Morgunblaðið - 04.03.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.03.2019, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MARS 2019 Matur Rauðmaginn er kominn í sölu í fiskbúðinni Hafberg og eflaust eru margir ánægðir með að biðinni eftir „vorboðanum ljúfa“, eins og Geir Hafberg fisksali hefur kallað hann, er lokið. Kristinn Magnússon Það fer ekki fram hjá neinum sem fylgist með alþjóðamálum að þar hafa orðið mikil veðrabrigði á skömm- um tíma mælt í árum fremur en áratugum. Það kerfi fjölþjóða- samvinnu (multil- ateralism) sem þróað- ist í áföngum á eftirstríðsárunum og í framhaldi af lokum kalda stríðsins er í upplausn á sama tíma og mann- kynið sem heild stendur frammi fyrir nýjum áskorunum vegna lofts- lagsbreytinga og örrar mannfjölg- unar með sívaxandi álagi á vistkerfi plánetunnar. Sameinuðu þjóðirnar voru þrátt fyrir augljósar takmark- anir og togstreitu stórvelda samein- andi afl sem horft var til og undir hatti þeirra tókst að beina kröftum að mörgum aðsteðjandi vanda vegna umhverfisröskunar, misskipt- ingar og fátæktar. Um svipað leyti komu í stríðslokin til sögunnar Al- þjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn sem enn halda velli. Al- þjóðaviðskiptastofnunin varð til 1995 upp úr GATT-viðræðunum sem einnig skutu rótum á rústum heimsstyrjaldarinnar síðari. Banda- ríkin sem ráðandi efnahagsveldi réðu miklu í öllum þessum al- þjóðastofnunum, að ekki sé talað um NATO sem hernaðarbandalag undir þeirra forystu. Á hinu leitinu eru nú Rússland Pútíns sem leitast við að endurreisa fyrri styrk og Kína sem ört vaxandi stórveldi á kapítalískum efnahagsgrunni í skjóli flokkseinræðis og með sterkri ríkisforsjá. Hvað veldur vax- andi spennu og viðskiptastríði? Varla hafði við- skiptalíf Vesturlanda náð fyrri takti eftir bankakreppu og hrun ársins 2008 þegar óvæntir atburðir gerð- ust sem enn lita dag- legar fréttir og ger- breytt hafa alþjóðlegum leik- reglum. Þar kom fyrst þjóðaratkvæðagreiðslan í Bretlandi um útgöngu úr Evrópusambandinu í júní 2016 með um 52% atkvæða þeirra sem sögðu já við að snúa baki við ESB eftir 45 ára aðild. Á eftir fylgdu úrslit forsetakosning- anna í Bandaríkjunum sem í nóv- ember 2016 skiluðu Trump á for- setastól í Hvíta húsinu. Báðir þessir atburðir áttu rætur að rekja til þeirra breytinga í leikreglum kapít- alismans sem mótuðust undir merkjum hnattvæðingar og frjáls- hyggju á síðustu áratugum liðinnar aldar með afnámi hindrana í flutn- ingi fjármagns, vöru og vinnuafls, sumpart heimshorna á milli. Þessu fylgdu örar breytingar í atvinnu- og viðskiptalífi með nýjum og áður óþekktum hringamyndunum þvert á höf og heimsálfur. Gamlar og grónar samsteypur sem einkenndu verksmiðjuiðnað fyrri tíma týndu tölunni og gengu inn í fjöl- þjóðakeðjur að mestu óháðar landa- mærum þjóðríkja. Gífurleg eigna- tilfærsla á æ færri hendur hefur fylgt þessum breytingum á kostnað millistétta í gömlu iðnríkjunum og tilfærslu á fyrirtækjum og sam- þjöppun fólks í áður óþekktum mæli. Það eru vonbrigði þolenda þessara hamfara, þeirra sem eftir sitja og misst hafa lífsviðurværi og spón úr aski. sem fæddu af sér Brexit og skiluðu Trump á valdastól m.a. undir kjörorðinu um Bandarík- in í forgang. Kína sem rísandi heimsveldi Hvaða augum sem menn líta for- ystu kommúnista í Kína síðustu 70 árin er ljóst að á þessum tíma hefur landið frá 1980 náð efnahagslegum styrk stórveldis, lengi vel með um 10% árlegan hagvöxt og bættum kjörum á nútíma mælikvarða fyrir meirihluta íbúanna. Allt hefur það kostað miklar fórnir, umhverf- isröskun og mengun frá koladrifn- um iðnaði. Íbúatalan hefur vaxið úr einum milljarði um síðustu aldamót í yfir 1400 milljónir nú, þrátt fyrir lágt fæðingarhlutfall (0,6%). Hag- vaxtartölur hafa síðan farið lækk- andi niður í tæp 6,5% um þessar mundir sem er þó um og yfir tvöfalt hærra en gerist á Vesturlöndum. Efnahagsveldi Kína er löngu sam- tvinnað heimsviðskiptum, enda taka kauphallartölur kipp í hvert sinn sem breyting verður þar á. Sam- skipti Kína og Bandaríkjanna hafa lengi verið þrungin spennu, Kín- verjar grunaðir um græsku af keppinautum sem endurspeglast m.a. í kröfum Trumps um breyt- ingar á mörgum sviðum. Til við- bótar kemur afar viðkvæm staða á hernaðarsviðinu á Suður-Kínahafi og víðar. Ýmsir spá langvarandi köldu stríði milli þessara risa við Kyrrahaf sem snúast muni meira um tækniupplýsingar og gervi- greind en viðskiptajöfnuð þegar fram í sækir. (Niall Ferguson. Við- tal í Die Zeit 14. febr. 2019, s. 29) Áframhaldandi brestir í Evr- ópusambandinu Samhliða óvissunni um skil Bret- lands við Evrópusambandið berast stöðugt fréttir af vaxandi ósætti innan þessa ríkjasambands, bæði milli stórra og minni þátttakenda. Ítalía stendur í stöðugum deilum við yfirstjórnina í Brussel um efna- hagsmál og viðbrögð við flótta- mönnum. Frakkland með Macron við stýrið hefur veikst til muna vegna innri átaka og að sama skapi hefur dofnað yfir hugmyndum hans um róttækar breytingar á ESB í átt til sambandsríkis. Löndin í aust- anverðri Evrópu sem bættust í hóp aðildarríkja upp úr síðustu aldamót- um eru öll á varðbergi gagnvart auknu miðstjórnarvaldi, og flest þeirra eins og Pólland, Tékkland og Ungverjaland standa utan evru- svæðisins. Undanfarið vekja hins vegar mesta athygli hræringar í Þýskalandi, miðlægu og fjölmenn- asta ríki ESB með 82 milljónir íbúa. Eftir þingkosningar til Bundestag í fyrra var mynduð samstjórn kristi- legu flokkanna (CDU/CSU) og sósí- aldemókrata, en síðan hefur gengið á ýmsu um samstarf þeirra. Mesta athygli hefur eðlilega vakið brott- hvarf Angelu Merkel úr stöðu flokksformanns, en einnig svipt- ingar og ört dalandi fylgi krata sem mælast nú með aðeins 15% stuðning skv. könnunum á sama tíma og Græningjar sópa að sér fylgi. Efna- hagur Þýskalands hefur lengi staðið með blóma í krafti öflugs útflutn- ings, ekki síst frá bílaiðnaðinum. Nú virðist sem verulega geti dregið þar úr hagvexti næstu árin, bæði vegna hótana af hálfu Bandaríkjanna um tolla, m.a. á bílainnflutning, og um hærri hernaðarútgjöld til NATÓ. Kröfur til bíla- og orkuframleiðslu vegna loftslagsmála munu líka óhjá- kvæmilega draga úr hagvexti. Evr- an sem gjaldmiðill stendur ekki traustum fótum og fátt bendir til aukins fjármálalegs samruna á Evrusvæðinu sem orðið gæti henni til styrkingar. Ísland treysti undirstöðurnar Eins og hér hefur verið að vikið hafa orðið miklar alþjóðlegar svipt- ingar í efnahagsmálum hin síðustu ár samhliða örri fjölgun mannkyns og sívaxandi álagi á umhverfi jarð- ar. Fyrir smáþjóð eins og Íslend- inga skiptir miklu að vera vakandi fyrir breyttum aðstæðum, jafnt manngerðum og náttúrufarslegum. Eðlilegt er að þjóðin geti sjálf séð sér farborða um matvæli ef í harð- bakkann slær og að fyllsta öryggis sé gætt gagnvart innflutningi. Stjórnarfarslegt sjálfstæði skiptir nú sem fyrr meginmáli, um leið og gengið sé vel um náttúru og auð- lindir landsins og gætt að sérstöðu okkar sem eyþjóðar. Góð tengsl okkar við útlönd þurfa að taka mið af þessu. Þar skiptir umráðarétt- urinn yfir sjávarauðlindum og land- inu sjálfu höfuðmáli og hófstilling og jöfnuður meðal landsmanna. Eftir Hjörleif Guttormsson » Fyrir smáþjóð eins og Íslendinga skiptir miklu máli að vera vak- andi fyrir breyttum að- stæðum, jafnt mann- gerðum og náttúrufarslegum. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Alþjóðasamstarf í upplausn á örlagatímum fyrir mannkynið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.