Morgunblaðið - 04.03.2019, Page 25

Morgunblaðið - 04.03.2019, Page 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MARS 2019 Við notum ekki MSG í súpuna okkar. Hún fæst í öllum helstu matvöruverslunum og stórmörkuðum landsins. Súpan er fullelduð og aðeins þarf að hita hana upp Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert í úlfakreppu, það er finnst að þér þrengt. Andaðu djúpt og þá muntu sjá að svo er ekki. Þú ræður ferðinni. 20. apríl - 20. maí  Naut Þér finnst erfitt að sætta þig við þær væntingar sem þér finnst fólk gera til þín. Þótt hugmyndir þínar séu góðar máttu ekki þrögva þeim upp á aðra. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú standa öll spjót á þér svo það er eins gott að þú takir til hendinni og leggir þinn hlut af mörkum. Leyfðu óleystum vandamálum að tilheyra fortíðinni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Haltu upp á það að hafa hreinsað verkefnalistann. Láttu fýlu annarra ekki stjórna þinni hegðun. Einhver hefur haldið þér volgri/volgum vikum saman, ekki láta bjóða þér það lengur. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þiggðu aðstoð samstarfsmanna þinna. Einhver ágreiningur gæti komið upp varðandi heimilisþrifin og þá er að komast að sam- komulagi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Með hjálp annarra ertu að hrinda úr vegi þeim ljónum sem voru á vegi þínum. Þú ert orðin/n úrkula vonar um að fá svar við spurningu sem brennur á þér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þolir ekki að láta ráðskast með þig en ert til í að stýra öðrum hvenær sem er. Ástvinur er eitthvað úti á þekju þessa dag- ana. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Trúnaðarsamtöl eru uppörvandi. Við getum ekki breytt fólki, bara elskað það eins og það er. Ekki missa móðinn. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ef þú lokar á allt og alla mun lífið verða ein flatneskja. Leggðu áherslu á að umgangast aðeins jákvætt fólk. Hinir mega svo sannarlega eiga sig. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nú verður þú að láta heilsu þína ganga fyrir öllu öðru. Finndu þér leið til að tjá þig. Með góðri skipulagningu tekst þér það sem þú ætlar þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér finnast alls kyns smáatriði vefjast um of fyrir þér og vilt helst ýta þeim öllum út af borðinu í einum rykk. Víkkaðu sjóndeildarhringinn, farðu á námskeið eða aftur í skóla. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú átt auðvelt með að laða fram það besta í öðrum sem og að miðla málum þegar menn eru ekki á eitt sáttir. Einhver lofar þér gulli og grænum skógum. Það segir kannski ákveðna sögu umsálarástand þjóðarinnar um þess- ar mundir að hún velur lag í Eurovisi- on sem snýst um hatur. Hatrið mun eflaust heilla fleiri þjóðir í Evrópu enda ekki mjög friðvænlegt nú um stundir. Þjóðin hefur ekki náð sér eft- ir síðasta hrun og er ótrúlega reið ennþá út í allt, sama hvernig viðrar. x x x Víkverji er hins vegar ekkert hissaá að Hatari hafi sigrað. Önnur lög voru of vemmileg og of týpískar Eurovision-ballöður til að heilla þjóð- ina, sem þráir núna betri árangur í keppninni. Þó ekki væri annað en að komast upp úr undanrásunum og í úrslitin. Talnaspekingar hafa bent á að okkar besti árangur í Eurovision hafi verið fyrir 10 árum, þegar Jó- hanna Guðrún varð í 2. sæti 2009, og fyrir 20 árum þegar Selma Björns varð önnur árið 1999. Núna er árið 2019 runnið upp og 2. sætið því tryggt, bara spurning hvort við verm- um 1. sætið! x x x Víkverji hefur ekki leðrað sig upp íBDSM-búninga en aldrei að vita hvað hann gerir á öskudaginn, eða við önnur rómantísk tækifæri. Það eru að minnsta kosti til nokkur leðurbelti á heimilinu og keðjur, að vísu ryðgaðar en hægt að nota þær í hallæri. Leð- urhanskar eru til og betri helming- urinn á leðurbuxur þannig að það þarf í rauninni ekki svo mikið í viðbót. x x x Víkverji horfði ekki á lokakvöldSöngvakeppninnar í línulegri dagskrá heldur í tímaflakki að lokinni velheppnaðri leikhúsferð. Þar var fullt hús og greinilegt að ekki var öll þjóðin að horfa beina útsendingu frá keppninni. x x x Eftir hraðspólun uppgötvaði Vík-verji að Ari okkar Ólafsson söng alveg snarvitlaust lag í fyrra. Löngu er að vitað að drengurinn getur sung- ið og þvílík frammistaða um helgina! Atriðið með Bergþóri og Gissurri var magnað og gaman að sjá hvað Ari hefur tekið út mikinn þroska á einu ári. Hann á eftir að gera stóra hluti í framtíðinni. vikverji@mbl.is Víkverji Sértu vitur verður vitið þér til góðs en sértu spottari þá mun það bitna á þér einum. (Orðskviðirnir 9.12) Fyrir miðja síðustu öld kom úttímaritið Amma og fjallaði um þjóðleg fræði. Finnur Sig- mundsson landsbókavörður hafði veg og vanda af útgáfunni, sem síðar var gefin út í bókarformi af Árna Bjarnarsyni á Akureyri. Ein- hvern veginn komumst við Ari Jós- efsson yfir þetta tímarit meðan við vorum í MA og ég man að við höfðum sérstaklega gaman af þessari kímnisögu og fórum oft með: „Karl einn, sem var mjög hreyk- inn af hagmælsku sinni, kom inn í bæ til kerlingar sinnar að morgni til, er hann hafði litið til veðurs, og kvað: Norðan kaldinn úti er, er kominn að norðan, guð alvaldur hjálpi mér, engan hef ég korðann.“ Kerlingu þótti vísan góð og sagði: „Engan hefi ég korðann! Já, það má nú segja, að margt dettur ykkur skáldunum í hug.“ Í Ömmu eru vísur teknar úr blöðum Sölva Helgasonar. Þær eru flestar ritaðar á smásnepla með hinni örsmáu rithönd hans. Hér er sýnishorn: Sölva fjörugt gáfna glans gyllir alheimsveldi, ljómar stjarnan hugar hans heims á dimmu kveldi. Silfursmiður er Sölvi, syndur best manna um strindi, metinn spekingur mætur, margfróður heims um slóðir, mærð smíðar menntaherður, myndin hans býður yndi, meyjarnar manninn þreyja, munaðar þrífist funinn! Hér skýt ég inn braghendu Bólu-Hjálmars sem Guðrún P. Helgadóttir kenndi okkur í lands- prófi að lýsti Sölva betur en tvö þykk bindi þjóðskálds! Heimspekingur hér kom einn í hús- gangsklæðum. Með gleraugu hann gekk á skíðum, gæfuleysið féll að síðum. Í Ömmu segir frá eyfirskum al- þýðuskáldum. Þessi staka lýtur að basli Árna Eyjafjarðarskálds. Sagt er að hann hafi kveðið á manntals- þingi: Kýr er ein og kapaldróg, kúgildið og fjórar ær. Ekki þætti öllum nóg eigur við að bjargast þær. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Gripið niður í tímaritinu Ömmu „afsakiÐ TÖFINA. MONTHÆNSNIÐ OKKAR ER EKKI SÁTT VIÐ MATSEÐILINN.” „ef þú ætlar aÐ KENNA HONUM AÐ VATN SÉ ÚR VETNI OG SÚREFNI VIL ÉG AÐ HANN VITI LÍKA AÐ ÞAÐ ER Í ELDHÚSINU.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vona að hann vaxi upp úr því. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann BUXUR ERU RÁNDÝRAR EF ÞÚ ERT KÓNGULÓ EN ÞÚ ERT ALDREI Í BUXUM OG NÚ VEISTU AF HVERJU! ÉG KANN NOKKUR GOLFHÖGG, LÍTTU OG LÆRÐU! ER ÞETTA KENNSLUSTUND Í KJAFTSHÖGGI?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.