Fréttablaðið - 20.07.2019, Page 62

Fréttablaðið - 20.07.2019, Page 62
Hvað? Hvenær? Hvar? Laugardagur hvar@frettablad id.is 20. JÚLÍ 2019 Tónleikar Hvað? Tónleikar Hvenær? 21.00 Hvar? Kaffi Norðurfjörður, Árnes- hreppi á Ströndum. Lay Low heldur tónleika. Hvað? Sumarjazz á Jómfrúnni Hvenær? 15.00-17.00 Hvar? Jómfrúin við Lækjargötu – utandyra Tómas R. Einarsson kontrabassi, Óskar Guðjónsson tenórsaxó­ fónn og Ómar Guðjónsson gítar, Sigtryggur Baldursson konga­ trommur, Samúel Jón Samúelsson básúna og slagverk. Hvað? Alþjóðlegt orgelsumar í Hall- grímskirkju 2019 Hvenær? 12.00-12.30 Hvar? Hallgrímskirkja. Yves Rechtsteiner, konsertorgan­ isti frá Frakklandi f lytur verk eftir J.S. Bach og J.P. Rameau. Miðaverð 2.500 kr. Hátíðir Hvað? Hátíðin Sápuboltinn 2019 Hvenær? 11.00-23.00 Hvar? Ólafsfjörður Dagurinn hefst með mætingu keppenda og lýkur með balli í Tjarnarborg þar sem Stuðlabandið sér um fjörið. Hvað? Miðaldadagar Hvenær? 11.00-17.00 Hvar? Gásar við Eyjafjörð Fyrirlestur Hvað? Konan og garðurinn Hvenær? 15.00 Hvar? Hlaðan, Kvoslæk í Fljótshlíð. Einar E. Sæmundsen landslags­ arkitekt f lytur fyrirlestur. Hvað? Hvenær? Hvar? Sunnudagur hvar@frettablad id.is 21. JÚLÍ 2019 Hátíðir Hvað? Miðaldadagar Hvenær? 11.00-17.00 Hvar? Gásar við Eyjafjörð Hvað? Hani, krummi, hundur, svín Hvenær? 13.00-16.00 Hvar? Árbæjarsafn Hátíð tileinkuð húsdýrum. Börn fá að klappa dýrum og bregða sér á hestbak. Tónleikar Hvað? Englar og menn Hvenær? 14.00 Hvar? Strandarkirkja, Selvogi Auður Gunnarsdóttir sópran, Ágúst Ólafsson baritón og Eva Þyrí Hilmarsdóttir harmóníum og píanó flytja sálma, þjóðlag a­ útsetningar og íslensk sönglög, Aðgangseyrir kr. 2.900. Hvað? Stofutónleikar Hvenær? 16.00 Hvar? Gljúfrasteinn Schola cantorum flakkar um lendur íslenskrar tónlistar. Miða­ verð 2.500 kr.. Hvað? Alþjóðlegt orgelsumar í Hall- grímskirkju Hvenær? 17.00-18.00 Hvar? Hallgrímskirkja, Yves Rechtsteiner, konsertorgan­ isti frá Frakklandi f lytur verk eftir Hector Berlioz, Mike Oldfield og Jehan Alain. Miðaverð 3.000 kr. Yves Rechtsteiner konsertorganisti leikur í Hallgrímskirkju. Tómas R. kemur fram á Jómfrúnni ásamt félögum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Boðun Guðmundar er fyrsta skáldsaga Eiríks Stephensen. Hann er líffræðingur að mennt og ekki algjör nýgræð­ingur á ritvellinum. „Ég hef skrifað alls konar texta í gegnum tíðina, margt af því hefur þó verið fyrir frekar þröngan hóp. En ég hef líka skrifað eitthvað af pistlum og greinum,“ segir hann. „Upphaflega átti þessi saga ekki að vera skáldsaga. Á tímabili var ég að æfa mig í stuttmyndahandrita­ skrifum og þessi hugmynd kom til mín á þeim tíma en reyndist vera nokkuð umfangsmikil. Ég hafði aldrei prófað að skrifa skáldsögu og ákvað að skella mér í það. Mér fannst hugmyndin einfaldlega það góð að ég vildi vinna hana betur.“ Hann segir bókina hafa verið lengi í vinnslu. „Ég vann hana í rispum með fullri vinnu í um sex til sjö ár. Stundum var ég lúsiðinn en svo komu tímabil þar sem ekkert gerðist. Svo hafði ég reglulega sam­ band við vin minn Guðmund Andra Thorsson og bar skrifin undir hann. Arndís Hrönn Egilsdóttir, konan mín, sá svo um að ég gæfist ekki upp.“ Vangaveltur um lífið Boðun Guðmundar segir frá Guð­ mundi, miðaldra tónlistarkennara, sem stendur frammi fyrir óvæntri áskorun. „Þótt þetta sé í sjálfu sér furðusaga þá birtast í henni alls konar vangaveltur mínar um lífið og tilveruna eins og hvaða væntingar maður hefur til lífsins og leitina að réttu hillunni. Bókin fjallar líka um vináttuna og þess vegna fannst mér við hæfi að fá einn af mínu elstu og bestu vinum, Magnús Sigurðarson myndlistarmann, til að hanna káp­ una sem ég er mjög ánægður með“ segir Eiríkur. Bókin er skrifuð í gamansömum stíl. „Ég hef reynt að skrifa í alls konar stíl og hvað mig varðar er minnsta mótstaðan í húmornum. Húmor gerir mér líka auðveldara að rýna í veikleika og breyskleika mannsins.“ Gott að hlæja upphátt Spurður hvort hann lesi mikið af skáldskap segir hann: „Ég hef alltaf lesið mjög mikið. Þessi saga er kannski virðingarvottur við suður­amerísku bókmenntirnar sem ég las undir tvítugt, svona hversdagsleg furðusaga. Sérstak­ lega finnst mér gott að lesa bækur sem koma mér til að hlæja upphátt eins og til dæmis ýmislegt eftir Hallgrím Helgason og Þórarin Eld­ járn sem ég hef mikið dálæti á.“ Nú er fyrsta skáldsagan loks komin út. „Það er mikill léttir en ég hef ákveðið að hugsa ekki mikið um viðtökur. Það er samt dálítið eins og að ætla sér að hugsa ekki um ísbjörn því þá getur maður ekki annað en hugsað um ísbjörn. Hingað til hef ég bara fengið góð viðbrögð, aðrir láta allavega ekki vita.“ Eiríkur segist síður en svo úti­ loka að önnur skáldsaga líti dagsins ljós, nú þegar Boðun Guð­ mundar er komin út. „Ég er alltaf að búa til eitthvað í hausnum en veit ekki hvað gerist næst,“ segir hann . Að hugsa ekki um ísbjörn Hingað til hef ég bara fengið góð viðbrögð, segir Eiríkur um fyrstu skáldsögu sína, Boðun Guðmundar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Boðun Guðmundar er fyrsta skáldsaga Eiríks Stephensen. Furðusaga með vangaveltum um lífið og tilveruna. HÚMOR GERIR MÉR LÍKA AUÐVELDARA AÐ RÝNA Í VEIKLEIKA OG BREYSK- LEIKA MANNSINS. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is 2 0 . J Ú L Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R34 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 2 0 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 2 F B 0 7 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 7 3 -C B 9 4 2 3 7 3 -C A 5 8 2 3 7 3 -C 9 1 C 2 3 7 3 -C 7 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 1 9 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.