Morgunblaðið - 04.03.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.03.2019, Blaðsíða 10
Stjörnustríð og Þór » True North hefur síðustu ár komið að gerð kvikmynda á borð við Star Wars: The Force Awakens og Rogue One, Oblivion, Noah, The Secret Life of Walter Mitty og Thor 2 (Thor: The Dark World), Fast & the Furious 8 og Justice League. » Þá má nefna Black Mirror (Netflix), Alpha, Blade Runner 2049, Fast 8: Fate of the Furi- ous, Justice League, 22 July (Netflix). » Tvær myndir voru teknar upp að hluta á Íslandi í fyrra en þær hafa vinnuheiti á þessu stigi. » Leifur Dagfinnsson áætlar að félagið hafi komið að níu af hverjum tíu stórum erlend- um kvikmyndaverkefnum hér síðustu ár. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Útlitið er orðið bjartara. Það er klárt mál að það hjálpar að krónan er að veikjast. Þá má segja að við eygjum möguleika. Það eru ýmis stór verkefni í skoðun,“ segir Leifur B. Dagfinnsson, stjórnarformaður True North, um stöðuna á markaði. Fyrirtækið hefur á þessum áratug framleitt flestar þeirra erlendu stór- mynda sem hafa verið teknar upp á Íslandi. Síðustu tvö ár hafa hins veg- ar verið erfið í rekstrinum. Haft var eftir Leifi í Morgun- blaðinu í september síðastliðnum að árið 2017 hefði verið „annus horribilis í rekstrinum“. Það hefði verið „lélegt ár miðað við síðustu sex ár“. Spurður um skýringar á þessum samdrætti leiddi Leifur líkur að því að Ísland hefði verið ofnotað sem tökustaður, eða að fyrirtækin teldu einfaldlega of dýrt að koma hingað og mynda. „Við erum ekki samkeppnis- hæf sem stendur,“ sagði Leifur í við- talinu. Veltan um milljarður í fyrra Velta True North var fimm millj- arðar árið 2016 en aðeins einn millj- arður 2017. Hún var um milljarður í fyrra. Vísað er til veltu félaganna True North og Discover True North á Ís- landi. Veltan í Noregi er undanskilin en True North er þar með dóttur- fyrirtæki. Nú telur Leifur hins vegar að horf- urnar séu orðnar bjartari. „Það birtust jákvæðar fréttir um daginn varðandi samstarf okkar við Netflix um framleiðslu á Valhalla- sjónvarpsseríunni. Það kom ungur leikstjóri inn á skrifstofu til mín að nafni Þórður Pálsson og lagði þessa hugmynd á borðið. Ég ákvað að taka vel í hana og boltinn fór að rúlla,“ sagði Leifur á föstudag, en hann var þá á ferð í Noregi að skoða mögulega tökustaði. „Það eru nokkur verkefni í skoðun á Íslandi og jafnframt erum við með nokkur verkefni í Noregi. Það er mjög sérstakt enda er Noregur ekki ódýr staður. Upp á síðkastið hafa verið jákvæð teikn á lofti á Íslandi,“ segir Leifur en tekur fram að uggur sé í mönnum varðandi möguleg verk- föll með vorinu og launahækkanir. „Við erum að fara að vinna auglýs- ingar og minni verkefni í mars og apríl. Jafnframt erum við að vinna í verkefnum sem gætu orðið að veru- leika í sumar og í haust. Þá er ég að tala um bíómynda- og sjónvarpsverk- efni,“ segir Leifur. Vöxtur í innlenda hlutanum Hilmar Sigurðsson, forstjóri Saga- film, segir innlenda hlutann í kvik- myndagerðinni „gera gott betur en að halda sjó“. Það sjáist á þeim verk- efnum sem samið hafi verið um. Hins vegar sé ekki útlit fyrir að er- lendi hlutinn í kvikmyndagerðinni taki jafn hratt við sér. „Við erum í einu stóru erlendu verkefni núna,“ segir Hilmar og vísar til framleiðslu á sænskum sjónvarps- þáttum í Stykkishólmi. Um er að ræða tökur á sjónvarps- þáttaröðinni 20/20. Tökur hófust 14. janúar og lýkur föstudaginn 29. mars. Hilmar segir félagið ekki hafa fleiri stór erlend verkefni samþykkt í bók- unum. Á hinn bóginn geti hlutirnir gerst hratt í þessari grein og auðvit- að sé alltaf verið að ræða við erlenda aðila um verkefni. Spurður hvað skýri uppganginn í innlendri framleiðslu nefnir Hilmar áhuga og eftirspurn eftir innlendu leiknu efni. „Ég get ekki lesið það öðruvísi. Auk 20/20 munum við hjá Sagafilm framleiða tvær innlendar þáttaraðir í ár, auk annars dagskrárefnis. Tökur á næstu þáttaröðinni okkar, sem er í samvinnu við RÚV, hefjast 10. apríl og er á fullu í undirbúningi. Það er því spennandi ár fram undan hjá okk- ur,“ segir Hilmar. Hann segir aðspurður þetta rekstrarár hjá Sagafilm ekki verða lakara en rekstrarárið í fyrra. „Við veltum 1.528 milljónum í fyrra og skilum rekstrarniðurstöðu í plús. Endanlegar tölur liggja ekki fyrir. Það var um 10% veltuaukning milli ára og annað árið í röð sem við skilum jákvæðri rekstrarafkomu. Við sjáum fram á að lágmarki 40% veltuaukn- ingu í ár. Með því höfum við meira en tvöfaldað veltuna á þriggja ára tíma- bili,“ segir Hilmar sem tók við sem forstjóri Sagafilm í janúar 2017. Eitt það veltumesta Hann segir aðspurður að árið 2018 hafa verið það fjórða veltumesta í framleiðsluhluta íslenskrar kvik- myndagerðar frá upphafi. Greinin skapi nú um 1.400 ársverk. „Ég held að það verði meira af inn- lendum verkefnum í ár. Erlendu verkefnin eru alltaf spurningar- merki,“ segir Hilmar og bætir við að færri erlend verkefni á síðustu miss- erum séu afleiðing af sterku gengi og kostnaðarhækkunum innanlands. „Við erum einfaldlega minna sam- keppnishæf í verði þegar kemur að því að fá til okkar svona verkefni.“ Kvikmyndagerðin réttir úr kútnum  Framleiðandi hjá True North segir veikingu krónunnar eiga þátt í betri horfum í kvikmyndagerðinni  Menn hafi áhyggjur af verkföllum  Forstjóri Sagafilm stefnir á að tvöfalda veltuna á þremur árum Ljósmynd/Þór Kjartansson/True North/Birt með leyfi Upptökur á Stjörnustríði True North hefur komið að gerð fjölmargra erlendra mynda á Íslandi á síðustu árum. Leifur B. Dagfinnsson Hilmar Sigurðsson 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MARS 2019 Verslun – Snorrabraut 56, 105 Reykjavík Sími 588 0488 | feldur.is GJÓLA mokkalúffur 9.200 TINNA blárefsvesti 72.000 Velkomin í hlýjuna ELÍN mokkakápa 248.000 SIF vesti úr íslensku lambskinni 50.400 VINDUR rauðrefstrefill 15.500 MÓA prjónahúfa m/dúsk 9.200 BELGINGUR mokkahanskar 6.200 Margir erlendir ferðamenn fara í hvalaskoðun frá Akureyri á hverju ári og er siglt með bátum sem gerð- ir eru út af Akureyri Hvalaskoðun. Á laugardag fóru um 110 farþegar með Hólmasól og 116 fóru í gær. Frá áramótum hafa nú á þriðja þús- und manns farið í þessar ferðir og virðist ekkert lát vera á áhuga fólks. Þetta góða gengi má að miklu leyti þakka góðri markaðssetningu og beinu flugi frá Bretlandi. Er það ferðaskrifstofan Super Brake sem heldur úti ferðum til Akureyrar og eru flugferðir tvisvar í viku. Á þriðja þúsund farið frá áramótum Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Vinsælir Fjölmenni fór í hvalaskoðun um helgina frá Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.