Hugrún - 01.08.1923, Page 29

Hugrún - 01.08.1923, Page 29
27 Rafmagnsprenging í loftinu hafði eyðilagt rás rafmagnsbyigjanna. Fengu menn því aðeins að vita fyrsta bókstafinn í nafni því, sem Arsene Lupin ferðaðist undir. Heíði það verið eitthvert annað leyndarmái, sem borist hefði með loftskeytasímanum, mundi það óefað hafa varðveist, svo að farþegarnir hefðu eigi fengið vitneskju um það. En þessu var eigi unt að halda leyndu og áður en dagur var að kvöldi kominn var það á allra vitorði, að Arsene Lupin væri ferðaféiagi okkar! Arsene Lupin, þessi heimsfrægi stórþjófur! Pessi kon- ungur allra þjófa, sem allur heimurinn talaði daglega um. Blöðin fluttu heilar síður af hinum ótrúlegustu æfintýrum hans og verk- um. Maðurinn, sem enginn þekti og alt gat gert, án þess að skilja nokkur spor eftir. Og það var hann, sem frægasti leyni- lögreglusnillirigur Frakklands hafði svarið að handtaka lifandi eða dauðann. Mánuðum saman hafði hann elt Arsene Lupin, en árangurslaust. Aimenningur dáðist að Arsene Lupin, því yfir verkum hans hvíldi einskonar aðalsblær og glæsimenska, er ekki átti sinn líka. Hann heimsótti aðeins stórhýsin, hali- irnar og herragarðana. Pað var hann sem skyldi eftir nafn- spjald sitt með eftirfarandi línum eftir að hann hafði brotist þar inn: Herra barón! »Eg kem aftur, þegar að hín verðmætu foingripa húsgögn yð- ar eru orðin ósvikin, en eigi einkisvirði eftirlikingar. Virðingarfylst.« Hvernig Arsene Lnpin Ieit út vissi enginn. Dularbúningar hans skiftu hundruðum. Hann var aldrei til lengdar sami maður. Aðra stundina bifreiðarstjóri, hina amerískur miljónaeigandi, ýmist ungur aðalsmaður og slæpingi, úttaugað, hrumt gamal- menni, rússneskur læknir, spánskur nautaatsriddari eða umferða- sali, — í fáum orðum: alt mögulegt. Rað má því nærri geta, hvílíkt uppþot það vakti, er það vitn

x

Hugrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugrún
https://timarit.is/publication/1335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.