Hugrún


Hugrún - 01.08.1923, Qupperneq 27

Hugrún - 01.08.1923, Qupperneq 27
25 svo vel, sem væru þær brot úr okkur sjálfum. Sam- talið milli gamla prestsins og Bjargar er ef til vill hið fegursta í bókinni. Þessi gamli prestur, sem kom- inn er á grafarbakkann, er víðsýnn og göfuglyndur. Hann getur gagnrýnt alla nýja strauma með skiln- ingi og tortrygnislanst.. i því samtali eru þessi skín- andi fögru orðaskifti: PRESTUR. Skyldum við ekki þurfa alla eilífðina til að læra, Björg mín, hvað þá þessa stuttu mannsæfi? Mér finst ég hafa lært mikið þetta síðasta ár. BJÖRG. Af nýja prestinum? PRESTUR. Já, einmitt af nýja prestinum. Pað er svo margt sem minnir mig á það, þegar ég var ungur og þurfti að læra. Og eitt er víst, að ef við lendum í andstöðu við æskuna, þá er einhver sök hjá okkur, — eitthvað að verða að steingerfingi í okkar eigin sálum.« BJÖRG. Kuldinn og harkan bræðir ekki steininn. PRESTUR. Nei, en regntárin móta hann og eldurinn bræðir hann. BJÖRG. Guð stjórnar gróðurskúrunum og eldinutn, sem veldur byltingum jarðarinnar og bræðir björgin, en ekki mennirnir. Og Guð gefur mönnunum gróðurregn sorgarinnar og eld kærleikans, svo að þeir eignist þroska fyrir nýjan gróður. * * Ast Astu og Bjargar til Ara er ef til vill sterk- asti þáttur leiksins. Maður finnur að það er eigi aðeins byltinga-tortrygni gamlaog nýja tímans, sem gerir þessar tvær konur, sem báðar eru svo mikils- virði, að óvinum. Pað er einnig ástin til Ara. Eink- anlega er það Björg, sem eigi hefir getað þolað að ást hans yrði tekin frá henni, en svo virðist henni. En í síðasta þættinum mætast þessi hjörtu, þegar

x

Hugrún

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugrún
https://timarit.is/publication/1335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.