Hugrún - 01.08.1923, Blaðsíða 26

Hugrún - 01.08.1923, Blaðsíða 26
24 * En Asta er öðruvísi ger. Hún er góð og göf- ug kona, en hún er alin upp við annað andrúmsloft. Hún hefir annað útsýni. Þar af rís óeining og tor- trygni, — hávaðalaus, en sár og þung og virðist ætla að kollvarpa allri gæfu þessa heimilis. Meistaralega er hér farið með efnið. Engri setn- ingu virðist ofaukið og alt meitlað, — alt skýrt og Ijóst, svo hvert orð þrungið af innileik og samúð með persónunum, sem allar hafa meira og minna til síns ágætis, — Tortrygni Bjargar við alt nýtt nær til fleiri en Astu. Hún nær einnig til Sveins, vinnumannsins, sem ef til vill er best mótaða per- sónan. Við þekkjutn öll þennan hálfgerða oflát- ung, kæruleysislegan og gáskafullan. Björg treystir honum eigi fyrir fósturdóttur sinni. Hún treystir honum í engu. — Hún getur ekki skilið, að hann er einn af þeim, sem heimurinn traðkaði undir fótum og sem var of stoltur til að beygja sig og láta ásjá. En Björg sér hver hann er, þegar hann býðst til að stofna lífi sínu í hættu til að bjarga syni hennar. — \Já er Þura gamla ein persónan, er höf. nær bestum tökum á, hálf-geggjaður vesalingur, er þannig hefur orðið, sökum þess, að hún er ung svikin í trygðum Og ekki er því tortrygnin minni hjá henni, en Björgu: »Ég er vitlaus og vond, en verst er ég við sjálfa mig,« segir hún einu sinni. Og Jón gamla þekkjum við: Mikill á lofti og forn í skapi, en fremur einfaldur,— þetta gamla trygglynda hjú, er auðvitað dregur svo taum Bjargar gegn Astu. Alla þessa þræði rekur höf. af snild, þar til þeir að lokum renna saman í eitt. Og við lifum með persónunum og skiljum þær

x

Hugrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugrún
https://timarit.is/publication/1335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.