Hugrún - 01.08.1923, Page 6

Hugrún - 01.08.1923, Page 6
4 hófust á bergmálsins vængjum um sveitir og dali. Sortnaði, hljóðnaði húmið og þagnaði blærinn, sem Hadesar myrkrunum vefðist landið og særinn. Þá brá fyrir elding, við sjónbaug leiftraði logi, ljósbjarma sveipuð reis þar úr djúpinu alda, — hærri en fjöllin þau hæstu, — í þrumandi sogi, helþung og stynjandi opnaði faðminn sinn kalda, Með hvítfextann kambinn, sem helreið dáinna manna á hrynjandi skriðjöklum öskulitaðra fanna. Sem þjóðsagnamærin úr álaga undrunum hrifin sitt augnablik hinsta lifði forntímans Róma. Marmaraborgin gulli og demöntum drifin úr dökkvanum steig í helbjarmans fegurð og ljóma. í skógklæddri fjallshlíð hófust pallar af pöllum, prýddir með gnæfandi súlum og skínandi höllum. Það leið aðeins svipstund — sokkin í freyðandi hafið var sagnþjóðin forna. — Grafljóðin raulaði bára. Atlantis menningaróðal í Nirvana grafið. — Enn skyldi mannkynið berjast um þúsundir ára. Brjóta úr steinunum sjóð þann, er feðurnir sóttu í sólborna gullöld, en týndust þá örlaganóttu.

x

Hugrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugrún
https://timarit.is/publication/1335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.