Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Qupperneq 49
TÍMAVÉLIN 491. mars 2019
Staðurinn var innréttaður í stíl
þriðja áratugarins og ekkert til
sparað til að gera hann sem glæsi-
legastan. Veggirnir voru hvítmál-
aðir og stórir speglar á veggjum.
Um hönnunina sá Karl Júlíusson
leðursmiður sem hafði þá nýlega
hannað leikmyndina fyrir kvik-
myndina Hrafninn flýgur.
Stór bar stóð við vegginn á móti
inngöngudyrunum. Þar var að-
almatsalurinn. Á neðri hæð var
svo minni salur með dansgólfi og
diskóteki. Á virkum dögum var
gjarnan spilaður djass en popp
um helgar.
Rod Stewart leit inn
Frægasti gesturinn sem snæddi á
Hrafninum var skoski popparinn
og eilífðartöffarinn Rod Stewart.
Guðmundur man vel eftir þeim
degi.
„Henson var við hliðina á okk-
ur. Halldór fékk Rod Stewart í
heimsókn og hann kom á Hrafn-
inn einn daginn þegar ég var að
vinna. Ég hafði séð hann í mynd-
böndum og blöðum og þekkti
hann strax. Hann var með ein-
hverja ofurskutlu með sér. Ég var
í algjöru stjörnulosti að sjá hann.“
Fékk hann sér íslenskt bjórlíki?
„Mig minnir að hann hafi
smakkað það og ekki litist vel á,“
segir Guðmundur og hlær.
Ráðherra reyndist erfiður
Helsta vandamálið sem Hrafnkell
þurfti að glíma við í rekstrinum var
að fá fullt vínveitingaleyfi. Á þess-
um árum var Framsóknarmað-
urinn Jón Helgason dómsmála-
ráðherra og deildi afar sparlega
út leyfunum. Jón var sjálfur mik-
ill bindindismaður. Guðmundur
segir:
„Það var erfitt að fá fullt vín-
veitingaleyfi en minna mál að fá
léttvínsleyfi. Pabbi var sjálfur mjög
innlyksa í pólitíkinni og þekkti vel
áhrifamenn sem beittu sér fyrir
því að hann fengi leyfið. Það voru
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra, Björgvin Vilmundar-
son, bankastjóri Landsbankans,
Magnús L. Sveinsson, forseti borg-
arstjórnar, og Guðlaugur Þor-
valdsson ríkissáttasemjari. Þetta
gekk að lokum en eftir miklar taf-
ir. Ég held að tafirnar hafi átt stór-
an þátt í að þetta fór allt saman á
hliðina að lokum.“
Hrafninum var lokað árið 1988
en Hrafnkell opnaði á sama stað
ítalskan veitingastað sem bar
nafnið La bella Napoli. Tveimur
árum síðar hætti hann rekstri.
Guðmundur segir að barátta föð-
ur síns við Bakkus hafi haft sitt að
segja. Hann lést árið 1998, aðeins
51 árs að aldri. „Hann fór hratt
upp og hratt niður,“ segir Guð-
mundur. n
FEGURÐ
ENDING
MÝKT
Kostirnir eru ótvíræðir:
• Fallegra hús
• Ekkert viðhald
Ál er okkar mál • Fossaleyni 8 • 112 Reykjavík • Sími: 577 4100 • altak.is
VEGGKLÆÐNINGAR
Fyrir allar gerðir húsa, ný
jafnt sem gömul, fjöldi lita og gerða
Steinaþjófar réðust á
vesalings klappirnar
Á
rið 1794 ritaði náttúru-
fræðingurinn og lækn-
irinn Sveinn Pálsson
um danska steinaþjófa.
Höfðu þeir haft með sér á brott
miklar gersemar úr jörðum
Austurlands en steinarnir voru
fluttir út til Kaupmannahafnar.
Sveinn sjálfur hafði verið
að Teigarhorni við Berufjörð
til þess að safna geislasteinum
sem hann hafði heyrt að fynd-
ust þar. Hann sagði:
„Er ég tók að spyrja ábúanda
jarðarinnar um þessa sjaldgæfu
steina, heyrði ég mér til undr-
unar, að hann kunni allgóð skil
á allmörgum steinategundum,
á sprengingum og fleira varð-
andi námugröft, eins og hann
hefði tekið próf í námuvísind-
um.“
Þessi heimamaður hafði
búið á jörðinni í þrjátíu ár og
sagði Sveini frá þeim fjölmörgu
„steinaræningjum“ sem hann
hefði hitt á þessu tímabili.
Einnig viðurkenndi hann að
hafa aðstoðað þá við að sækja
steinana og fengið meira en
þrjátíu ríkisdali fyrir en það
voru „hundsbætur“ að mati
Sveins enda steinarnir fágætar
gersemar.
Sveinn vissi um erlenda
áhugamenn sem voru nær-
gætnir við náttúruna og spilltu
henni ekki. Honum var hins
vegar í nöp við „hina ágjörnu
kaupmenn á næstu höfnum,
meðal annarra einn, Kyhn að
nafni, sem hefur getið sér mest-
an orðstír núlifandi manna með
heimskulegri græðgi í steina. Á
síðustu árum hafa líka einstak-
ir menn í Kaupmannahöfn
sent hingað skemmdarvarga.
Einn slíkur, Christian að nafni,
frá postulínsverksmiðjunni í
Kaupmannahöfn, dvaldist hér
sex vikur og réðst með púður-
sprengingum, járnköllum og
fleira á þessar vesalings klappir
hérna í nágrenninu.“
Sveinn fékk bóndann til
að sýna sér vegsummerkin
og fékk sorg í hjarta við að sjá
hvernig svæðið var leikið eft-
ir þjófana. Yfirgaf hann síð-
an fjörðinn „nauðugur og dap-
ur.“ n
Sveinn Pálsson Dapur
vegna danskra steinaþjófa.
„Hann fór
hratt upp
og hratt niður
Rod Stewart Ein skærasta poppstjarna
heims.
Hrafnkell Guðjónsson Rak
Hrafninn 1984 til 1988.
Góð stemning á Hrafni DV 17. október 1986.
Íslendingar hin útvalda þjóð
þjóð sem ætti eftir
að leika lykilhlut-
verk í framtíðinni.
Þetta væri blessun,
ekki aðeins fyrir Ís-
lendinga sjálfa held-
ur öll Norðurlönd
og Bretlandseyjar.
Hinn mikla arfleifð.
Þetta mætti
þegar sjá á form-
gerð þjóðarinnar.
Hún væri vel læs og
stæði framarlega í
menningu. Enginn munur væri á
því hvernig menntað og ómennt-
að fólk talaði og slangur væri ekki
til. Ástin á bókmenntum og ljóð-
list hafi haldist ómenguð í gegn-
um aldirnar.
Rutherford var djúpt sokk-
inn í talnaspeki og spádóma. Í
ritningum þóttist hann sjá spá-
dóma í tölunni sjö og eftir flók-
inni reikningskúnst áætlaði hann
að sjö tíðir væru samanlagt 2.520
ár. Þetta væri tíminn sem hin-
ar útvöldu þjóðir væru undirok-
aðar, frá falli Ísraelsríkis 579 fyr-
ir Krist til sjálfstæðis Íslands sem
yrði þá árið 1941.
Bókin var gef-
in út í Bretlandi á
ensku en einnig
seld hér á landi.
Hún átti hins vegar
eftir að fara á flug
og ári eftir útgáf-
una var hún þýdd
á tungu Malaja og
seld í Indlandi.
Hér á Íslandi
boðaði Jónas
Guðmundsson
sams konar spá-
dóma um guðleg áform og hlut-
verk Íslendinga. Jónas, sem
var þingmaður Alþýðuflokks-
ins, var gjarnan kallaður Jónas
pýramídaspámaður og skrifaði
mörg rit þess efnis, til dæmis
bókina Spádómarnir um Ísland
sem út kom árið 1941.
Í ritinu Dagrenningu sem
hann ritstýrði sagði árið 1955:
„Aldrei fyrr í veraldarsögunni
hefur nokkur þjóð verið kölluð til
þess að inna af hendi svo dýrð-
legt hlutverk sem það, er innan
lítillar tíðar mun falla Íslandi í
skaut.“ n
Bók Rutherford
Enn þá auðfáanleg í
búðum.