Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Page 5
VIÐ GETUM EKKI SKÁLKAÐ Í SKJÓLI NORÐMANNA OG JAPANA!
„Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, haldinn á Selfossi 23.-25. október
2015, leggst eindregið gegn hvalveiðum við
Íslandsstrendur. Við veiðarnar er beitt
ómannúðlegum veiðiaðferðum til að viðhalda
áhugamáli örfárra útgerðarmanna. Háum
upphæðum af opinberu fé hefur verið kastað á
glæ til að styrkja þessa áhugamenn um
hvalveiðar. Nú er mál að linni“.
Þetta er úr landsfundarályktunum Vinstri grænna 2015.
Vinstri grænir komust svo til valda, með forsætisráðherra,
umhverfisráðherra og heilbrigðisráðherra í nýrri ríkisstjórn,
auk 9 annarra þingmanna, í nóvember 2017.
Vorið 2018 kom upp umræða um það, hvort
langreyðaveiðiheimildir, sem Sigurður Ingi Jóhannsson, þá
sjávar- og landbúnaðarráðherra, hafði veitt til fimm ára
2013, skyldu gilda líka fyrir það ár.
Hvalur hf hafði þá ekki getað nýtt veiðiheimildir í 2 ár vegna
vanda við að selja afurðirnar, enda banna langflestar þjóðir
heims verzlun með langreyðaafurðir svo og flutning á þeim í
lögsögu sinni. Bæði Samskip og Eimskip neita að flytja
hvalkjöt.
Þegar á það reyndi, hvort reglugerðin skyldi gilda líka fyrir
2018, í stað þess, að henni væri breytt, eins og oft hefur gerzt
við stjórnarskipti, sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi,
flestum til mikillar undrunar, að það væri ruglingslegt fyrir
stjórnsýsluna, ef reglugerðum, sem væru í gildi, væri breytt.
Skyldi hún standa.
Vonir stóðu þó til, að forsætisráðherra hefði samið svo við
veiðiglaða Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn, sem ekki
eru undir miklu álagi af löngun eða hneigð til dýra-,
náttúru- og umhverfisverndar - ef þeir vita, hvað það er –
að með þessari málamiðlun yrði langreyðavertíðin 2018
sú síðasta; lokin á því hrikalega dýraníði, sem veiðar
byggja á, svo og á frekari skemmdum á vörumerkinu
ÍSLAND, sem er það dýmætasta, sem við eigum.
Það var því mikið áfall nú í vikunni, að fá staðfestingu á
því, að ríkisstjórnin, undir forsæti Vinstri grænna, hefði
lagt blessun sína yfir, að sjávar- og landbúnaðarráðherra,
Kristján Þór Júlíusson, skyldi veita Hval hf nýtt leyfi til
langreyðaveiða, og það til fimm ára.
Eru Íslendingar með þessu eina þjóð veraldar, sem veiðir
langreyði (stórhveli), næst stærsta spendýr veraldar, en hinar
tvær hvalveiðiþjóðirnar, Norðmenn og Japanir, veiða
eingöngu hrefnu (smáhveli).
Skv. Gallup-könnun okkar frá í nóvember sl., hefur
meirihluti Íslendinga nú loks áttað sig á, hvílkt heiftarlegt
dýraníð hvalveiðar eru, eins á því, að tilgangur með þeim er
enginn, en Hvalur hf hefur verið rekinn með tapi um langt
árabil, og síðast en ekki sízt, hversu illa þetta dráp okkar á
„hinum friðsömu risum úthafanna“ fer í milljónir manna um
allan heim, en því fylgir auðvitað hætta fyrir útflutning og
ferðamenn.
Forsætisráðherra, aðrir ráðherrar og þingmenn Vinstri
grænna geta enn leiðrétt mistök sín og svik við eigin
samþykktir og málstað, með því að berja í borðið og
krefjast þess, að nýveitt langreyða veiðileyfi verði
afturkölluð.
Væri manndómur í því, og mætti þá nokkuð bæta fyrir þann
stórfellda skaða, sem ímynd Vinstri grænna hefur orðið fyrir,
og leiðrétta herfileg mistök leiðtoga flokksins; undanlátssemi
og svik við málstaðinn.
Ef Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn vilja slíta
ríkisstjórninni vegna veiðifirru og þráhyggju eins manns,
Kristjáns Loftssonar, gegn þjóðarhagsmunum, þá yrðu þeir
að taka þá vanvirðu og skömm á sig, sem færi þá með þeim
inn í sögubækurnar.
Að lokum þetta: Sjávarútvegsráðherra fullyrðir, að þessi
nýju veiðileyfi séu veitt á grundvelli ráðgjafar frá
Hafrannsóknastofnun. Gefur þannig í skyn, að Hafró hafi
ráðlagt honum að veita þessi veiðileyfi.
Hér hagræðir ráðherra sannleikanum harkalega.
Hafrannsóknastofnun veitir ekki ráðgjöf um, hvort veiða
skuli, heldur aðeins um það, hversu mikið skuli veiða, ef
veiða skuli. Hafrannsóknastofnun mælir hvoki með eða á
móti veiðum. Ráðleggur aðeins um magn veiða, gerir
tillögu að stærð veiðikvóta, ef ráðherra vill láta veiða.
OPIÐ BRÉF TIL KJÓSENDA OG FORYSTUMANNA VINSTRI GRÆNNA
Nú ríkir sorg í hjarta kjósenda Vinstri grænna. Hvar eru stefnumál og samþykktir flokksins
í hvalveiðimálum komin? Getur grasrótin og fylgismenn treyst forystunni lengur? Varla!
Þegar stólar vega
þyngra en stefna
JARÐARVINIR
Ole Anton Bieltvedt,
formaður