Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Page 40
1. mars 2019KYNNINGARBLAÐGott betra BEST
Undraefni sem eykur öryggi
Eitt best geymda leyndarmál þeirra sem vinna með bíla dagsdaglega er framrúðu
brynvörnin Ombrello.
Um er að ræða stórsniðugt efni
sem þú berð á framrúðuna á bílnum
og árangurinn er með ólíkindum.
Ombrello er nanóframrúðu brynvörn
sem hrindir vatni af rúðunni með
undraverðum hætti. „Það eru til
svipuð efni á markaðnum sem hafa
álíka virkni, en þau efni eru öll gerð
með silíkoni.
Ombrello er gert úr nanóefni
sem virkar bæði betur og lengur,
eða í allt að tíu mánuði, sem er
töluvert lengri ending en á öðrum
sambærilegum efnum,“ segir Lárus
Beck Björgvinsson, markaðsstjóri
Automatic.
Himnasending fyrir regnvota Reykvíkinga
Rúðuþurrkur á bílum í Reykjavík hafa
vart undan rigningarsuddanum sem
hefur hrjáð Íslendinga frá því í fyrra
sumar og er Ombrello framrúðu
brynvörnin eins og himnasending.
Með notkun Ombrello framrúðubryn
varnar sparast þurrkublöðin töluvert
auk þess sem skyggnið úr bílnum
verður töluvert betra, sem eykur
öryggi í akstri til muna. Þegar kólnar
verður einnig auðveldara að ná hrími
og snjó af rúðum. Ombrello er sann
kallað undraefni!
Ombrello framrúðubrynvörn fæst
í Byko, Olís, AB Varahlutum, Toyota,
Max1 Bílavaktinni og fleiri stöðum
um land allt. Ef þú vilt fá aðstoð við
að setja Ombrello á framrúðuna
getur þú meðal annars farið til Max1
Bílavaktarinnar, Bifreiðaverkstæðis
Páls Helgasonar, Auto Center & Car
Med.
OMBRELLO Á RÚÐUNA:
1. ars 2019