Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Side 2
2 1. mars 2019FRÉTTIR Á þessum degi, 1. mars 1562 – 63 húgenottar er drepnir í Wassy í Frakklandi. Fjöldamorðið varðaði upp- haf frönsku trúarbragðastríðanna. 1815 – Napóleon snýr heim að lokinni útlegð á eynni Elba. 1872 – Yellowstone-þjóðgarðurinn verður formlega fyrsti þjóðgarður á jörðu hér. 1932 – Tilkynnt er um að syni Charles Lindberg hafi verið rænt. 2006 – Milljónasta greinin birtist á enska Wikipedia. Greini fjallar um Jordanhill-járnbrautarstöðina í Glasgow á Skotlandi. Síðustu orðin „Ég verð að fara, þokan læðist inn.“ – Bandaríska skáldkonan Emily Dickinson (1830–1886) framúrstefnuleg atriði til að sigra í Eurovision Íslendingar hafa verið mjög hefðbundnir í vali sínu á lögum til að senda í Eurovision, allt of hefðbundnir. Ef Hatari sigrar í ár væri það vísbending um að þjóðin væri að sleppa úr viðjum vanans. Íslendingar hafa einstaka sinnum sent framúrstefnuleg atriði, til dæmis Silvíu Nótt, Eirík Hauksson og Pollapönk. Við getum hins vegar gert miklu betur. Hér eru fimm atriði sem myndu vekja verð- skuldaða athygli í Eurovision. Söngvaborg Síðasta lag Íslendinga sem komst upp úr riðl- inum var með barna- hljómsveit. Þetta er greinilega formúla sem virkar. María Björk og Sigga Beinteins eru augljóslega sterkastar á þessu sviði og hafa reynsluna. Sigga hefur þrisvar keppt á stóra sviðinu með góðum árangri og María var bakhjarlinn á bak við Jóhönnu Guðrúnu sem var nálægt því að sigra árið 2009 með laginu Is it true? Strigaskór nr. 42 Til að rokka Eurovision ærlega upp væri ráð að senda Strigaskó nr. 42 fyrir Íslands hönd. Strigaskórnir eru óumdeildir konungar dauðarokksins á klakanum og hafa þeytt flösu í meira en aldarfjórðung. Lordi sýndi að aðdáendur keppninnar eru mót- tækilegir fyrir rokki í þyngri kantinum. Forgarður helvítis Sigurður Harðar- son, pönkhjúkka og söngvari Forgarðs helvítis, myndi heilla Eurovision-þjóðir upp úr skónum. Auk þess myndi hann ná að koma góðum boðskap um ókosti kjötáts áleiðis. Kosturinn við að senda Foggann er að lög sveitarinnar eru einungis um mínúta að lengd. Gætu þeir því komið nokkrum fyrir innan tímamarkanna. Steindór Ander­ sen og Hilmar Örn Hilmarsson Þjóðir Austur-Evrópu hafa setið einar að þjóðlegum söngvum í Eurovision og hafa virkilegan áhuga á þeim. Við Íslendingar gætum halað inn „douze points“ í bílförmum frá þeim heimshluta ef við sendum rímnamenn- ina Steindór og Hilmar. Hipsterar Vestur- Evrópu myndu einnig kjósa lagið. Almar í kassanum Listamaðurinn Almar Atlason hefur verið allt of lengi úr sviðsljósinu. Tímabært er að hann endurveki sniðugan gjörning sinn með kassann og nú á stóra sviðinu. Árið 2015 dvaldi Almar í viku í glerkassa í Listahá- skólanum og þjóðin fylgdist stjörf með hverri hreyfingu. Þrjár mínútur ættu ekki að reynast honum erfiðar. Hann gæti raulað lag og spilað á úkúlele í leiðinni. Á dögunum kom upp meint fjárdráttarmál innan Sjálf- stæðisfélagsins í Kópa- vogi. Hið meinta brot hljóp á hundruðum þúsunda króna og uppgötvaðist fyrir tilviljun. „Pen- ingar félagsmanna hafa verið endurgreiddir. Að öðru leyti tjái ég mig ekki um málið,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, formaður stjórn- ar Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi, þegar DV leitaði viðbragða hans. Hann staðfesti enn fremur að mál- ið hefði ekki verið kært til lög- reglu heldur hafi verið leyst inn- an flokksins. Sú sem er grunuð um athæfið og endurgreiddi fjármun- ina gegnir enn trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Litu á málið sem mannlegan harmleik Samkvæmt heimildum DV átti hinn meinti fjárdráttur séð stað yfir talsvert tímabil og var um ítrekað- ar millifærslur inn á persónulegan reikning hins grunaða að ræða. Eins og áður segir uppgötvaðist hinn meinti þjófnaður fyrir tilvilj- un og hljóp á hundruðum þús- unda króna. Í kjölfarið var málið rætt innan stjórnar Sjálfstæðisfé- lagsins í Kópavogi. Þar voru skipt- ar skoðanir um hvort að kæra ætti málið til lögreglu eða leysa það innan flokksins. Litu flestir stjórnarmenn á að um mannlegan harmleik væri að ræða og því var tekin sú ákvörðun að ganga á við- komandi og freista þess að fá fjár- munina endurgreidda. Það gekk eftir. DV hefur einnig heimildir fyrir því að í kjölfarið hafi flestir stjórn- armanna talið að viðkomandi myndi segja sig frá trúnaðarstörf- um fyrir flokkinn. Það hafi því komið stjórnarmönnum í opna skjöldu að hinn meinti þjófur hafi ekki sýnt á sér neitt fararsnið held- ur setið sem fastast í sínu embætti. Þess í stað hafi stuðningsmenn viðkomandi, sitjandi bæjarfulltrú- ar þar á meðal, varið hinn grunaða fram í rauðan dauðann og geng- ið hart fram í gagnrýni á stjórnar- menn félagsins. Málið hefur því dregið verulegan dilk á eftir sér innan félagsins. n Sigurður Sigurbjörnsson, formaður Sjálfstæðis- félagsins í Kópavogi Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is UPPVÍS AÐ FJÁRDRÆTTI FRÁ SJÁLFSTÆÐISFÉLAGINU Í KÓPAVOGI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.