Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Side 10
10 MATUR 1. mars 2019 Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt MISJAFNT HREINLÆTI Á PÍTSASTÖÐUM DOMINO’S n Mýs í Skeifunni n Hættulegur halli á Dalbraut „Er þetta í annað skiptið sem vart verður við nag- dýr í húsnæðinu H eilbrigðiseftirlit Reykja- víkur hóf nýverið birtingu á niðurstöðum úr reglu- bundnu eftirliti á veitinga- stöðum borgarinnar og eru upp- lýsingarnar öllum aðgengilegar. Veitingastaðir geta fengið einkunn frá 1 til 5, en algengast er að staðir nái þremur í einkunn. Þegar vinsæla pítsastaðnum Domino’s er flett upp kemur í ljós að einkunnir eru mjög mis- munandi eftir stöðum. Af þeim sjö skýrslum sem liggja fyrir á vef Heilbrigðiseftirlitsins fá þrír Dom- ino’s staðir tvo í einkunn, þar sem aðkallandi úrbóta er þörf, en fjór- ir staðir fá þrjá í einkunn, þar sem frávik eru ekki metin alvarleg. DV kíkti á það sem betur mætti fara á þessum sjö stöðum og þá kom ýmis legt forvitnilegt í ljós. Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Domino’s Hraunbæ 121 Einkunn: 3 Dagsetning úttektar: 29.01.2019 Þrífa þarf betur í gólfkverkum, undir goskælum og veggi fyrir ofan uppþvottavél. Setja þarf upp skilti vegna ofnæmis- og óþolsvanda og taka til í kaffistofu. Domino’s Dalbraut 3 Einkunn: 3 Dagsetning úttektar: 16.01.2019 Í bakrými á staðnum er skáhalli sem talinn er „stórhættulegur fyrir starfsmenn í bleytu.“ Er tekið fram að myndir af aðstæðum hafi verið sendar til Vinnueftirlitsins og að um sé að ræða ítrekun frá síðasta eftirliti. Þrifum er ábótavant í starfsmannaðstöðu og eru til dæmis hurðarkarmar á salernum mjög kámugir. Þá er gagnrýnt að hreinsi- efni hafi fundist í hillu þurrlagers og að laga þurfi óvarið loftljós á lagernum. Domino’s Ánanaustum 15 Einkunn: 2 Dagsetning úttektar: 16.01.2019 „Í eftirliti kom í ljós að verið var að vinna matvæli á borði og vaski við hlið uppþvottavélar sem er ekki góð meðhöndlun matvæla,“ stendur í skýrslunni um bakrými staðarins. Einnig er bent á að þrífa þurfi betur hand- laug í eldhúsi og að starfsleyfi heilbrigðiseftirlits vanti. Domino’s Hjarðarhaga 45 Einkunn: 3 Dagsetning úttektar: 25.01.2019 Setja þarf upp starfsleyfi á áberandi stað, sópa í kjallara og skrifstofu, setja upp skilti fyrir ofnæmis- og óþolsvalda í afgreiðslu, setja lok á gastrókæli og fylla holur í gólfi. Domino’s Gnoðarvogi 44 Einkunn: 3 Dagsetning úttektar: 21.01.2019 Helstu frávikin eru á starfs- mannasalerni og í ræstikompu þar sem þarf að þrífa betur að innan sem utan. Einnig þarf að þrífa hurð í móttöku. Domino’s Spönginni 11 Einkunn: 2 Dagsetning úttektar: 29.01.2019 „Kaffistofan er notuð sem lager. Kaffistofan er ætluð starfsmönn- um en ekki til lageraðstöðu. Starfsmaður borðaði hádegismat á skrifstofu verslunarstjóra þegar á eftirliti stóð en ekki kaffistofu. Þessu þarf að breyta,“ stendur í skýrslunni og bætt við að um sé að ræða ítrekun frá 2014, 2015, 2016 og 2017. Einnig eru gerðar margar athugasemdir við lager, til dæmis þessi: „Töluvert af kælivörum (t.d. osti) sem stóðu óhreyfðar á gólfi lagers á meðan eftirliti stóð. Allar kælivörur skulu strax settar í kæli við vörumót- töku til að rýra ekki gæði þeirra.“ Domino’s Skeifunni 17 Einkunn: 2 Dagsetning úttektar: 15.01.2019 Domino’s í Skeifunni er eini Domino’s- -staðurinn sem fær alvarlegt frávik í sinni skýrslu, en við lestur skýrslunnar kemur í ljós að mýs hafi fundist á kaffistofu starfsmanna í nóvember í fyrra. „Er þetta í annað skiptið sem vart verður við nagdýr í húsnæðinu en áður gerðist það í lok árið 2017,“ stendur í skýrslunni og bætt við að heilbrigðis- eftirlitinu hafi í hvorugt skiptið verið gert viðvart um nagdýrin, eins og reglur kveða á um. Er tekið fram að músagildr- um hafi verið komið upp á staðnum. Aðrar ábendingar eru um þrif í bakrými, svo sem á starfsmannasalerni, veggj- um og gólfi. 5 Kröfur uppfylltar 4 Kröfur uppfylltar – einhverjar ábendingar 3 Frávik/ábendingar – ekki metnar alvarlegar 2 Frávik/ábendingar – aðkallandi úrbóta þörf 1 Starfsemi takmörkuð/stöðvuð að hluta 0 Starfsemi stöðvuð Útskýringar á einkunn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.