Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Page 57

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2019, Page 57
SAKAMÁL 571. mars 2019 Fullkomið afskiptaleysi Þegar Stephen losnaði úr prís- undinni var hann vannærður, með legusár og sveppasýkingar. Að auki hafði þessi raun aukið á þau geðrænu vandamál sem hann hafði glímt við fyrir. „Verðirnir gengu fram hjá klefa mínu daglega og sáu hvernig mér hrakaði. Dag eftir dag aðhöfðust þeir ekkert, alls ekkert, til að hjálpa mér,“ sagði Stephen síðar. Honum var neitað um lyf við þunglyndi sínu og tapaði þriðjungi þyngdar sinnar á þessu tveggja ára tímabili. Hreyfing kemst á málið Í ljós kom að Stephen var upphaf- lega settur í einangrun því ein- hver hafði hakað í box sem gaf til kynna að hann kynni að fremja sjálfsvíg. Það var ekki fyrr en syst- ir hans fór að undrast um afdrif Stephens sem hreyfing komst á málið. Hún hélt að honum hefði verið sleppt fljótlega, en síðan, eftir að hafa ekki heyrt í honum í langan tíma, hafði hún samband við mannréttindasamtök. Samtök- in settu Matthew Coyte í málið og í júní árið 2007 stóð Stephen loks- ins fyrir framan dómara. Stephen var umsvifalaust komið í hendur heilbrigðiskerfisins, enda degin- um ljósara að hann var engan veg- inn fær um að koma að vörn sinni. Boðnar smánarbætur Ekki varð um nokkra vörn að ræða, enda snerist málið ekki um eitthvert afbrot af hálfu Steph- ens. Dona Ana-sýsla bauð Steph- en tvær milljónir dala fyrir að láta málið kyrrt liggja, en Stephen vildi að fólk fengi að heyra af þessari illu meðferð sem hann hafði sætt. Í janúar 2011 fékk kviðdómur alríkisdómstóls í Albuquerque að heyra af raunum Stephens og fór þá um margan manninn. Á skjá sá kviðdómur tvær myndir af Steph- en; önnur var tekin áður en hon- um var fleygt í einangrun og hin var af Stephen eftir tveggja ára dvöl í „holunni“. Snerist ekki um peninga Niðurstaða kviðdóms var að Dona Ana-sýsla skyldi greiða Stephen Slevin 22 milljónir dala í bætur, um það bil eina milljón fyrir hvern mánuð sem hann hafði verið í haldi. Enginn fangi í sögu Banda- ríkjanna hefur fengið jafnháar bætur vegna brota gegn borgara- legum réttindum viðkomandi. Stephen sagði að málið hefði aldrei snúist um peninga held- ur væri um að ræða yfirlýsingu um hvað honum hefði verið gert og að hann vildi láta umheiminn vita af því. „Það er fjöldi annarra sem þjáist vegna svipaðra örlaga í fangelsum víða í Bandaríkjunum. Af hverju þeir gerðu það sem þeir gerðu, um það hef ég ekki hug- mynd,“ sagði Stephen Slevin. n skríða á ný. Hann stakk Samönthu Bisset, 27 ára móður, til bana og misþyrmdi fjögurra ára dóttur hennar, Jazmine, kynferðislega og myrti að því loknu. Napper var dæmdur fyrir morðin á Samönthu og Jazmine í október árið 1995 og játaði þá á sig nauðganir og tilraunir til nauðgunar. Hann neitaði aðild að morðinu á Rachel. Ekki er talið loku fyrir það skotið að Napper sé Green Chain-nauðgarinn. Sá hafði farið mikinn í suðausturhluta London um fjögurra ára skeið, sem lauk árið 1994, og staðið að baki að minnsta kosti 70 grimmdarlegum árásum á konur. Um síðir leiddi DNA-rannsókn til þess að Napper var sakfelldur fyrir morðið á Rachel. Hann var ekki talinn sakhæfur og því vistaður á geðsjúkrahúsi í stað fangelsis. Dropi af náttúrunni Nýjar bragðtegundir með lífrænum kjarnaolíum úr ferskri grænmyntu, engifer og fennil Kaldunnin þorsklifrarolía „Þegar kemur að næringu og heilsu vel ég aðeins það besta” Andri Rúnar Bjarnason Knattspyrnumaður Helsingborg GLEYMDUR OG GRAFINN n Stephen Slevin var stöðvaður af vegalögreglu n Var haldið í einangrun í tvö ár n Engin formleg ákæra eða réttarhöld n Fékk himinháar bætur að lokum„Verðirnir gengu fram hjá klefa mínu daglega og sáu hvernig mér hrakaði. Dag eftir dag aðhöfðust þeir ekkert, alls ekkert, til að hjálpa mér. „Af hverju þeir gerðu það sem þeir gerðu, um það hef ég ekki hugmynd. Eins og villimaður Stephen var neitað um nánast allt í prísundinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.