Morgunblaðið - 04.03.2019, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MARS 2019
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
T I M E O U t
H æ g i n d a S t ó l l + S k e m i l l
TILBOÐSverð Frá kr. 268.560
fullt verð frá kr . 335 .700
T i l b o ð
Verð áður 89.900 kr.
Tilboð: 59.900 kr.
Verð áður 64.900 kr.
Tilboð: 39.900 kr.
Verð áður 8.990 kr.
Tilboð: 4.995 kr.
Ljósakróna Discoco Ljósakróna svört eða hvít Loftljós LUPO
PFAFF • Grensásvegi 13 • 108 Reykjavík • Sími: 414 0400 • www.pfaff.is
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Við höldum áfram þeim verk-
efnum sem við höfum verið að
vinna að. Ekki er von á neinum
stórkostlegum breytingum, að
minnsta kosti ekki fyrst um
sinn,“ segir Guðrún Tryggva-
dóttir sem nú hefur tekið við sem
formaður Bændasamtaka Ís-
lands, nokkuð óvænt eftir að
Sindri Sigurgeirsson sagði af sér
til að taka við öðru starfi.
Guðrún segir að unnið sé að
endurskoðun búvörusamninga,
þegar hún er spurð um mest að-
kallandi verkefni Bændasamtak-
anna, og bætir við að áform um
afnám fyrstiskyldu á hráu kjöti
sem flutt er til landsins sé stórt
hagsmunamál. „Ég tel að við eig-
um ekki að horfa á þessi mál að-
eins út frá hagnaðarsjón-
armiðum heldur einnig út frá
heilbrigðismálum heimsins.
Sýklalyfjaóþol er vaxandi vanda-
mál. Af hverju nýtum við ekki
þau tækifæri sem eru í löndum
eins og Íslandi sem eru til-
tölulega vel stödd í þessu tilliti?
Eigum við ekki að nýta þau til að
sporna við þróuninni í stað þess
að láta vandmálið flæða einnig
yfir þau? Það hljóta að vera
hagsmunir allra, ekki aðeins Ís-
lendinga, að reyna að snúa þess-
ari þróun við.
Betri merkingar
Landabúnaður er fjölbreytt-
ur atvinnuvegur. Guðrún telur
að þar séu ýmis sóknarfæri. „Við
búum í fámennu landi en getum
framleitt meira hér. Tökum
grænmetið sem dæmi. Hér eru
aðstæður til að framleiða allt það
grænmeti sem hér er neytt og á
annað borð er framleitt. Ég
sakna þess alltaf ef ég fæ ekki ís-
lenska papriku í búðinni. Af
hverju framleiðum við ekki
meira grænmeti?
Ég tel einnig mikilvægt að
huga að merkingum matvæla.
Þær eru víða bágbornar svo ekki
sést hvað er íslenskt og hvað inn-
flutt. Mér finnst að uppruni mat-
vælanna sem við borðum eigi að
vera ljós í öllum mötuneytum og
veitingastöðum. Við eigum að
vera upplýst og bændur eru líka
neytendur.
Bændur eru stoltir af því
sem þeir eru að framleiða. Það
væri gott ef öll þjóðin væri svolít-
ið stolt af því sem hér er fram-
leitt,“ segir Guðrún.
Boðar ekki stórkostlegar breytingar
Ljósmynd/Margrét Þóra
Athafnakona Guðrún Tryggvadóttir hengir upp hanska sem notaður
eru í fiskvinnslunni í Svartárkoti. Þar fer fram fjölbreytt starfsemi.
Eigum að nýta
tækifærin
Guðrún Sigríður Tryggva-
dóttir er 47 ára, menntaður
kennari og starfar sem bóndi í
Svartárkoti í Bárðardal. Hún
rekur sauðfjárbú ásamt Sigur-
línu systur sinni og fjölskyldum
þeirra. Þær reykja auk þess sil-
ung og selja og reka menning-
ar- og fræðslusetur og ferða-
þjónustu í Kiðagili sem Magnús
Skarphéðinsson, maður Sig-
urlínu, sér um.
Guðrún er formaður Bún-
aðarsambands Suður-
Þingeyinga og var varafor-
maður Bændasamtaka Íslands
í eitt ár, þar til hún tók við for-
mannsembættinu 1. mars sl.
Eiginmaður Guðrúnr er Hlini
Gíslason bóndi og eiga þau
fjögur börn. Tryggvi Snær,
landsliðsmiðvörður í körfu-
bolta og atvinnumaður á
Spáni, er sonur þeirra.
Hver er hún?
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
Ítalinn Nicola Fanetti var útnefndur
besti kokkur Food & Fun-hátíðar-
innar 2019 sem lauk í gær, en hann
var gestakokkur á veitingastaðnum
Essensia við Hverfisgötu. Hákon
Már Örvarsson, matreiðslumaður
og eigandi staðarins, segir að Fa-
netti hafi passað vel inn í hug-
myndafræði staðarins.
„Við fengum hann til okkar í
gegnum meðmæli frá dönskum mat-
arbloggara sem hefur tengsl við há-
tíðina. Okkur fannst þetta vera
mjög flott pörun við okkar veitinga-
stað, og það gekk svona prýðilega
vel,“ segir Hákon. En hvað var það
við matseðilinn sem Fanetti setti
saman sem þótti skara fram úr?
„Við heyrum frá okkar kúnnum
að tveir réttir hafi borið af. Það var
bleikju carpaccio og saltfisks rav-
ioli. Hann vann einnig með íslenskt
lamb og íslenskar kryddjurtir. Hann
sótti í íslenska náttúru og blandaði
því saman við það ítalska eldhús sem
hann fæst við dagsdaglega. Það var
virkilega skemmtileg útkoma,“ seg-
ir Hákon.
Fólk hefur alltaf skoðanir á mat
Fanetti, sem er einn af stofn-
endum veitingastaðarins Brace í
Danmörku, hafi einnig verið mjög
ánægður með það hráefni sem hann
fékk til þess að vinna með.
„Hann var mjög hrifinn af því
hvað varan okkar var góð. Íslenska
lambið er auðvitað einstakt og við
erum með ferskan fisk sem ber af.“
Hátíðin var nú haldin í 18. sinn og
í ár komu yfir 20 matreiðslumeist-
arar hvaðanæva úr heiminum.
„Ég hef verið í þessu í fjölda ára
og áhuginn virðist alltaf vera sá
sami, ef ekki meiri. Við erum mjög
ánægð með þátttökuna í ár. Fólk
hefur alltaf skoðanir á mat. Það hef-
ur áhuga á þessu, sýnir hann í verki
og kemur út að borða,“ segir Hákon.
Sigurvegarinn hrifinn af íslenska hráefninu
Food & fun-matarhátíðin fór fram í 18. sinn Ítalinn Nicola Fanetti skaraði fram úr á Essensia
Nicola
Fanetti
Hákon Már
Örvarsson