Morgunblaðið - 29.04.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.04.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. APRÍL 2019 595 1000 AlicanteFlugsæti Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge turr br ey Báðar leiðir m/tösku og handfarangri Flugsæti frá kr. 39.850 Verð m.v. 10. maí til 17. maí Helgi Bjarnason Atli Steinn Guðmundsson Fertugur íslenskur sjómaður var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku, nyrsta fylki Noregs, aðfaranótt laugardags. Tveir menn, einnig íslenskir sjómenn, voru handteknir í kjölfarið, annar er grunaður um morðið og hinn er tal- inn meðsekur. Lögreglan mun fara fram á að þeir verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald þegar þeir verða leiddir fyrir dómara í dag. Lögreglan fékk tilkynningu um klukkan hálffjögur að íslenskum tíma aðfaranótt laugardags um að karlmaður hefði verið skotinn í íbúðarhúsi í Mehamn. Maðurinn var á lífi en alvarlega særður þegar lögreglan kom á vettvang en endur- lífgun bar ekki árangur. Skömmu eftir klukkan átta um morguninn fékk lögreglan ábendingu um að bifreið hefði verið ekið ofan í skurð skammt frá Gamvik sem er þorp í nágrenninu. Talið er að mennirnir hafi verið á bílnum. Vopnaðir sérsveitarmenn voru kallaðir til og handtóku þeir menn- ina tvo eftir ábendingu í húsi í Gamvik. Þeir komu út þegar lög- reglan kom og veittu ekki mót- spyrnu við handtökuna, að því er VG hefur eftir talsmanni lögregl- unnar. Yfirheyrðir næstu daga Fram kom í fréttatilkynningu sem lögreglan í Finnmörku sendi frá sér í gær að sá sem grunaður er um verknaðinn, 35 ára gamall Ís- lendingur, hafi ekki verið yfirheyrð- ur þar sem hann hafi neitað því. Lögreglan stefnir hins vegar að því að yfirheyra hann og annan Íslend- ing, 32 ára gamlan, sem grunaður er um að vera meðsekur í málinu, á næstu dögum. Þeim hafa verið skipaðir verj- endur. „Ég hitti skjólstæðing minn í dag en ég get ekki tjáð mig neitt um okkar samskipti eins og er,“ sagði Vidar Zahl Arntzen, lögmaður aðalákærða, í samtali við mbl.is í gær. Báðir mennirnir verða leiddir fyrir dómara í Vadsø í dag. Þá fer lögreglan fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald og einangrunarvist yfir árásarmanninum og vikulangt gæsluvarðhald yfir yngri mann- inum. Sá hefur neitað aðild að mál- inu að því er norskir fjölmiðlar hafa eftir lögmanni hans. Sérfræðingar frá norsku rann- sóknarlögreglunni vinna að rann- sókn málsins með lögreglunni í Finnmörku. Hinn látni verður kruf- inn í Tromsø. Lögreglan hefur ósk- að eftir upplýsingum um mennina frá íslensku lögreglunni. Viðurkenndi á Facebook Hinn látni og sá sem grunaður er um verknaðinn eru hálfbræður. Fram kemur í tilkynningu lögregl- unnar að hinn grunaði hafi haft í hótunum við fórnarlambið fyrir árásina og hafi þær verið til rann- sóknar hjá lögreglunni. Sett hafði verið nálgunarbann á manninn gagnvart hinum látna 17. apríl síð- astliðinn. Honum var tilkynnt um það símleiðis. Lögreglan vill ekki tjá sig um eðli hótananna, að svo stöddu, vegna rannsóknarhags- muna. Áður en sá grunaði var handtek- inn birti hann færslu á Facebook þar sem hann virðist viðurkenna að hafa orðið bróður sínum að bana og talar um svívirðilegan glæp sem muni elta hann alla ævi en jafn- framt að þetta hafi ekki átt að fara svona, hann hafi ekki ætlað að hleypa af. Biður hann fólkið sitt fyrirgefningar. Talsmaður lögreglunnar stað- festir við NTB-fréttastofuna að lög- reglan viti um Facebook-færsluna og hafi aflað upplýsinga um hana. Segir hann að samskipti viðkom- andi á Facebook kunni að vera mik- ilvæg gögn við rannsóknina. Hinn látni hét Gísli Þór Þór- arinsson og var fertugur sjómaður, búsettur í Mehamn. Hann lætur eftir sig unnustu og fósturbörn. Mikil áhrif í samfélaginu Mehamn er kyrrlátt tæplega 800 manna sjávarþorp í Finnmörku. Það er höfuðstaður sveitarfélagsins Gamvik þar sem búa alls rúmlega 1.100 manns. Er þetta nyrsta byggð Noregs og hefur verið talin með fá- tækustu sveitarfélögum landsins. Trond-Einar Olaussen bæj- arstjóri segir málið harmleik í sam- félagi þar sem allir þekki alla. Það muni hafa mikil áhrif á samfélagið og hvetur íbúa til þess að hlúa hver að öðrum. Sveitarstjórnin bauð þeim íbúum sem vildu áfallahjálp og andlegan stuðning. Íslendingar efldu Gamvik Um þrjátíu Íslendingar búa í Me- hamn og Gamvik. Upphafið má rekja til þess að tveir menn frá Vestfjörðum, Albert Már Eggerts- son og Haraldur Árni Haraldsson, fluttu þangað eftir bankahrun og stofnuðu útgerð og fiskvinnslu í Gamvik. Þeir byggðu fyrirtækið upp með íslenskum aðferðum. Þetta upplýsir Þóra Ragnheiður Björns- dóttir sem var prestur í Mehamn og Gamvik í nokkur ár frá árinu 2012. Á ýmsu gekk í rekstrinum í upphafi en þeir félagar eru miklir dugnaðarmenn og hafa náð að efla hann smám saman. Þegar þeir byrjuðu var Gamvik í mikilli nið- urníðslu en reksturinn varð mikil lyftistöng fyrir samfélagið, að sögn Þóru. Nokkrir Íslendingar fluttu til Gamvikur til að vinna á sjó og í landi hjá fyrirtækinu sem hét Sæd- is í upphafi en nú Gamvik Seafood og einnig kom fólk frá Austur- Evrópu til að vinna í fiski. Síðar fluttu nokkrir Íslendingar til Me- hamn til að vinna og gera sjómenn einnig þaðan út. Þóra segir að á meðan hún var í Mehamn og Gamvik hafi verið ágæt samheldni meðal Íslendinganna. Þeir hafi til dæmis hist 17. júní og félagarnir í Sædisi hafi lagt sitt af mörkum með því að selja fólkinu fisk á góðu verði. Lögreglan krefst gæsluvarðhalds  Íslenskur sjómaður skotinn til bana í Norður-Noregi  Íslendingur grunaður um verknaðinn og annar talinn meðsekur  Sá grunaði var til rannsóknar vegna hótana og sætti nálgunarbanni „Hver einasti maður í Mehamn er í sjokki,“ sagði Sigurður Hjaltested, sjómaður í Mehamn, í samtali við mbl.is í fyrradag. „Við vorum góðir félagar. Þessi drengur var alveg yndislegur og ég get sagt þér að stórt skarð er höggvið í samfélag Íslendinga jafnt og Norðmanna.“ Minningarathöfn um Gísla Þór var haldin í Mehamn á laug- ardag auk þess sem kirkjan í þorpinu Gamvik var höfð opin. Athöfnin var tilfinningaþrungin, að því er norskir fjölmiðlar höfðu eftir prestinum. „Athöfn- in var mjög falleg og þangað komu allir, Íslendingar og Norð- menn. Hann var aufúsugestur á hverju heimili hér,“ segir Sig- urður. Skarð höggvið í samfélagið MINNINGARSTUND Ljósmynd/Travel-Finmark Mehamn Kirkjan í Mehamn gnæfir yfir höfnina. Þangað komu um 70 íbúar á minningarstund á laugardagskvöld. Mehamn í Finn mörku Í nyrsta fylki Nor egs N O R EG U R F I N N L A N D RÚSSLAND S V Í Þ J Ó Ð Osló Stokkhólmur HelsinkiBjörgvin Tromsø Mehamn Mehamn Staðsetning: 71°N Sveitarfélag: Gamvik Íbúafjöldi: 779 He lsi ng jab ot n Eystrasalt Noregshaf Norður- Atlantshaf Barentshaf „Heildarplássið stækkar um ca. 100 fermetra og verður tæplega 400 fer- metrar eftir stækkun,“ segir Sigrún en hluti af stækkuninni fer undir Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Vínbúðin á Eiðistorgi á Seltjarn- arnesi verður stækkuð umtalsvert á næstunni. Hefur Vínbúðin tryggt sér pláss við hlið núverandi versl- unar og verður það tekið til notk- unar síðar á árinu. Talsverðar breytingar hafa verið á nýtingu verslunarpláss á Eiðistorgi. Nú síðast hvarf Íslandspóstur á braut og við það losnaði álitlegt pláss. Ferðaskrifstofan Mundo tryggði sér það og við það losnaði rými við hlið Vínbúðarinnar. Í því rými var um árabil rekinn söluturn. Samkvæmt upplýsingum frá Sig- rúnu Ósk Sigurðardóttur, aðstoð- arforstjóra ÁTVR, stækkar verslun Vínbúðarinnar umtalsvert við þetta. verslunarrými og hluti undir lager- rrými. Vínbúðin á Eiðistorgi er að margra mati orðin nokkuð lúin í samanburði við þær sem endurnýj- aðar hafa verið síðustu ár. Kröfu- harðir viðskiptavinir hafa til að mynda kvartað undan því að ekki er kælir í versluninni eins og víðast annars staðar. Sigrún staðfestir að þetta standi til bóta með tilvonandi stækkun: „Já, það er áformað að setja upp kæli í búðinni,“ segir hún í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins. Sigrún segir hins vegar að tafir hafi orðið á afhendingu húsnæðisins og ekki liggi fyrir hvenær það fáist afhent. „Það er ekki ólíklegt að framkvæmdir við stækkun búð- arinnar tefjist til haustsins úr því sem komið er,“ segir Sigrún Ósk. Morgunblaðið/Hari Eiðistorg Vínbúðin verður stækkuð síðar á árinu um 100 fermetra. Fá loks kæli í Vínbúðina  Vínbúðin á Eiðistorgi verður stækkuð á árinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.