Fréttablaðið - 20.07.2019, Side 18

Fréttablaðið - 20.07.2019, Side 18
Flosi Eiríksson, fram-kvæmdastjóri Starfs-g r e i n a s a m b a n d s i n s , hættir sér úr veðursæld-inni í vesturbæ Kópavogs í kaffibolla í vindasamri miðborginni. Það má nánast kalla Flosa innfæddan í Kópavogi, hann hefur aldrei flutt lengra en í Hamra- borgina og það þótti honum meira að segja fulldjarft. „Það var nú öll ævintýraþráin, en í Hamraborginni var ég með útsýni til vesturs og það hjálpaði,“ segir hann íbygginn. Bæjarlífið hefur breyst frá því foreldrar Flosa, Eiríkur Jónas Gíslason, brúarsmiður og húsa- smíðameistari hjá Vegagerðinni, og Þorgerður Þorleifsdóttir dagmóðir byggðu bernskuheimilið í vesturbæ Kópavogs. „Þegar ég var í mennta- skóla þótti það jaðra við að búa úti á landi að búa í Kópavogi og þó að bærinn verði alltaf meira og meira miðsvæðis er þar enn svona þorps- stemning og mér þykir gott að búa þar með börnunum. Hér er allt til alls, sundlaug, fiskbúð, bókasafn og skóli, og Kópavogur er skemmtilegri en mörg nýrri úthverfi höfuðborgar- svæðisins, hér er blandaðri byggð,“ segir Flosi og segist hvergi ætla að flytja. Hann verði áfram í Kópavogi um aldur og ævi. „Foreldrar mínir voru aðkomu- fólk, engra manna og ekki í Sjálf- stæðisflokknum og fengu því ekki lóð í Reykjavík. Þeim var bent á að fara og tala við Finnboga Rút. Pabbi Af háa brettinu í djúpu laugina  „Tíminn læknar ekki öll sár,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, sem ræðir um líf sitt, störf og sáran missi. Flosi missti eiginkonu sína, Nínu, úr bráðahvítblæði fyrir nærri því sex árum. gerði það og þeir sátu og drukku kaffi saman heima á Marbakka eins og við gerum núna, ósköp notalegt bara og þegar þeir höfðu talað saman í meira en klukkustund þá rúllaði Finnbogi Rútur uppdrætti út á stofuborðið og sagði: Þú færð lóð og þú færð þessa lóð hér! Svo byggðu foreldrar mínir sér hús og bjuggu þar alla ævi.“ Áttu eins leikföng Flosi er einn sex systkina. Hann og tvíburasystir hans, Elín, eru yngst. „Elstur er Gísli sem starfar sem verk- fræðingur hjá Vegagerðinni, þá er það Björg sem starfar sem kennari, Þorleifur sem er líffræðingur og rekur ráðgjafarfyrirtæki, Ívar sem er forritari hjá Reiknistofunni og svo ég og Elín sem starfar sem bókasafns- og upplýsingafræðingur hjá Heilsu- gæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Ég fæddist fjórum klukkustundum á undan henni svo ég segi að ég sé eldri en hún,“ segir Flosi. Þau Elín eru eðli- lega frekar náin. „Þótt við séum ekkert skyldari en önnur systkini líffræðilega. Við erum alls ekkert lík en við vorum oft mikið saman og stundum klædd í eins föt. Þegar við Elín fæddumst þá var Björg í kennaranámi og mjög upptekin af alls kyns uppeldiskenn- ingum. Við Elín áttum framan af eins leikföng, jafn margar dúkkur og bíla og svona. Ég á enn þá dúkkuna mína sem pabbi keypti á iðnaðarsýningu í Hannover. Þegar hún var lögð aftur þá lokuðust á henni augun, svaka- lega flott,“ segir Flosi. Sat kyrr um fermingu Flosi segist halda að hann hafi ekki verið sérlega auðveldur viðureignar sem barn og unglingur. „Það var sagt um mig að ég hefði lært að sitja kyrr um fermingu. Ég fékk mikið hrós fyrir að sitja kyrr í athöfninni. Ég var hávær, fyrirferðarmikill og ég held ég hafi ekki verið sérlega skemmti- legur!“ Hann segist hafa róast aðeins með árunum. Blaðamaður getur að minnsta kosti vitnað um að hann situr tiltölulega kyrr yfir kaffiboll- anum. Eftir menntaskólann fór Flosi á samning í húsasmíði hjá föður sínum og fékk sveinsbréfið 1993. „Ég var í brúarvinnu með pabba sjö sumur í röð og vann svo í byggingarvinnu í Kópavogi og Reykjavík. Ég fór svo tíu árum seinna í Háskólann í Reykjavík og útskrifaðist sem viðskiptafræð- ingur árið 2006.“ Hvers vegna ákvaðstu að læra við- skiptafræði? „Ástæðan var janúar, febrúar og mars. Það var í einum af þessum mánuðum þar sem ég var efst í Þingunum í Kópavogi að slá upp svalahandriði í myrkri og hríð að ég hugsaði: Nei, djöfullinn, nú þarf ég að prófa að gera eitthvað annað!“ Fordómar í garð iðnnáms Hann varð var við fordóma í garð iðnnáms þá og enn í dag en Flosi er formaður skólanefndar Menntaskól- ans í Kópavogi þar sem fjölmargar iðngreinar eru kenndar. „Þegar ég kláraði stúdentsprófið spurðu einhverjir kennarar hvað ég ætlað að gera og þegar ég sagði þeim að ég ætlaði í iðnnám sögðu þeir, já, það er gott að hafa það með stúdentsprófinu. En ég svaraði, nei, það er á hinn veginn, það er gott að hafa stúdentsprófið með iðninni. Og sem formaður skólanefndar í MK sé ég þetta enn þann dag í dag. Á vorin eru haldnir kynningarfundir og þá koma krakkar, mjög oft í fylgd mæðra sinna og þegar þeir sýna ein- hverri iðngrein áhuga, til dæmis kjötiðn eða kokkinum eða þjón- inum, þá heyrist: Þetta er fínt en viltu ekki taka stúdentspróf fyrst? En hvað gerist svo, þeir flosna upp úr námi vegna áhugaleysis. Fara á vinnumarkaðinn í nokkur ár og trúa því um sjálfa sig að þeir séu vitlausir. Svo koma þeir seinna og blómstra og verða flottir fagmenn í þessum greinum. Ég held að við leggjum ofuráherslu á formlega menntun og okkur finnst það merkilegra í einhverjum skilningi að verða stúd- ent og fá BS-gráðu en að verða iðn- aðarmaður eða finna sér sérhæfingu eftir áhugamáli,“ segir Flosi og segir mörgum félagsmönnum sínum í Starfsgreinasambandinu svíða þessi ofuráhersla á stúdentspróf. „Fyrir utan setuna í skólanefnd- inni er „eina“ félagsstarfið sem ég sinni að vera ritari í stjórn knatt- spyrnudeildar Breiðabliks, ég dróst inn í það af því að krakkarnir mínir æfðu þar. Það finnst nú sumum sem mig þekkja fyndið að ég sé í stjórn íþróttafélags, en það hefur verið fer- lega skemmtilegt starf og gefandi verkefni að taka þátt í að reka upp- eldis- og íþróttastarf fyrir fast að 1.500 stráka og stelpur, fyrir utan okkar frábæru meistaraf lokka. Núna um síðustu helgi var einmitt Símamótið sem er langstærsta knatt- spyrnumót á Íslandi fyrir stelpur og stolt okkar Blika. En í þessu starfi skiptir líka öllu að tryggja jafnan aðgang og möguleika fyrir alla óháð efnahag, stelpur og stráka.“ Slæm mannauðsstjórnun „Í Starfsgreinasambandinu eru 67 þúsund félagsmenn sem flestir eru ófaglærðir en engu að síður búa margir þeirra yfir mikilli reynslu og menntun. Hún er bara ekki formleg og henni fylgir ekki prófskírteini. Þetta fólk hefur lagt mikið á sig, farið á ótal námskeið og stundað nám í sínu fagi en svo flettir það atvinnu- auglýsingunum og þar stendur enn allt of oft: Stúdentspróf skilyrði. Þá er atvinnurekandinn búinn að segja við fullt af efnilegu og reynslumiklu fólki að það komi ekki til greina,“ MAÐUR LES EKKI LEIÐARA RITSTJÓRA UM AÐ NÚ ÞURFI STJÓRNENDUR AÐ HAFA SIG HÆGA, SÝNA FESTU OG TAKA Á SIG SKERÐINGU ÞVÍ NÚ SÉ STAÐAN ÞANNIG. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, býr í Kópavogi með þremur af börnum sínum og vill hvergi annars staðar vera. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 2 0 . J Ú L Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R18 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 0 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 2 F B 0 7 2 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 7 3 -F C F 4 2 3 7 3 -F B B 8 2 3 7 3 -F A 7 C 2 3 7 3 -F 9 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.