Morgunblaðið - 04.03.2019, Side 29

Morgunblaðið - 04.03.2019, Side 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MARS 2019 STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni. Holiday er fyrsta myndsænska leikstjórans Isa-bellu Eklöf í fullri lengd.Miðað við gæði mynd- arinnar mætti hins vegar halda að hér væri þaulreyndur kvikmynda- höfundur á ferð, það er sjaldgæft að leikstjórar debúteri með svo óhemjusterku verki. Myndin byrjar á því að hin danska Sasha kemur til strandbæjarins Bo- drum í Tyrklandi. Hún er ein á ferð og leiðist sýnilega. Hún kíkir í búðir og mátar meðal annars sólgleraugu og skæsleg baðföt. Þegar kemur að því að borga reynist hún ekki eiga innistæðu. Í næsta atriði er hún sótt af náunga á flottum sportbíl. Hún segir honum að hún hafi fengið lánað örlítið af peningunum (hún er greini- lega að flytja stóra upphæð af pen- ingum) til að kaupa föt. Maðurinn bregst við með því að skamma hana eins og krakka og ógna henni, til þess að kenna henni lexíu. Sasha lof- ar að gera þetta aldrei aftur. Þessi atburður virkar eins og viðvörun: það er ofbeldi í vændum. Maðurinn keyrir hana að glæsi- legri villu við ströndina. Þar bíður hennar kærastinn Michael, sem er eiturlyfjabarón, og ófagurt föruneyti hans. Við tekur mikið sundlaugar- bakkahangs og partístuð en ekki líð- ur á löngu þar til gamanið fer að kárna og skuggahliðar Michaels koma fram í dagsljósið. Sagan er mjög áhugaverð og held- ur manni í heljargreipum. Það er kosið að halda vissri fjarlægð frá persónunum, þær tala ekki ýkja mikið og segja hlutina yfirleitt ekki beint út. Engu að síður eru samtölin raunsæ og vel skrifuð og það má lesa mikið á milli línanna. Persónurnar eru sömuleiðis heillandi þótt þær séu fjarlægar, af því að gjörðir þeirra af- hjúpa heilmikið um þeirra innri mann. „Skandí-kúl“ er hugtak sem er mjög áberandi í Bo Bedre og sam- bærilegum glanstímaritum og er notað til að lýsa skandivískum flott- heitum, einkum í tísku og innan- húshönnun. Holiday hefur þetta skandí-kúl yfirbragð, hún er nútíma- leg, minimalísk og áferðarfalleg. Myndavélin er að mestu kyrrstæð en innrömmunin er mjög snjöll og rammarnir ríkir af myndmáli. Víð- mynd er notuð á skapandi hátt, ým- ist til að sýna einn eða tvo aðgerðar- lausa einstaklinga í miklu flæmi eða fjölda manns í afmörkuðu rými þar sem allt er á iði og fólk talar hvert of- an í annað. Hljóð er afar hugvitsam- lega notað, hljóðrásum er tvinnað saman, raddir drukkna í klúbba- tónlist og sjónvarpsglaumur yfir- gnæfir sársaukavein. Þegar mynda- vélahreyfingar láta á sér kræla eru þær útreiknaðar og flóknar, eins og til dæmis í karaoke-atriðinu. Þessi stíll minnir ögn á handbragð annars skandí-kúl leikstjóra, Óskarsverð- launahafans Rubens Östlund. Myndin er léttúðug og fyndin á köflum en hún er jafnframt mjög harmræn. Ofbeldið í umhverfi Söshu er fyrst um sinn lúmskt og dulið en fer svo stigvaxandi. Myndin sýnir þannig með mjög sannfærandi hætti hvernig manneskja í ofbeldis- sambandi normalíserar ofbeldið sem hún verður fyrir. Í Holiday er unnið með skemmti- legum hætti upp úr glæpona-grein kvikmyndanna. Hér er gert ráð fyrir að áhorfendur viti alveg hvernig þetta gengur fyrir sig, það hafa flest- ir séð Goodfellas og Pusher, og nota þá þekkingu til að fylla í eyðurnar. Það mætti segja að myndin sleppi því að sýna það sem venjulega er einblínt á í mafíósamyndum og sýni þess í stað það sem venjulega er skil- ið út undan. Slagsmál og peninga- og dópstúss er á bak við tjöldin á meðan að hversdagslífið er í forgrunni. Þá er unga fallega kærastan, sem venjulega er bakgrunnspersóna í glæponamyndum, færð inn í sviðs- ljósið. Þetta er týpa sem maður hef- ur margoft séð á hvíta tjaldinu en aldrei í aðalhlutverki, maður hefur sjaldan fengið að sjá sögu slíkra per- sóna. Í einni senu liggur Sasha meðvit- undarlaus í rúminu eftir að henni hefur verið byrluð ólyfjan. Michael kærasti hennar stillir henni upp í alls konar skrítnar stellingar og leikur sér að henni líkt og barbídúkku. Þetta atriði er vitaskuld mjög tákn- rænt innan samhengis myndarinnar, þar sem það sýnir hversu litla virð- ingu Michael ber fyrir Söshu, en það er líka táknrænt innan víðara sam- hengis. Það má líta á þessa senu sem ádeilu á hvernig konur eru stundum framsettar eins og leikföng karl- manna í bíómyndum og afhjúpað hversu sjúklegt það er. Það er samt vert að taka fram að Sasha er ekki bara máttlaust fórnarlamb, hún er margslungin persóna og að vissu leyti ákveðin andhetja. Holiday er áhrifarík og nýstárleg mynd sem fjallar um beiskan og grimman veruleika með skapandi hætti. Á bak við tjöldin Bíó Paradís Holiday bbbbn Leikstjórn: Isabella Eklöf. Handrit: Johanne Algren og Isabella Eklöf. Kvik- myndataka: Nadim Carlsen. Klipping: Olivia Neergaard-Holm. Aðalhlutverk: Victoria Carmen Sonne, Lai Yde, Thijs Römer. 93 mín. Danmörk og Svíþjóð, 2018. Sýnd á Stockfish kvikmyndahá- tíðinni. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR Sýnd í Bíó Paradís þri. 5. mars kl. 17.30 og fim. 7. mars kl. 22.20. Skapandi „Í Holiday er unnið með skemmtilegum hætti upp úr glæp- ona-grein kvikmyndanna,“ segir í rýni um kvikmyndina Holiday. Á annan tug fyrrverandi og núver- andi meðlima Staatskapelle, sem er hljómsveit Staatsoper í Berlín, kvarta undan Daniel Barenboim, tón- listarstjóra Staatsoper í Berlín sem einnig er hljómsveitarstjóri Staats- kapelle. Samkvæmt fréttum The New York Times hafa þeir í þýskum fjölmiðlum sakað stjórnandann um eineltistilburði auk þess sem hann niðurlægi hljómsveitarmeðlimi og kalla þeir eftir því að ráðamenn bregðist við. Talsmaður Klaus Lede- rer, æðsti ráðamaður á sviði menn- ingar í Berlín, upplýsir að Lederer hafi farið þess á leit við Staatsoper að fenginn verði óháður aðili til að skoða kvartanirnar. The New York Times hafði sam- band við sjö fyrrverandi og núver- andi meðlimi Staatskapelle sem allir segjast hafa orðið vitni að kúgandi framkomu Barenboim sem þeir segja fara langt út fyrir það sem viðgengst í bransanum. Willi Hilgers, fyrrver- andi pákuleikari hjá Staatskapelle, segir Barenboim ítrekað hafa niður- lægt sig fyrir framan starfsfélagana með þeim afleiðingum að hann fékk „hækkaðan blóðþrýsting, þjáðist af þunglyndi og svefnleysi“. Leo Si- berski, fyrrverandi trompettleikari hjá Staatskapelle sem nú er tónlistar- stjóri Plauen-Zwickau leikhússins, segist margoft hafa orðið vitni að reiðiköstum Barenboim í garð koll- ega sinna og sjálfur orðið fyrir barðinu á honum eftir að hafa óskað eftir tímabundnu leyfi. Í nýlegu sjónvarpsviðtali svarar Barenboim, spurður um ásak- anirnar: „Ég fæddist í Argentínu og er því með suðrænt blóð í æðum og æsi mig af þeim sökum við og við.“ Í skriflegu svari til The New York Times skrifar hann: „Að beita ein- hvern kúgun og niðurlægja gefur í skyn að ætlun viðkomandi sé að meiða og njóta þess. Slík framkoma er víðsfjarri mér. Ég veit vel að þeg- ar taugarnar hafa verið strekktar hef ég orðið hvass í tali og sé eftir því, en það var allt og sumt. Ég er ekki hrotti,“ segir Barenboim og bætir við: „Hljómsveit yrði óstarfhæf ef kjósa ætti um hraða og styrkleika- breytingar. Einhver verður að stjórna, taka ákvarðanir og bera ábyrgðina.“ Barenboim hafnar ásökunum um einelti AFP Umdeildur Daniel Barenboim.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.