Morgunblaðið - 04.03.2019, Blaðsíða 21
Húsnæði óskast
Íbúð með sérinngangi
eða sérbýli óskast.
Ábyrg 2+2 fjölskylda óskar eftir
húsnæði í Reykjavík eða nágrenni.
Skilvísi, heiðarleiki, reglusemi, snyrti-
mennska, ekkert dýrahald. Vinsam-
lega sendið upplýs. á h34@simnet.is
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bátar
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur
og tek að mér
ýmis smærri
verkefni
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Smá- og raðauglýsingar
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
Atvinnuauglýsingar
Interviews will be held in
Reykjavik in May and June
For details contact:
Tel.:+ 36 209 430 492
Fax:+ 36 52 792 381
E-mail: omer@hu.inter.net
internet: http://www.meddenpha.com
Study Medicine and Dentistry
In Hungary “2019”
Fundir/Mannfagnaðir
Hluthafafundur
Hluthafafundur Eglu hf. verður haldinn 26.
mars 2019 kl. 9 að Smáratorgi 3, Kópavogi.
Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf, tillaga
um slit félagsins og önnur mál.
Frestur til framboða og til að koma að öðrum
málefnum er fimm dögum fyrir fundinn.
Stjórn félagsins.
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-16. Leikfimi með Maríu kl. 9. Handa-
vinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16. Félagsvist með vinningum kl.
13. Myndlist með Elsu kl. 16-20. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl.
11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. S. 535-2700.
Boðinn Félagsvist kl. 13. Leikfimi kl. 10.30. Myndlist kl. 12.30. Vatns-
leikfimi kl. 14.30. Spjallhópur kl. 15.
Dalbraut 18-20 Brids kl. 13.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8.50. Kaffi og
blöðin. Frjáls tími í listasmiðju kl. 9-12. Ganga kl. 10. Æðstaráðsfundur
kl. 10.20. Hádegismatur kl. 11.30. Myndlistanámskeið hjá Margréti
Zóphaníasd. kl. 12.30-15. Félagsvist kl. 13. Handavinnuhornið kl. 13-
15. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Kóræfing um kvöldið. Allir velkomnir óháð
aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl. 10.10. Opin handverks-
stofa kl. 13. Botsía kl. 13.30. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir!
Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30 /8.15 /15. Kvennaleikfimi
Sjálandi kl. 9.30. Liðstyrkur Sjálandi kl. 10.15. Kvennaleikfimi Ásgarði
kl. 11.15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga kl. 11. Brids í
Jónshúsi kl. 13 fellur niður. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15. Aðalfundur
FEBG í Jónshúsi kl. 13.30.
Gullsmári Postulínshópur kl. 9. Jóga kl. 9.30. Handavinna / brids kl.
13. Jóga kl. 17. Félagsvist kl. 20.
Hraunsel Kl. 8-12 ganga í Kaplakrika, kl. 9 myndmennt, kl. 11 Gaflara-
kórinn, kl. 10 ganga frá Haukahúsi, kl. 13 félagsvist, kl. 10-15 Fjölstof-
an Hjallabraut.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga kl. 9, gönguhópar kl. 10 frá Borg-
um, Grafarvogskirkju og inni í Egilshöll. Dansinn hefst á ný kl. 11 í
Borgum, vonumst til að sjá ykkur sem flest, mikil dansgleði í boði og
öll gömlu góðu lögin. Skartgripagerð með Sesselju kl. 13 í Borgum.
Félagsvist kl. 13 í Borgum og tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13 og
kóræfing kl. 16 í Borgum.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upplest-
ur kl. 11, trésmiðja kl. 13-16, ganga með starfsmanni kl. 14, bíó á 2.
hæð kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760.
Seltjarnarnes Gler neðri hæð félagsheimilisins kl. 9 og 13. Leir
Skólabaut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum kl.
10.30. Jóga með Öldu í salnum á Skólabraut kl. 11. Handavinna Skóla-
braut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Á morgun, þriðju-
dag, eru eldri borgarar beðnir að mæta í Bókasafn Seltjarnarness kl.
16- 18 og hjálpa til við að sauma öskupoka. Allt efni á staðnum.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist
sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30.
Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Stangarhylur 4 ZUMBA Gold, byrjendur kl. 9.30, ZUMBA Gold fram-
hald kl. 10.20. STERK OG LIÐUG leikfimi fyrir dömur og herra kl. 11.30,
umsjón Tanya. Kynningarfundur með fararstjórum ferðar til Péturs-
borgar 14.-19. maí verður haldinn í dag 4. mars kl. 16. í Ásgarði
félagsheimili FEB, Stangarhyl 4.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MARS 2019
Í fríum var margt brallað og
um tíma sigldum við skútum um
Miðjarðarhaf með konur og
börn. Gylfi sigldi í mörg ár eftir
það í Karíbahafinu uns hann
fann sælureit á Langskiparifi á
Flórídaskaga þar sem hann lét
hitann endurhæfa liðina sem
stirðnuðu í haust- og vetrar-
lægðunum á Íslandi.
Svala, lífsförunautur Gylfa
frá skólaárunum, var hans stoð
og stytta í leik og starfi. Þau
voru afar samrýnd og ráku sam-
an öfluga lögmannsstofu í sam-
vinnu við börn sín tvö, Sif og
Kristján Birgi.
Við Guðrún sendum Svölu,
börnum hennar, tengdabörnum
og niðjum samúðarkveðjur og
óskum þeim öllum velfarnaðar.
Stefán Pálsson.
Það er ekki oft sem maður
eignast góða vini á miðjum aldri
en þá vináttu fann ég í Gylfa.
Við kynntumst um aldamótin og
samstarf okkar hófst fyrir al-
vöru við undirbúning og opnun
Orkuhússins. Opnunin og næstu
árin á eftir innibáru þrotlausa
vinnu og án hans væri Orku-
húsið ekki það sem það er í dag.
Gylfi var snjall lögfræðingur,
mjög vel að sér og fylginn sér
en einnig einstakur samninga-
maður og málamiðlari ef á
þurfti að halda. Hann rak ásamt
eiginkonu sinni og síðar börnum
þeirra öfluga lögfræðistofu sem
bar nafn sitt með rentu. Það var
sinnt ýmsum lögfræðistörfum
en stofan fræg fyrir störf sín að
skaðabótamálum slysa þar sem
Gylfi var frumkvöðull og
fremstur allra. Með árunum lét
Gylfi samstarf okkar meira í
hendur Kristjáns sonar síns
sem var jafn bóngóður og pabb-
inn. Gylfi gægðist þó alltaf yfir
axlir okkar, ekki til að skipta
sér af heldur meira af forvitni,
hlýhug og til að ráða heilt ef á
þurfti að halda. Gylfi starfaði
langt fram yfir hefðbundinn
starfsaldur, lét af hendi skrif-
stofu sína en færði sig þá bara
yfir á þá næstu og svo koll af
kolli. Hann var sífellt að og þeir
sem starfa við örorkumöt vita
að merkjanlegt var þegar sá
gamli var á landinu en þá kom
alltaf skurkur í málin. Dvaldi
þess á milli í Flórída þar sem
þau hjónin áttu húsnæði en
samt komu vinnutengd skilaboð
þaðan þótt í fríi væri. Við vorum
ekki sammála um ágæti Flórída
en hann þvertók fyrir það að
þar yrði hann að kolamola í
göngugrind eins og ég bar upp á
hann. Til þess væri hann alltof
virkur. Í umgengni við Gylfa
var eins og tíminn stæði í stað.
Það var eins og hann neitaði að
eldast og ég man hann alltaf
eins. Gráhvítt hárið, gleraugu á
svipsterku andliti og alltaf frá-
bærlega klæddur. Glæsilegur
og elegant séntilmaður eins og
hún amma mín hefði sagt í den.
Gylfi var vel að sér hvar sem
komið var að, brosmildur og
gamansamur. Við hittumst aldr-
ei án þess að einhverjar gam-
ansögur flygju og oft sögur af
ferðalögum en þau Svala höfðu
ferðast víða. Við settumst alltaf
niður þegar við komum á starfs-
stöð hins, þótt tilefnið þangað
hafi ekki endilega verið til að
hitta hvor annan. Gylfi var
hreystin uppmáluð og því var
leitt að vita sl. haust, þegar smá
vík hafði orðið á milli vina vegna
starfsbreytinga, að heilsufarið
var ekki gott. Vináttan áfram
jafn sterk sem fyrr. Hann gerði
þó lítið úr veikindum sínum,
þetta myndi allt lagast en verst
væri þrekleysið. Gæti ég ekki
komið honum í styrktarþjálfun?
Síðast þegar við ræddumst við í
síma í byrjun febrúar þá var
greinilega af honum dregið en
hugurinn sterkur. Þetta væri
allt á uppleið og hann stefndi að
Flórídaferð ásamt fjölskyldunni
í lok mánaðarins. Það var því
áfall þegar Ásbjörn tengdason-
ur hans hringdi í mig degi eftir
andlátið. Gylfi hafði greinilega
lagt upp í nýtt ferðalag, þótt
ekki væri það til Flórída. Þar
verður tekið vel á móti honum
og hann miðpunktur í góðum fé-
lagsskap. Megi almættið
styrkja Svölu, börnin og fjöl-
skylduna. Það var heiður að
hafa starfað með þér, Gylfi, en
enn meiri heiður að hafa átt þig
að vini. Vonandi skiptumst við
aftur á gamansögum, þótt síðar
verði.
Sigurður Ásgeir
Kristinsson.
Ég kynntist Gylfa Thorlacius
fyrir um aldarfjórðungi þegar
ég þurfti á aðstoð lögmanns
Landssambands lögreglumanna
að halda vegna líkamsárásar
sem ég hafði orðið fyrir í vinnu.
Gylfi reyndist mér þá sem og
ávallt síðar vel en leiðir okkar
lágu reglulega saman vegna
vinnu okkar. Gylfi var maður
mikilla mannkosta, skarp-
greindur, yfirvegaður, vingjarn-
legur og umfram allt mikill
húmoristi. Ég er þakklátur fyrir
að hafa notið leiðsagnar Gylfa í
ýmsum málum og kveð hann
með virðingu og þakklæti.
Ég votta fjölskyldu og öðrum
ástvinum Gylfa samúð á erfiðum
tímum. Blessuð sé minning
hans.
Páll Winkel.
Fleiri minningargreinar
um Gylfa Thorlacius bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
Fleiri minningargreinar
um Finnboga Höskulds-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
sinni og okkur í fjölskyldunni en
enginn fær ráðið för. Eftir
stendur minningin um góðan og
traustan eiginmann, föður,
tengdaföður og afa. Mann sem
alltaf var tilbúinn að leggja öðr-
um lið.
Elsku Finnbogi, takk fyrir
stuðninginn og samfylgdina. En
ekki síst, takk fyrir að treysta
mér fyrir yngstu dóttur þinni og
taka svona vel á móti mér inn í
fjölskylduna á sínum tíma.
Ég á þér svo ótalmargt að
þakka og margar hlýjar minn-
ingar sem ég mun ylja mér við
nú þegar kemur að kveðjustund.
Þangað til við hittumst á ný ...
vertu sæll, kæri tengdapabbi,
Magnús Magússon.
Finnbogi bróðir minn var í
næsta herbergi þegar ég fæddist
og frásögn af því var alla tíð fast-
ur þáttur í samtölum okkar. Síð-
ast ræddum við þetta í símann
fyrir skömmu. Þetta var í Borg-
arnesi, í reisulegu húsi þar sem
foreldrar okkar bjuggu. Þetta
eins og allt annað sem lýtur að
sögu fjölskyldu okkar fyrir fæð-
ingu mína og fyrstu ár lífs míns
hef ég eftir bróður mínum.
Hann var fimmtán árum eldri
en ég og eftir að faðir okkar dó
var hann mín helsta stoð og
stytta og kom í stað pabba. Í
raun gerði hann það til síðasta
dags. Hann kenndi mér meira en
nokkur annar kennari hefur
gert, og af honum lærði ég að
gera við bíla, mála hús, smíða
timbur og járn, reikna á reikni-
stokk, setja saman tölvur og
taka þær í sundur á ný. Allt
þetta, og svo margt annað, kunni
hann betur en flestir aðrir.
Á unglingsárum tók Finnbogi
upp sem kenninafn seinna nafn
föður okkar og varð með því al-
nafni afa okkar, Finnboga Hösk-
uldssonar, bónda í Skarfanesi í
Landsveit. Þetta hefur oft leitt
til skemmtilegra samræðna og
jafnvel misskilnings, eins og
þegar kona nokkur sagðist hafa
kynnst föður Finnboga en aldrei
hitt föður minn.
Finnbogi lærði vélvirkjun og
vann við það fag fyrst á eftir, en
um það veit ég lítið enda var ég
barn að aldri. Hann sagði mér að
vélavinnan hefði reynst honum
erfið og hann hefði fljótt ákveðið
að ná sér í frekari menntun.
Hann stundaði nám í Tækni-
skóla Íslands frá haustinu 1968
og fluttist svo árið 1971 ásamt
Hildigunni konu sinni til Dan-
merkur og stundaði þar nám
næstu árin í véltæknifræði. Þar
fæddist eldri dóttir þeirra, Rak-
el, árið 1973, en Ásdís fæddist
ári seinna á Íslandi. Finnbogi
hóf störf á verkfræðistofu í
Reykjavík strax eftir nám og
vann alla starfsævi sína við sitt
fag.
Ég man varla eftir Finnboga
án Hildigunnar. Þau fóru að
draga sig saman þegar ég var
sjö ára og síðan hafa þau verið
eitt. Ég bjó hjá þeim sem ung-
lingur í Hafnarfirði og í Kópa-
vogi, síðan í húsi þeirra í Selja-
hverfi, þá nýorðinn faðir sjálfur
með litla fjölskyldu. Alltaf hafa
þau viljað mér allt hið besta – og
raunar vel rúmlega það því ekki
fengum við að borga húsaleigu
þegar við bjuggum hjá þeim.
Fyrir um það bil ári greindist
Finnbogi með þann sjúkdóm
sem varð honum að aldurtila.
Hann tók honum með æðruleysi
og gerði ekki mikið úr honum þó
að hann vissi vel að hverju
stefndi. Ég var svo heppinn að
komast til Íslands og heilsa hon-
um í síðasta sinn í vikunni sem
hann dó. Við bræðurnir áttum
saman 60 góð ár.
Finnbogi var jarðbundinn og
skynsamur maður og lítt hrifinn
af því að leggja flókna og óþarfa
merkingu í hluti og fyrirbæri.
Það lærði ég af honum. Ef ekki
er hægt að skýra fyrirbæri á
náttúrulegan og raunvísindaleg-
an hátt eru þeir í mesta lagi sér-
kennileg tilviljun, sagði hann eitt
sinn við mig. Og sjálfsagt er það
svo. Nú er hann jarðsunginn
sama mánaðardag og faðir okkar
fyrir 43 árum, 4. mars. Það
finnst mér merkilegt. En senni-
lega er það bara tilviljun.
Veturliði.
Ég var ung að árum þegar
mágur minn Finnbogi Höskulds-
son, sem nú er fallinn í valinn
fyrir illvígum sjúkdómi, og kona
hans Hildigunnur Þórðardóttir
komu inn í líf mitt. Þetta var
þegar ég kynntist Veturliða,
yngri bróður Finnboga.
Ég hitti þau fyrst haustið
1979 þegar Veturliði kynnti mig
fyrir þeim heima hjá móður
þeirra bræðra. Frá fyrstu
stundu var mér tekið sem einni
af fjölskyldunni og þau hafa því
verið hluti af lífi mínu frá því ég
var innan við tvítugt. Ég eign-
aðist ekki bara þarna góðan mág
og svilkonu heldur þróaðist með
okkur einstakur vinskapur sem
hefur styrkst með hverju árinu,
og þegar okkur ungu hjónin
vantaði ráð leituðum við oft til
þeirra og ég leit mikið upp til
þeirra. Þau hafa verið einkadótt-
ur okkar Veturliða nánast sem
afi og amma og reynst henni ein-
staklega vel. Nú er Finnbogi
horfinn á braut og hans er sárt
saknað.
Elsku Hildigunnur, Rakel og
Ásdís og barnabörn, sorgin er
sár en minningin um Finnboga
lifir áfram, og við munum geta
yljað okkur við að rifja upp góð-
ar stundir. Ég vil bara segja
takk fyrir allt og allt, og mig
langar til að kveðja góðan vin og
mág með þessu fallega erindi úr
sálmabókinni:
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(Valdimar Briem)
Hólmfríður.