Hugrún - 01.08.1923, Side 31
29
»Hér er hann,« hrópaði ítali rokkur með kolsvart hár og augu.
Ungfrú Nelly hló. »Pað er nú ekki hægt að segja, að þjer
séuð Ijóshærður,* rriælti hún.
»Þá er aðeins eínn inaður eftir á nafnaskránni,« hélt ég áfram.
íPað er herra Rozoine. Er hér nokkur viðstaddur, sem vill ganga
í ábyrgð fyrir hann?«
Enginn svaraði. Ungfrú Nelly leit á meðbiðil minn, er eigi
mælti orð. »Jæja, Rozoine, því svarið þér ekki? Rjer eruð ljós-
hærður og nafnið yðar byrjar á R.«
Allir litu á Rosoine, en ekki leit út fyrir, að neitt væri
grunsamlegt við manninn.
»F*ér spyrjið, hví ég svari eigi,« mælti hann loks. — »Eg hefi
engu að svara, því þar eð ég er Ijóshærður og önnur lýsing
glæpamannsins á við mig, sé ég ekki annað rétfara en að láta
handtaka mig.«
»Jæja, — eruð þér einnig særður á hægri framhandlegg ?«
spurði ungfrú Nelly.
»Onei, það er ég nú ekki,« — svaraði hann og fletti upp
treyjuerminni. — En það var vinstri handleggur, er hann
sýndi okkur!
í þessu augnabliki kom lávarðarfrú Jerland með öndina í
hálsinum.
»Gimsteinum mínum — perlum —, öllum — hefir verið
stolið . . .!«
Rað kom þó brátt í Ijós, að svo var eigi. Pjófurinn hafði
eigi stolið þeirn öllum. Har.n hafði valið úr alt hið fegursta
og verðmætasta. Hitt hafði hann skilið eftir.
Og nlt þetta hafði hann gert á nokkrum mínútuni meðan lá-
varðarfrú Jerland drakk teið í borðsalnum. Rað var auðséð, að
á verki þessu var handbragð Arsene Lupin. Enginn annar mundi
hafa vogað að brjóta upp svefnklefa utn albjartan dag og eyða
svo tíma ; að velja aðeins það verðmætasta. Pað virtist óskilj-