Morgunblaðið - 04.03.2019, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MARS 2019
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
595 1000
Frá kr.
209.99529. apríl í 10 nætur
Madeira
Hin sívinsæla gönguferð á
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Kjaradeilur
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Forystumenn í ferðaþjónustunni
taka ekki undir orð sumra félags-
manna um að rétt væri að svara
áformuðum skæruverkföllum Efl-
ingar, VR og fleiri félaga með verk-
bönnum. Verkbönn eru spegilmynd
verkfalla sem vinnuveitendur geta
beitt í kjaradeilum. Þeim hefur ekki
verið beitt nema í undantekningartil-
vikum á undanförnum áratugum.
Fulltrúar ferðaþjónustunnar tala
varlega þegar þeir eru spurðir hvort
verkbönn séu svarið við skærum
verkalýðsfélaganna gagnvart ferða-
þjónustunni sem sumar miða að því
að taka til einstakra verka fólks, sem
starfar áfram, eða til hluta úr dögum.
Þurfum að sýna ábyrgð
„Við erum gestrisnir og þess
vegna erum við í þessum rekstri,“
segir Kristófer Oliversson, formaður
samtaka fyrirtækja í hótel- og gisti-
þjónustu og forstjóri Center hotels.
„Við berum ábyrgð á því að gestir
sem koma til landsins lendi ekki á
götunni. Ég er með 1.200 manns og
það myndi muna um þann hóp á göt-
um Reykjavíkur. Við þurfum því að
sýna ábyrgð og vonum að þeir sýni
ábyrgð hinum megin,“ segir Krist-
ófer.
Þórir Garðarsson, stjórnarfor-
maður Gray line, skrifaði á Facebo-
ok-síðu sína sl. föstudag að ekki væri
hægt að bjóða erlendum gestum upp
á skerta þjónustu. Því væri það eina í
stöðunni að boða verkbann á móti frá
fyrsta degi verkfalls. Björn Ragn-
arsson, framkvæmdastjóri Kynnis-
ferða, sagði að stöðvun rekstursins
yrði skoðuð með lögfræðingum.
„Verkbann er eitt af tækjunum í
verkfærakistu vinnulöggjafarinnar.
Verður að meta það á hverjum tíma
hvaða aðferðum er beitt. Mér vitan-
lega hafa engar ákvarðanir verið
teknar um verkbönn í þessari deilu,“
segir Jóhannes Þór Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón-
ustunnar.
„Allar þær aðgerðir sem boðaðar
hafa verið valda röskun á starfsemi
fyrirtækjanna. Það getur til dæmis
valdið töluverðum vandræðum ef
einhver tiltekin verkefni eru tekin
út. Eðlilegast er að það fari í gegnum
greiningu hjá Samtökum atvinnulífs-
ins hvernig tekið skuli á því og í sam-
hengi við lagarammann sem um
þetta gildir,“ segir Jóhannes.
Færi þá í „átakafarveg“
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður
VR, telur að umræða um hugsanleg-
ar mótaðgerðir vinnuveitenda, eins
og til dæmis verkbönn, sé innantóm-
ar hótanir. „Þá yrðum við komin í
átakafarveg sem ekki hefur sést í
áratugi,“ segir hann og bætir við:
„Annars vil ég ekki ræða um mögu-
legar mótaðgerðir. Kæri mig ekki
um að koma umræðunni í þann far-
veg. Ég hef frekar viljað koma orð-
ræðunni í samningsgírinn.“
Ragnar segir að viðsemjendur
verkalýðsfélaganna verði að eiga það
við sig sjálfa hvernig þeir nálgist
málið. Hann segir að gert sé ráð fyrir
þessum möguleika í áætlunum félag-
anna. Ragnar vill ekki upplýsa um
aðgerðir, verði boðað til verkbanna,
en segir þó að þeim verði svarað með
verkföllum.
„Ég tel að þeir ættu frekar að
þrýsta SA að samningaborðinu og
hjálpa okkur að byggja upp ferða-
þjónustu sem ekki byggist á lág-
launastörfum, félagslegum undir-
boðum og grófum mansalsbrotum.
[…] Í stað þess að vera með hótanir
ættu þeir frekar að hugsa í lausnum
og koma að borðinu með meira af-
gerandi hætti,“ segir Ragnar Þór.
Stefnt að sáttafundi
Stefnt er að því að samninga-
nefndir samflots Eflingar, VR og
Verkalýðsfélaga Akraness og
Grindavíkur og Samtaka atvinnulífs-
ins komi á sáttafund hjá ríkissátta-
semjara næstkomandi fimmtudag.
Fundurinn hefur þó ekki verið boð-
aður.
Á fimmtudag verða liðnir 14 dagar
frá síðasta sáttafundi, fundinum þar
sem verkalýðsfélögin slitu viðræðum
og hófu undirbúning verkfallsað-
gerða. Ríkissáttasemjara ber að
boða til sáttafunda í deilum á minnst
fjórtán daga fresti, nema í undan-
tekningartilvikum.
Tala varlega um verkbann
Umræða um verkbann virðist ekki langt komin innan ferðaþjónustunnar „Berum ábyrgð á því að
gestir landsins lendi ekki á götunni,“ segir hótelstjóri Innantómar hótanir, segir formaður VR
Morgunblaðið/Eggert
Lækjargata Ferðamenn gætu lent í erfiðleikum með að finna sér gistingu og koma sér á milli staða í verkfalli.
„Ég held að þetta sé alveg eðlilegt
og eitthvað sem mátti búast við að
myndi gerast,“ segir Reynir Albert
Þórólfsson um boðuð verkföll.
Aðspurður segir hann aðgerð-
irnar vera nauðsynlegar.
„Þetta er allt í lagi eins og búið er
að setja þetta upp, að byrja aðeins.
Og ef það gerist ekkert þá þarf
bara að fara í alvöruaðgerðir.“
Reynir segist auðvitað örlítið
stressaður vegna þeirra áhrifa sem
verkföll hafa á hagkerfið. „En það
er náttúrlega tilgangurinn með
þessu. Ef það er ekki hægt að ná
neinu samkomulagi þá þarf bara að
gera eitthvað.“
Segir verkföll nauð-
synlegar aðgerðir
Hvað finnst almenningi
um boðuð verkföll?
Benóný Haraldsson, eldri borgari,
segir stjórnvöld fyrst og fremst
þurfa að grípa til aðgerða og
breyta um leið skattkerfinu
meira.
„Verkföllin koma til með að
hrífa. Eins og launin eru almennt
hjá fólki þá er þetta alveg
skammarlegt. Það þarf að byrja á
að laga skattkerfið. Ég er með
ellilífeyri og það er kroppað af
þessu hægri vinstri. Það er ekk-
ert orðið sem maður fær út. Fólk
hélt nú þegar það kaus Kötu að
hún myndi gera eitthvað. Enda er
mikill urgur og kurr í grasrótinni
hjá Vinstri grænum núna.“
Óánægður með að-
gerðarleysi Katrínar
Anna María Káradóttir og Arnar Birgir Jónsson segja
kröfur verkalýðsfélaganna vera meiri en þjóðfélagið
ræður við.
„Mér finnst þetta frekar galnar upphæðir en maður
veit auðvitað að þetta er svona ákveðið leikrit, samn-
ingatækni þar sem þú veist að þú nærð ekki þeim kröf-
um sem þú setur upp. Svo pirrar mig líka tímasetningin
á þessu, þegar hagsveiflan virðist vera á enda og
toppnum hefur verið náð og allt er á niðurleið,“ segir
Arnar og Anna tekur undir það:
„Eins og er vill maður frekar hugsa um stöðugleik-
ann. Það er spurning hvort þetta sé tímabært núna.“
Þau taka þó fram að þau séu ekki í þeim verkalýðs-
félögum sem áforma nú verkföll.
„Það væri kannski annað mál ef maður væri á þess-
um launum,“ segir Arnar og Anna bætir því við að hún
sé fylgjandi launahækkunum fyrir þá sem virkilega
þurfa á því að halda.
Aðspurður segist Arnar hafa slæma tilfinningu fyrir
komandi verkföllum.
„Ef rétt reynist og staðan í ferðamannageiranum er
nú þegar eins slæm og sagt er þá getur þetta verið náð-
arhöggið ef þetta fer í einhverja tóma vitleysu,“ segir
hann.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Verkföll gætu orðið náðarhögg ferðaþjónustunnar
Það nefnist verkbann þegar einn eða fleiri atvinnurekendur stöðva
vinnu að einhverju eða öllu leyti hjá launþegum sem eiga aðild að
stéttarfélögum í þeim tilgangi að vinna að framgangi krafna sinna í
vinnudeilum og til verndar rétti sínum. Sömu ákvæði gilda um það í
lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og verkfall.
Verkbönnum er mun sjaldnar beitt en verkföllum. Algengast er að
atvinnurekendur samþykki verkbönn sem mótleik við verkfalli verka-
lýðsfélags. Dæmi eru um að þau hafi verið notuð til að verja hag fyr-
irtækja sem eru lömuð vegna verkfalla og virki þá í raun þannig að
aðrir starfsmenn eru losaðir af launaskrá, þótt ekki sé það yfirlýstur
tilgangur aðgerðanna.
Vinnudeilusjóðum verkalýðsfélaga er heimilt að veita félagsmönnum
fjárhagsaðstoð vegna verkbanna, með sama hætti og verkfalla.
Oftast sett í deilum sjómanna og útvegsmanna
Verkbönn hafa verið sett á 32 sinnum frá því núgildandi vinnulöggjöf
var sett, árið 1938. Frá árinu 1980 til 2015 var fjórtán sinnum sett á
verkbann, samkvæmt yfirliti í lokaverkefni Rín Samía Raiss til MS-
gráðu í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, og sautján verkbönn fyrir
þann tíma, frá því fyrsta sem var 1941. Frá árinu 2015 hefur eitt verk-
bann verið sett á, eftir því sem næst verður komist, bann Samtaka
fyrirtækja í sjávarútvegi á samtök sjómanna og vélstjóra í löngu sjó-
mannaverkfalli.
Flest verkbönnin síðustu fjörutíu árin tengjast útgerðum og sjómönn-
um, samtals átta. Á árinu 1982 samþykkti Vinnuveitendasamband Ís-
lands að boða til verkbanns gegn öllum stéttarfélögum sem boðað
höfðu til verkfalls. Blaðamenn voru sendir heim í löngu prentaraverk-
falli 1984 svo nokkur tilvik séu tilgreind.
Verkbann sett á 32 sinnum
VERKBANN ER SPEGILMYND VERKFALLS