Morgunblaðið - 04.03.2019, Blaðsíða 8
á Garðabæ og reyna að fá fleira fólk
með okkur með báta og net. Álftin er
farin að verða fælin eftir þessar til-
raunir okkar til að ná henni í dag.“
Dósin er föst utan um neðri hluta
goggsins og kemur í veg fyrir að álft-
in geti nærst að ráði. Þó sýnir hún
brauðmolum áhuga og Linda vonast
til þess að geta lokkað hana til sín
með þeim svo hægt verði að koma
neti yfir fuglinn.
Íbúar Urriðaholts hafa stofnað
Facebook-hópinn „Álftin með áldós-
ina fasta í goggnum“ til þess að safna
liði og vonast til að klófesta álftina í
dag svo hægt sé að hjálpa henni.
Álft í bráðri
hættu í Garðabæ
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Áldós Álft á Urriðavatni í Garðabæ hefur fest gogginn í dós af Red Bull-
orkudrykk og hverfisbúar vonast til þess að hjálpa henni.
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Íbúar Urriðaholts í Garðabæ urðu
nýlega varir við óheppna álft sem
festi gogg sinn í áldós af orkudrykk
og reyna nú að koma fuglinum til að-
stoðar.
Linda Hrönn Eggertsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og íbúi í
Urriðaholti, segir að tilraunir hverf-
isbúa til að handsama álftina til að
losa dósina af goggi hennar í gær
hafi ekki borið árangur. „Við rétt
misstum hana frá okkur,“ sagði hún.
„Við ætlum að reyna að pressa aftur
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MARS 2019
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
BATTERY
Borðlampi – fleiri litir
Verð frá 21.900,-
LOUIS GHOST
Stóll – fleiri litir
Verð 39.900,- stk.
CINDY
Borðlampi – fleiri litir
Verð 32.900,-
Glæsileg gjafavara frá
COMPONIBILI
Hirslur 3ja hæða
Verð frá18.900,-
KABUKI
lampi – fleiri litir
Verð 129.000,-
TAKE
Borðlampi – fleiri litir
Verð 12.900,-
BOURGIE
Borðlampi – fleiri litir
Verð frá 39.900,-
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, odd-viti Viðreisnar í borgarstjórn
og formaður borgarráðs, ritaði
grein hér í blaðið á laugardag undir
yfirskriftinni Færri flækjur, betri
borg. Ræddi hún
þar að unnið væri að
breyttu skipulagi
borgarkerfisins til
að „greiða úr
flækjustigunum“.
Þessu lýsti hún ínokkru máli,
sem er út af fyrir sig
þakkarvert, en óvíst
er þó að allir hafi
verið miklu nær eft-
ir lesturinn. Þá er
hætt við að ein-
hverjir hafi brosað í
kampinn þegar for-
maðurinn vék að því að ætlunin
væri að „tryggja agaða og góða
fjármálastjórn“.
Flóknar útskýringar á því hvern-ig ætlunin sé að koma í veg
fyrir sóun í borgarkerfinu missa
óneitanlega marks, ekki síst þegar
horft er til þess að í borgarkerfinu
hefur grasserað sukk og óráðsía á
síðustu misserum og árum. Og þó
að Viðreisn hafi ekki komið að
óráðsíunni fyrr en eftir á þá hafa
borgarfulltrúar flokksins ekki
heldur tekið á henni með þeim
hætti sem nauðsynlegt hefði verið.
Þess í stað kusu þeir af óskiljan-legum ástæðum að verða sam-
ábyrgir borgarstjóra. Og þeir hafa
líka ákveðið að deila með honum
ábyrgðinni á alræmdum kosn-
ingabrotum.
Endurskírn sviða og flóknar ogósannfærandi útskýringar á
bættu stjórnkerfi duga engan veg-
inn þegar Viðreisn hefur fús en að
óþörfu kokgleypt allt sem aflaga
hefur farið.
Þórdís Lóa
Þórhallsdóttir
Flækjurnar skýra
ekki óráðsíuna
STAKSTEINAR
Dagur B.
Eggertsson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Fjöldi fólks sótti háskóladaginn sem
haldinn var í Háskóla Íslands, Há-
skólanum í Reykjavík og Listaháskóla
Íslands á laugardaginn. Á háskóla-
deginum býðst tilvonandi háskóla-
nemum að kynna sér yfir 500 náms-
leiðir í öllum sjö háskólum landsins.
Jón Atli Benediktsson, rektor Há-
skóla Íslands, komst svo að orði að
framtíð margra yrði ráðin á þessum
degi.
Hjördís Guðmundsdóttir, verk-
efnastjóri háskóladagsins, sagðist
telja að fleiri en venjulega hefðu sótt
háskóladaginn í ár þótt nákvæmar töl-
ur lægju ekki fyrir. Aðeins Listahá-
skólinn hélt tölu á gestunum og að
sögn Hjördísar voru þar á ferð um 800
manns. Venjulega vær gestirnir í LHÍ
á háskóladeginum um 500 talsins.
Gestum fjölgar jafnt og þétt
Hjördís segir að gestum á háskóla-
deginum hafi farið fjölgandi jafnt og
þétt á síðustu árum en segir þó ekki
að nein eftirtektarverð fjölgun á gest-
um hafi orðið í takt við styttingu
menntaskólanáms úr fjórum árum í
þrjú. Stúdentar séu líklegri til að taka
sér frí og „koma ferskir inn“ í háskóla
að ári liðnu.
„Framtíð margra ráðin í dag“
Íslendingar fjölmenntu á háskóla-
daginn Gestum í LHÍ fjölgar um 300
Morgunblaðið/Ómar
HÍ Æ fleiri mæta á háskóladaginn.