Morgunblaðið - 04.03.2019, Page 23

Morgunblaðið - 04.03.2019, Page 23
samhliða tamningum. Hér hafa alltaf verið kýr, fé og hross. Haukur, sonur minn, og Randi, sambýliskona hans, komu inn í rekst- urinn 2009. Þau eru bæði menntaðir reiðkennarar frá Hólum í Hjaltadal og hafa þau skapað sér góða aðstöðu hér heima. Reist var stórt hesthús og reiðhöll fyrir kennslu og tamningar.“ Bjarni hefur verið virkur fé- lagsmálum. Hann sat í stjórn Ung- mennafélags Reykdæla í nokkur ár og var í stjórn Veiðifélags Hvítár og Norðlingafljóts, í stjórn Vesturlands- deildar Félags hrossabænda, í stjórn Fjárræktarfélags Reykholtsdals- hrepps og í stjórn Búnaðarfélags Reykdæla. Hann var formaður Hrossaræktarsambands Vesturlands frá vori 1993 til ársloka 2009. Fjölskylda Sambýliskona Bjarna er Margrét Birna Hauksdóttir, f. 31. október 1948 í Reykjavík, bóndi á Skáney. Foreldrar hennar: Hjónin Haukur Bjarnason, f. 28. september 1925, d. 20. ágúst 2001, aðstoðaryfirlög- regluþjónn, og Þórunn Lárusdóttir, f. 10. september 1928, fyrrverandi framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Börn Bjarna og Birnu eru 1) Hauk- ur Bjarnason, f. 6. september 1981, hans sambýliskona er Randi Holaker, f. 1979 í Noregi, dætur þeirra eru Kristín Eir, f. 2009, og Sara Margrét, f. 2016. Þau eru búsett á Skáney; 2) Vilborg Bjarnadóttir, f. 18. maí 1983, maður hennar er Jón Kristinn Vals- son, synir þeirra eru Bjarni Valur, f. 2010 og Einar Ingi, f. 2013. Þau eru bús. í Reykjavík. Dóttir Birnu er Bryndís Ásta Birgisdóttir, f. 23. des- ember 1967, maður hennar er Bjarni Jóhannsson og börn þeirra eru Þór- unn Birna, f. 2002 og Jóhann Kári, f. 2009. Þau eru búsett á Suðureyri. Systkini Bjarna: Helga, f. 9. maí, 1946, d. 21. október 1982, starfaði á barnaheimilum Sumargjafar, síðast búsett í Reykjavík; Jakob, f. 19. júní 1956, húsasmíðameistari í Reykjavík, og Þorsteinn, f. 21. maí 1959, bifreiða- smiður og er núna bóndi í Norður- Noregi. Foreldrar Bjarna voru hjónin Mar- inó Jakobsson, f. 2. nóvember 1908 í Fremri-Torfustaðahúsum í Miðfirði, d. 20. júní 1989, og Vilborg Bjarna- dóttir, f. 31. október 1915 á Skáney, d. 16. nóvember 2008. Þau voru bændur á Skáney. Bjarni Marinósson Vigdís Jónsdóttir húsfreyja Hannes Magnússon bóndi í Deildartungu í Reykholtsdal Helga Hannesdóttir húsfreyja á Skáney Vilborg Bjarnadóttir bóndi á Skáney Bjarni Bjarnason bóndi á Skáney, organisti og kórstjóri Vilborg Þórðardóttir húsfreyja Bjarni Þorsteinsson bóndi á Hurðarbaki í Reykholtsdal Guðrún Jakobs- dóttir húsfreyja í Hafnar- firði Sigurður Aðalsteins- son fram- kvæmda- stjóri Blikabergs Aðalsteinn Finn- bogason stýrimaður í Hafnar- firði Gylfi Þór Sigurðsson fótbolta- maður í Everton á Englandi Margrét Jónsdóttir húsfreyja Guðmundur Sigmundsson bóndi á Barkarstöðum og Litlu-Þverá í Miðfirði Helga Guðmundsdóttir húsfreyja í Fremri-Torfustaðahúsum Jakob Þórðarson bóndi í Fremri-Torfustaðahúsum í Miðfirði Guðrún Árnadóttir húsfreyja Þórður Narfason bóndi í Torfustaðahúsum Úr frændgarði Bjarna Marinóssonar Marinó Jakobsson bóndi á Skáney í Reykholtsdal Afmælisbarnið Á Skáta frá Skáney. Feðgar Bjarni og Haukur (5 ára) á Rönd frá Skáney en hún er amma Sólons, frá Skáney, sem er þekktur ræktunarhestur í dag. Faðirinn Marinó Jakobsson á Eld- ingu frá Skáney. Hún er amma Randar frá Skáney. ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MARS 2019 VANDAÐUR VEISLUBÚNAÐUR FYRIR FERMINGAR fastus.is Hnífar, bretti, leirtau, glös, hitapottar, lampar, fatnaður, hitaborð, hitakassar og trillur o.fl. Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is Þorfinnur Guðnason fæddist 4.mars 1959 í Hafnarfirði, enólst upp í Reykjavík. Hann var sonur hjónanna Guðna Þ. Þor- finnssonar, f. 8.3. 1916, d. 13.2. 1966, verslunarstjóra, og Steingerðar Þor- steinsdóttur, f. 2.2. 1926, bús. í Reykjavík. Þorfinnur varð stúdent frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti árið 1983 og lauk BA-námi í kvikmynda- gerð frá California College of Arts and Crafts í San Francisco árið 1987. Þorfinnur starfaði hjá RÚV til ársins 1993 þegar hann sneri sér að gerð heimildamynda. Það ár sendi Þorfinnur frá sér fyrstu mynd sína, Húsey, sem hlaut menningar- verðlaun DV. Önnur mynd hans, ár- ið 1997, var Hagamús: með lífið í lúkunum. Sú mynd hefur unnið til verðlauna og viðurkenninga víða um lönd. Þriðja mynd Þorfinns, Lalli Johns, var frumsýnd árið 2001. Myndin setti met í aðsókn heimilda- mynda í kvikmyndahúsi. Hún hlaut einnig Edduverðlaunin sem heim- ildamynd ársins og Þorfinnur hlaut fagverðlaun Eddu fyrir klippingu á myndinni. Fjórða heimildamynd Þorfinns var Grand Rokk 1999 og árið 2004 sendi hann frá sér fimmtu mynd sína, Hestasögu, árið 2005 kom svo myndin Klink og bank og árið 2008 framleiddi hann heim- ildamyndina Kjötborg. Árið 2009 sendi Þorfinnur svo frá sér kvikmyndina Draumalandið sem hann gerði í samvinnu við Andra Snæ Magnason. Myndin sló aðsókn- armet Lalla Johns og er mest sótta heimildamynd íslenskrar kvik- myndasögu. Myndin hlaut Eddu- verðlaun sem heimildamynd ársins. Síðan komu út myndirnar Garðars- hólmi (2010), Bakka-Baldur (2011) og Víkingó (2014). Þann 10.8. 1985 kvæntist Þorfinn- ur Bryndísi J. Gunnarsdóttur, f. 13.1. 1958, sem tók drjúgan þátt í myndum hans. Dóttir Bryndísar er Thelma Guðrún Jónsdóttir. Þorfinnur lést 15. febrúar 2015. Merkir Íslendingar Þorfinnur Guðnason 90 ára Dóra Frímannsdóttir Elísabet G. Kemp 85 ára Guðríður Bjarnadóttir Jóna Ingibjörg Guðmundsdóttir Sigurlaug Steinþórsdóttir Svanhildur Eyjólfsdóttir Valgeir Þór Stefánsson 80 ára Kolbrún Olgeirsdóttir Kristín Þorgeirsdóttir Sveinn H. Jónsson Sverrir Bjarnason Þóra Angantýsdóttir Önundur Magnússon 75 ára Aðalsteinn Viðar Júlíusson Björn Karlsson Clem Orville Gunnar Utley Eggertína Gústafsdóttir Svanhildur Sigurjónsdóttir Sveinn Sveinsson 70 ára Anna B. Jóhannesdóttir Bjarni Marinósson Gíslína Lóa Kristinsdóttir Guðlaugur Ellertsson Reynir Haraldsson Sigurður Sigurðsson Steinunn Benediktsdóttir 60 ára Aðalheiður Jónsdóttir Bjargey Stefánsdóttir Guðbjörg S. Ólafsdóttir Hrönn Friðriksdóttir Inga Magnúsdóttir Pétur Sævarsson Ragnar Ólafur Guðmundsson Stefán Gísli Finnbogason 50 ára Einar Leó Erlingsson Gísli Elís Úlfarsson Gísli Magnússon Halla Grétarsdóttir Hörður Austfjörð Sævarsson Jónas Jónasson Kristín H. Hartmannsdóttir Margrét Stefánsdóttir Óðinn Gústafsson 40 ára Árni Rúnar Jóhannesson Hafdís Sif Hafþórsdóttir Kristjana M. Mbaye Þórisdóttir Loreta Kazlauskaité Milda Gineitaite Ólafur Arason Pawel Markowski Sandra Lind Ingvaldsdóttir Skúli Þorleifsson Svava Óttarsdóttir Wennie Rosanto Bagal Þórarinn Sigurvin Jónsson Þórður Eyþórsson 30 ára Anna Lilja Henrysdóttir Ásta Ingólfsdóttir Elías Kristjánsson Ellert Finnbogi Eiríksson Fang Lu Kristín Ása Brynjarsdóttir Magdalena Teresa Pierzga Piotr Mazurkiewicz Rebekka Kristinsdóttir Tinna Magnúsdóttir 40 ára Loreta er frá Alytus í Litháen, en flutti til Íslands 2004 og býr í Kópavogi. Hún er kenn- aramenntuð en er flug- freyja hjá Icelandair. Maki: Ágúst Sigurður Björgvinsson, f. 1979, körfuboltaþjálfari hjá Val. Börn: Gabríel, f. 2009, og Dominik, f. 2012. Foreldrar: Stasys Kaz- lauskas, f. 1953, og Birute Kazlauskiene, f. 1955. Þau eru bús. í Litháen. Loreta Kazlauskaité 40 ára Ólafur ólst upp á Álftanesi en býr í Toronto, Ontario í Kanada. Hann er forritari hjá Planswell. Maki: Kay Ma, f. 1988, starfar hjá svæðisstjórn- inni í Ontario. Foreldrar: Ari Sigurðs- son, f. 1954, forstjóri Loft- orku Reykjavíkur, og Anna Ólafsdóttir Björnsson, f. 1952, tölvunarfræðingur, sagnfræðingur og fyrrv. þingmaður. Þau eru bús. á Álftanesi. Ólafur Arason 30 ára Tinna er Reykvík- ingur og er blikksmiður og vélstjóri að mennt og er vélstjóri hjá Landhelg- isgæslunni. Maki: Andri Jóhannsson, f. 1975, blikksmiður. Börn: Rebekka Sól, f. 2007, og Margrét Þór- hildur, f. 2009. Foreldrar: Magnús Þór Geirsson, f. 1961, eigandi Stjörnublikks, og Margrét Erna Þorgeirsdóttir, f. 1967, bús. í Rvík. Tinna Magnúsdóttir Til hamingju með daginn mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.