Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Qupperneq 22
22 FÓKUS 1. mars 2019 Ég grenntist og grenntist þar til ég var komin á þann stað að ég hafði enga orku til að gera hluti. Ég var alltaf þreytt. Ég átti erfitt með að hita upp á æfingum.“ Þjálfara Margrétar var á þessum tíma farið að gruna að ekki væri allt með felldu. Hann lét Margréti halda matardagbók sem hún skrif- aði samviskusamlega í. „Í fyrstu matardagbókinni sem ég skilaði inn stóð lítið sem ekk- ert. Þjálfarinn sagði að ef ég myndi ekki borða meira, mætti ég ekki æfa. Þannig að ég byrjaði bara að skrifa eitthvað í matardagbókina. En hann fattaði það eiginlega strax. Hann sá líka orkuleysið hjá mér og stelpurnar sem voru með mér í búningsklefa voru farnar að segja honum hvernig ég liti út. Ég var mjög beinaber og beinin stóðu mikið út. Ég reyndi að fela það og klæddist víðum fötum,“ segir Mar- grét. Í yfirlið á æfingu Margrét rifjar upp atvik þegar leið yfir hana á æfingu. „Ég þurfti að fara á klósettið og æla. Ég var gjör- samlega búin á því og það leið yfir mig inni á baðherbergi. Ég rankaði við mér og fór aftur á æfinguna, náföl í framan, og sagðist ekki geta haldið áfram. Þjálfarinn tók mig þá afsíðis og sagðist vita að eitt- hvað væri í gangi. Að ég væri ekki að borða,“ segir Margrét. Í kjölfar- ið ræddi Margrét við konu innan taekwondo-félagsins sem þekkti átraskanir. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég viðurkenndi að ég ætti við vanda- mál að stríða. En ég var ekki til- búin að sleppa tökum á átrösk- uninni. Ég var byrjuð að lesa mér til um átraskanir og skoðaði oft „Pro-Ana“ vefsíður með alls kon- ar ráðum um hvernig væri hægt að svelta sig.“ Foreldrar Margrétar voru látnir vita af stöðu mála og hún send til sálfræðings í von að hún næði bata. „En ég var alls ekki tilbúin til að sleppa. Ég óttaðist mjög að þyngj- ast og að allir yrðu aftur leiðinlegir við mig. Það var tengingin mín. Ég vildi því ekki fá þá hjálp sem var í boði og var mjög hrokafull við þau sem voru að reyna að hjálpa mér. Ég skildi ekki af hverju fólk var að skipta sér af,“ segir Margrét. Lotugræðgin kynnti sig Með tímanum þróaði Margrét með sér lotugræðgi með lystarstolinu. Frá því að hún var 15 ára til 22 ára aldurs glímdi hún við bæði lyst- arstol og lotugræðgi. „Það var alltaf annað hvort. En ég versnaði rosa- lega þegar ég varð 22 ára. Ég var að fara í gegnum sambandsslit og notaði einhvern veginn þá sorg til að knýja áfram mína átröskun. Það er einn versti staður sem ég hef verið á í lífi mínu,“ segir Margrét. „Ég fór niður í 46–47 kíló. Ég var komin með hjartsláttartrufl- anir, hjartað var farið að slá mjög hægt og sleppa takti. Ég var senni- lega með kalíumskort. Aðal- dánarorsök átröskunarsjúklinga er hjartaáfall vegna kalíumskorts. Það hægir á líkamanum að vera orkulaus. Líkaminn fer að éta sig að innan. Ég var einu sinni á leið út í búð og þurfti að hlaupa smá, og hjartað eiginlega stoppaði. Ég hélt að ég væri að fá hjartaáfall en svo hélt það áfram að slá.“ Á þess- um tíma var Margrét svo grönn að hún þurfti að kaupa sér gallabuxur í barnadeildum fataverslana. Sá svipinn á ástvinum „Á þessum tíma einangraði ég mig mjög mikið frá fjölskyldunni í um tvo mánuði. Ég vildi bara vera ein með minni átröskun,“ segir Mar- grét. Bróðir hennar átti afmæli og Margrét ákvað að fara í veisluna. „Ég sá svipinn á fólki þegar það sá mig. Áður fyrr var fólk sífellt að hrósa mér fyrir hvað ég liti vel út, en þetta var annað. Þarna var fólk með svip eins og það hefði rosa- legar áhyggjur af mér eða vor- kenndi mér. Mamma sagði að litla systir mín hefði farið að hágráta eftir afmælið eftir að hafa séð mig. Það var í fyrsta skipti sem ég ákvað að mig langaði að ná bata. Ég vildi vera fyrirmynd fyrir systur mína, ég vildi ekki að hún færi sömu leið. Ég var líka orðin hrædd um líf mitt,“ segir Margrét. „Ég vildi ekki fara frá fjölskyldu minni. Þetta var í fyrsta skipti sem ég fann að ég væri tilbúin til að ná bata. Ég vildi alltaf gera það sjálf. Ég er rosalega mikil keppnismann- eskja og var búin að lesa mér til um þetta og vildi gera þetta sjálf.“ Erfitt að lyfta tíu kílóum Kærasti Margrétar á þessum tíma var einkaþjálfari í Sporthúsinu. Hún bað hann um að hjálpa sér að þyngjast. „Ég vildi gera það á heilsusamlegan hátt. Ég vildi byrja að æfa aftur. Ég var mjög aum og gat varla lyft tíu kílóa stöng í bekk- pressu. Svo fór ég að æfa fjórum sinnum í viku, fann að ég var orðin sterkari og fannst þetta mjög gam- an. Það var líka ekki þessi pressa eins og er í taekwondo, þar er maður alltaf að slást,“ segir Mar- grét og hlær. „Ég byrjaði að borða meira og mjög hollt. Ég fékk mikinn áhuga á næringarfræði og fór að pæla í ofur fæðu, andoxunarefnum, steinefnum og vítamíni. Ég bætti á mig frekar hratt.“ Sá stelpur pósa Margrét sá stelpur í bikiníi í rækt- inni að pósa fyrir framan speg- ill. Módelfitness var þá tiltölulega nýtt af nálinni á Íslandi. Margrét hafði samband við fitnessþjálfar- ana og parið Katrínu Evu og Magga Bess og byrjaði í þjálfun hjá þeim. Hún útskýrði að hún væri í bata frá átröskun og mætti ekki fara í nein- ar öfgar þegar kæmi að mataræði. Ólíkt því sem er venjan á undir- búningstímabili fitnesskeppenda vigtaði Margrét ekki matinn sinn og tók ekki auka brennsluæfingar. „Ég var ekki heltekin yfir því að vera flottust. Mig langaði bara að prófa þetta. Ég talaði við þau í júlí 2011 og keppti í nóvember sama ár á fyrsta mótinu mínu og endaði í öðru sæti. Ég keppti svo á öðru móti tveimur vikum síðar og var í þriðja sæti. Ég hugsaði að þetta gæti verið eitthvað sem ég gæti gert.“ Draumur Margrétar var að fá IFBB Pro-skírteini og keppa í IFBB Pro-keppnum eða svo kallaðri úr- valsdeild módelfitness. „Ég hugs- aði að ef aðrar stelpur gætu NÆSTI KAFLI HEFST HJÁ OKKUR KVÍSLARTUNGA, 270 MOSFELLSBÆR 88.500.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Parhús 286 M2 7 KÖGURSEL 20, 109 REYKJAVÍK 77.700.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Einbýli 199 M2 6 HRAUNBÆR 30, 110 REYKJAVÍK 38.900.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Fjölbýli 107 M2 4 Grensásvegi 13 / 108 Reykjavík / S. 570 4800 www.gimli.is BJÓÐUM UPPÁ FRÍTT SÖLUVERÐMAT „Ég lærði að samþykkja mig í stærri líkama Margrét er dugleg að deila myndum af sér þegar hún var veik af átröskun hliðin á myndum af sér í bata. Myndir af Instagram 23 ára heilbrigð í fitness Þegar Margrét var 22 ára var hún á versta stað sem hún hefur verið á í lífinu Hér er Margrét 16 ára og mjög veik af átröskun14 ára fyrir átröskunina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.