Morgunblaðið - 04.03.2019, Side 14

Morgunblaðið - 04.03.2019, Side 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MARS 2019 BORÐPLÖTUR OG SÓLBEKKIR • Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenix og límtré • Mikið úrval efna, áferða og lita • Framleiðum eftir óskum hvers og eins • Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is 4. mars 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 119.2 119.76 119.48 Sterlingspund 157.82 158.58 158.2 Kanadadalur 90.66 91.2 90.93 Dönsk króna 18.161 18.267 18.214 Norsk króna 13.922 14.004 13.963 Sænsk króna 12.918 12.994 12.956 Svissn. franki 119.3 119.96 119.63 Japanskt jen 1.0651 1.0713 1.0682 SDR 166.11 167.09 166.6 Evra 135.52 136.28 135.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.2042 Hrávöruverð Gull 1325.45 ($/únsa) Ál 1892.5 ($/tonn) LME Hráolía 66.38 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Bandaríski netverslunarrisinn Amazon vinnur að því að opna sína fyrstu matvöruverslun þar í landi áður en árið er á enda, og er stefnt að því að nokkrir tugir verslana bætist við áður en langt um líður. Amazon keypti matvöruverslanakeðj- una Whole Foods árið 2017 en Wall Street Journal hefur eftir heimildarmönnum sín- um að rekstur Amazon-matvöruversl- ananna verði af öðrum toga og bjóði upp á ódýrara og almennara vöruúrval. Á að opna fyrstu verslunina í Los Ang- eles og Amazon ku þegar hafa samið um leigu á verslunarhúsnæði á tveimur stöð- um til viðbótar þar í borg. Stendur yfir leit að hentugu húsnæði í San Francisco, Seattle, Chicago, Washington D.C. og Fíla- delfíu. Samhliða nýju matvöruverslununum vinnur Amazon að því að opna minni þæg- indaverslanir undir merkjum Amazon Go þar sem engir gjaldkerar verða að störfum heldur tölvutækni notuð til að greina hvað viðskiptavinir setja í körfuna og rukka þá í samræmi. ai@mbl.is Amazon hyggst opna matvöruverslanir STUTT VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Að vonum vakti það athygli að hönn- unarstofan Kolofon, rétt orðin árs- gömul, skyldi vinna Íslensku vef- verðlaunin fyrir besta vef ársins 2018. Verðlaunin voru afhent við há- tíðlega athöfn þann 22. febrúar síð- astliðinn og var það vefur sveitarfé- lagsins Vesturbyggðar sem tryggði Kolofon aðalverðlaunin en Vestur- byggd.is var einnig valinn opinberi vefur ársins. Að auki var vefur Kolo- fon fyrir Íslandsdeild Amnesty Int- ernational tilnefndur í flokknum Samfélagsvefur ársins. Hörður Lárusson stofnaði stofuna ásamt Atla Þóri Árnasyni, Samúel Þóri Smárasyni og Inga Fannari Ei- ríkssyni, en Helena Rut Sveinsdóttir bættist við hópinn í haust. Hafa verkefnin á fyrsta starfsári Kolofon verið í meira lagi fjölbreytt, og spannað allt frá vefsíðugerð yfir í frí- merkjahönnun og útlitshönnun nýrra lögreglubifreiða. Segir Hörð- ur það af ásetningi gert að stofan einskorði sig ekki við annaðhvort vefinn eða prentað efni því oftar en ekki þurfi að nálgast hönnunarverk- efni fyrirtækja og stofnana með heildstæðum hætti: „Við fáum verk- efni til að leysa, og stundum felst lausnin í því að gera vef, en stundum að gera eitthvað annað. Við horfum fyrst á vandann, lausnina og hönn- unina, og veljum síðan miðilinn eftir því.“ Samtal og traust Aðspurður hvað megi helst skýra vel heppnaða vefsíðu Vesturbyggðar segir Hörður að gott traust hafi skapast á milli aðila. „Okkar verk- efni var að ræða við starfsfólk og íbúa um hvað væri bogið við gamla vefinn og búa til lausnir. Í gegnum þetta samtal, og í gegnum gott sam- starf, varð bæði til nýr vefur og um leið nýtt útlit fyrir Vesturbyggð sem nær út fyrir sjálfa vefsíðuna.“ Hörður bendir á að viðræður við starfsmenn sveitarfélagsins leiddu t.d. í ljós að þeir glímdu við hvim- leiðan vanda þegar kom að því að myndskeyta nýjar greinar á vefsíð- unni. „Það var ekki vandamál að skorti efni til að setja á netið, eða að ekki væri einhver til að setja það inn – né vantaði heldur gott myndefni því sveitarfélagið er afskaplega fal- legt. Vandinn var að finna mynd sem væri leyfilegt að nota og gat stund- um farið klukkustund í það að finna myndefni með frétt sem ætti annars að taka bara fimm mínútur að setja í loftið.“ Kolofon leysti þetta með því að gera safn myndskreytinga sem mun síðan halda áfram að vaxa. „Það eru sama sem engar ljósmyndir inni á vefnum heldur teikningar sem voru gerðar sérsatklega fyrir Vestur- byggð og eru núna orðnar um 30 talsins. Hver þeirra segir ákveðna sögu úr sveitarfélaginu og sýna þær hús og staði sem heimamenn þekkja, eins og skakka jólatréð á aðaltorgi Patreksfjarðar,“ útskýrir Hörður. „Bæði leysti þetta myndskreytingar- vandann og bjó um leið til sterka ásýnd.“ Veri ekki hrædd við að hringja Hörður segir nokkrar góðar regl- ur auka líkurnar á að verkkaupar fái sem mestan ávinning af því að leita til hönnunarstofa, hvort sem leysa þurfi stórt verkefni eða smátt. Sam- skiptin verða að vera greið og gagnsæ og má viðskiptavinurinn ekki vera hræddur við að spyrja spurninga. „Það er oft fyrsta spurn- ingin sem við fáum, og fullkomlega eðlileg spurning, hvort við sendum reikning í hvert skipti sem við svör- um í símann.“ Því betur undirbúinn sem verk- kaupinn er, því auðveldara eiga hönnuðirnir með að vinna sína vinnu og segir Hörður það sterkan leik ef viðskiptavinurinn veit nokkuð vel hvað það er sem þarf að breyta – og hvers vegna, en viti líka hvað er gott og virkar, og þurfi að varðveita. Þá segir Hörður ágætt að hönn- uðir fái að setja fram heildarlausnir og fylgja þeim síðan eftir eins og þurfa þykir í misseri og jafnvel ár. Hönnuðirnir eigi að fá að vera reglu- legir gestir, frekar en að vera kall- aðir að borðinu á 5 ára fresti: „Merk- ingar lögreglubifreiða voru einmitt farnar að bera þess merki að í gegn- um árin hafði verið bætt og breytt hér og þar: hönnunin plástruð og hlutunum reddað svo að í sumum til- vikum voru komnir allt upp í átta mismunandi litir og filmur á bílana og útlitið ekki eins snyrtilegt og fal- legt og það ætti að vera. Við endur- hugsuðum útlitið en höfum svo hald- ið áfram að byggja ofan á þá grunn- vinnu sem átti sér stað í samræmi við þær ábendingar sem við fáum frá fólkinu sem notar ökutækin.“ Er einnig brýnt, að mati Harðar, að fyrirtæki og stofnanir hafi eina samræmda stefnu í hönnun og útliti. „Algengt er að misræmi verði í hönnuninni því hvert svið eða deild er látin hanna það sem að henni snýr. Getur þá verið eitt útlit á vef, annað á merkingum, enn annað á at- vinnuauglýsingum og þar fram eftir götunum. Þarf að varast að hönnun- arvinnan slitni svona upp því bæði verður ímyndin sterkari ef hún er samræmd og í höndum fagfólks, og svo einfaldlega sparast þannig tími og peningar því aðrir starfsmenn geta þá einbeitt sér að sínum sér- sviðum.“ Hafi samræmi í hönnun Ljósmynd / Kolofon - Baldur Kristjánsson Fjölhæf Kolofon teymið: Samúel, Helena Rut, Hörður og Atli Þór.  Hjá fyrirtækjum og stofnunum vill það gerast að hver deild hanni það sem að henni snýr og það bitnar á heildarmyndinni  Ein rödd styrkir ímynd og sparar vinnu Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands, væntir þess að 3% skattur á tekjur af starfsemi stórra netfyrirtækja á Frakklandsmarkaði geti skilað um 500 milljónum evra í ríkissjóð árlega. Í viðtali við Le Parisien segir Le Maire að fyrir- hugaður skattur á netrisa muni beinast að félögum sem hafa a.m.k. 750 milljóna evra tekjur af stafræn- um rekstri á heimsvísu, og þar af meira en 25 milljónir í Frakklandi. Geta um 30 fyrirtæki vænst þess að þurfa að greiða þennan skatt og eru flest þeirra bandarísk, sum frá Kína, Þýskalandi, Spáni og Bret- landi en einnig eitt franskt fyrir- tæki auk nokkurra sem eru frönsk að uppruna en hafa verið seld til er- lendra kaupenda. Eru þetta félög á borð við Google, Amazon, Facebook og Apple, Airbnb, Booking og Uber. Segir ráðherrann að skattkerfi 21. aldar þurfi að endurspegla það virði sem fólgið er í gögnum, og þá sé netrisaskatturinn spurning um sanngirni þar eð umrædd fyrirtæki greiði 14 prósentustigum lægri skatt en smá og meðalstór fyrirtæki greiða almennt í Evrópu. Að sögn Reuters verður þess gætt með nýju sköttunum að þeir íþyngi ekki fyrirtækjum sem þegar greiða skatta í Frakklandi, með því að leyfa þeim að draga netskattinn frá skattskyldum tekjum. Frum- varp um nýja skattinn verður kynnt ríkisstjórn Frakklands á miðviku- dag og í framhaldinu lagt fyrir þingið. ai@mbl.is AFP Hvalreki Le Maire segir um 30 fyrirtæki þurfa að greiða skattinn. Vænta 500 milljóna evra af netskatti  Segir franskan skatt á netrisa snú- ast um sanngirni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.