Morgunblaðið - 04.03.2019, Blaðsíða 9
„Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar–græns framboðs, haldinn á Selfossi 23.-25. október
2015, leggst eindregið gegn hvalveiðum við Íslandsstrendur. Við veiðarnar er beitt
ómannúðlegum veiðiaðferðum til að viðhalda áhugamáli örfárra útgerðarmanna.
Háum upphæðum af opinberu fé hefur verið kastað á glæ til að styrkja þessa áhugamenn
um hvalveiðar. Nú er mál að linni“.
(Þetta er úr landsfundarályktunum Vinstri grænna 2015).
OPIÐ BRÉF TIL FORYSTUMANNA VINSTRI GRÆNNA
Katrín, Svandís, Guðmundur Ingi
og Steingrímur; getið þið horft
í spegilinn ámorgnana!?
JARÐARVINIR
Ole Anton Bieltvedt,
formaður
Almenningur verður að refsa fyrir sviksemi og spillingu. Það gerir hannbeztmeð atkvæði sínu.
Í stöðunni eigaVinstri grænir engin atkvæði skilin!
Það var því mikið áfall nú á dögunum, að fá
staðfestingu á því, að ríkisstjórnin, undir forsæti
Vinstri grænna, hefði lagt blessun sína yfir, að
sjávar- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór
Júlíusson, skyldi veita Hval hf. nýtt leyfi til
hvalveiða, og það til fimm ára.
2.130 hvali skal drepa, þar af 1.045 langreyðar,
sem engin önnur þjóð veraldar veiðir. Vitað er, skv.
skýrslum líffræðinga og vísindamanna, að murka
þurfi lífið úr minnst 350 þessara dýra, með
hörmulegu kvalræði í allt að 15 mínútur. Innyfli og
líffæri dýranna eru sprengd og svo rifin og tætt með
stálkló skutuls. Mörgum dýranna er drekkt. Þau ná
ekki upp höfðinu til að anda, þó lifandi séu.
Fullvaxnir kálfar í móðurkviði eru drepnir með.
Þetta er skepnuskapur manna.
Forsætisráðherra, aðrir ráðherrar VG, forseti
Alþingis og þingmenn Vinstri grænna geta enn
leiðrétt mistök sín og svik við eigin samþykktir og
málstað, með því að berja í borðið og krefjast þess,
að nýveitt hvalveiðileyfi verði afturkölluð.
Væri manndómur í því, og mætti þá nokkuð bæta
fyrir þann stórfellda skaða, sem ímyndVinstri grænna
hefur orðið fyrir, og leiðrétta herfileg mistök leiðtoga
flokksins; undanlátssemi og svik við málstaðinn.
Ef Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn vilja slíta
ríkisstjórninni vegna veiðifirru og þráhyggju eins
manns, Kristjáns Loftssonar, gegn stórfelldum
hagsmunum stærstu atvinnugreinar landsins,
ferðaþjónustunnar - gegn þjóðarhagsmunum, gegn
merkinu ÍSLAND -, þá yrðu þeir að taka þá
vanvirðu og skömm á sig, sem færi þá með þeim
inn í sögubækurnar.