Hugrún


Hugrún - 01.08.1923, Qupperneq 16

Hugrún - 01.08.1923, Qupperneq 16
14 Mér varð ósjálfrátt að ranla fyrir munni mér kætasta danslag- ið hennar: Far nu vel min egen ven til vi ses igen.« »f5angað til við niætumst aftur!« Ég brosti biturt. Bæri fundum okkar oftar saman í lífinu, mundi það stafa af ólánlegri tilviljun. Ég strauk hendinni yfir ennið. Pað var svitaþrungið en veður var kalt. Mér fanst eitthvað blýþungt og ógnandi hvíla á sál minni. Ég held, að á þessu augnabliki hafi ég skiiið hugsanir morðingjans að verkinu loknu. En hvað hafði ég gert? — Hafði ég nokkurn rétt á að (engja sakleysi við svívirðingu og eyðilagða æfi, að leiða hana út í ó- vissuna undir ógæfustjörnu mína; var eigi nægilegt að bölvun tilverunnar og sjálfskaparvítanna hryni á mér einum. — þannig hugsaði ég þá. Ég hitti hana ári síðar í Færeyjum. — Hún var komin heim. Tilviljunin lét okkur hiítast á förnum vegi. — Augnatillitið, er hún sendi mér, hefir fylgt mér dag og nótt, árum saman. það var ásökunar- og örvæntingar óp sakleysisins, — dauðastuna guðseðlisins. Skömmu síðar fékk ég nafnlaust bréf þangað, sem ég bjó í þórshöfn, meðan ég dvaldi í bænum. Ég vissi þegar, hver sendandinn var. Bréf þetta geymi ég enn. Hversvegna veit ég ekki. En nú er það farið að óhreinkast og gulna, þar sem það liggur í vasa mínum meðal óborgaðra reikninga og aunara því líkra skjala. — — En stundum virðist mér ég sjá bletti á því eins og eftir þornuð tár. Einu sinni enn, í síðasta sinni, ætla ég að líta yfir línurnar. Svo gef ég eldinum það. /

x

Hugrún

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugrún
https://timarit.is/publication/1335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.