danmörku, þó svo að
hann sé að uppruna bandarískur.“
Þegar Eiríkur var staddur í
lest í Kaupmannahöfn um aldamót-
in 2000 lá þar ókeypis tímarit sem
hann fór að lesa. „Þar var viðtal við
konuna sem hafði þýtt Andrés önd
úr ensku yfir á dönsku, alveg frá
upphafi og fram til 1982. Þessi
kona var nafnlaus á sínum tíma,
þýðanda var aldrei getið og enginn
vissi hver hún var. Þessi kona, sem
hét Sonja Rindom, dó tæplega
hundrað ára 2004. Þetta er stór-
merkileg kona, sem ber ábyrgð á
dönskukunnáttu heillar kynslóðar
Íslendinga. Hún var góður þýðandi
og hikaði ekki við að ritskoða úr
blöðunum, ef henni fannst til dæm-
is of mikill rasismi eða eitthvað
annað vera í þeim. Við eigum henni
margt að þakka.“
Bjarnabófar Í ránshug hafa þeir komið böndum á Georg. Stúss Andrés og Jóakim stússa margt og oft fer það illa. Frændur Þeir Rip, Rap og Rup hafa margan glatt, á dönsku.
Mamma saumaði blöðin saman
Á föstudaginn var átti
Andrés önd afmæli, á
dönsku. Þá voru 70 ára
frá því fyrsta Andrés-
blaðið kom út á dönsku.
Andrés á annað stór-
afmæli á þessu ári, hann
verður 85 ára í uppruna-
landi sínu Bandaríkjun-
um. Eiríki Rögnvaldssyni
er hlýtt til hins danska
Andrésar, enda ólst hann
upp við hann.
Einlægur aðdáandi Eiríkur fyrir tæpum 30 árum að lesa gamalt Andrésblað á dönsku í heimsókn í foreldrahús.
1962 Blað sem móðir Eiríks saum-
aði saman. Merkt systkinunum.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MARS 2019
SVALALOKANIR
Svalalokanir frá Glerborg eru nýtískulegar
og falla vel að straumum og stefnum
nútímahönnunar.
Lokunin er auðveld í þrifum þar sem hún opnast inná við.
Hægt er að fá brautirnar í hvaða lit sem er.
Svalalokun verndar svalirnar fyrir regni, vindi og ryki og eykur
hljóðeinangrun og breytir notkun svala í heilsársnotkun.
Glerborg
Mörkinni 4
108 Reykjavík
565 0000
glerborg@glerborg.is
www.glerborg.is
2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG
FÁÐU TILBOÐ
ÞÉR AÐ
KOSTNAÐAR-LAUSU