Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2019, Blaðsíða 16
16 2. ágúst 2019BLEIKT
„Eineltið lét
mér líða
illa, borða
meira og
gera hluti
sem ég sé
eftir“
A
lexandra Arndísar dóttir
Sadiku er 25 ára tveggja
barna móðir sem býr á
Akranesi. Við báðum
Alexöndru um að lýsa sjálfri sér og
segist hún telja sig mjög hressa og
skemmtilega, og hún elski athygli.
„Ég er ákveðin og frek og læt
engan segja mér hvað ég á eða á
ekki að gera. En ég er með mjög
lítið hjarta,“ segir hún.
Sögu Alexöndru mætti lýsa sem
harmsögu. Hún var lögð í mik-
ið einelti sem barn vegna þyngd-
ar sinnar. Þegar hún var ung-
lingur tók kennari við keflinu og
tók hana reglulega úr tíma til að
leggja henni línurnar um hvernig
hún ætti að verða „heilbrigðari.“
Fósturheimili og BUGL lituðu
unglingsár Alexöndru og í hvert
skipti sem henni leið illa, þá borð-
aði hún.
Alexandra glímdi við mikið
meðgönguþunglyndi og það
versnaði eftir að hún eignaðist
son sinn. Fyrstu átján mánuði af
lífi hans var ekki hægt að greina
kyn hans, en hann fæddist með
litningagalla. Eftir að hafa eign-
ast annað barn tók hún erfiða
ákvörðun og afsalaði sér forræði
yfir drengjunum. Sjálfsvígstil-
raunir í kjölfar fæðingarþunglynd-
is, innlagnir á geðdeild, þátttaka
í Biggest Loser og mikil vanlíðan
tók við næstu ár. Hún hataði sjálfa
sig og hvernig hún leit út. Henni
fannst hún einskis virði.
Það var ekki fyrr en Alexandra
ákvað að elska sig sjálfa, alveg
eins og hún er, að henni byrjaði
að líða betur. Í kjölfarið fór hún að
hreyfa sig og borða minna, en hún
segir jákvæða líkamsímynd vera
lykillinn að öllu hjá sér.
Alltaf verið stór
„Ég hef verið stór og þétt frá því að
ég man eftir mér, eða réttara sagt
frá og með fæðingu. Þegar ég var
fimm ára var ég rúm 38 kíló og það
fór versnandi með árunum,“ segir
Alexandra.
„Ég greindist með mjög van-
virkan skjaldkirtil þegar ég var
barn. Ég hef verið á lyfjum við
því frá þeim degi. En svo fannst
mér svo gott að borða. Ég borð-
aði þegar mér leið vel en ég borð-
aði sérstaklega mikið þegar mér
leið illa. Ég borðaði þó að ég væri
ekki svöng og alltaf borðaði ég það
mikið að mig langaði að kasta upp
í lokin því það var ekki meira pláss
í maganum. En það stoppaði mig
ekki,“ segir Alexandra og heldur
áfram.
„Ég borðaði einnig vegna þess
að ég var með rosalegan mót-
þróa. Alltaf þegar fólk nefndi það
hvernig ég leit út eða að ég væri
að borða of mikið, þá varð ég að
borða meira, bara til að pirra fólk-
ið í kringum mig. Þegar mamma
spurði: „er þetta ekki komið nóg?“
fékk ég mér annan disk því ég þoli
ekki þegar fólk reynir að stjórna
mér.“
Lögð í einelti
Alexandra var lögð í einelti í
grunnskóla vegna þyngdar sinnar.
„Ég var lögð í einelti í 1.–5. bekkj-
ar af eldri krökkunum því ég var
feit. Ég hætti að mæta í skólann
alla mánudaga og föstudaga til að
stytta vikuna. Ég lét mig oft hverfa
úr skólanum því mér leið svo illa.
En ég get ekki sagt að ég hafi ekki
átt vini. Ég hef alltaf verið mjög
opin og fljót að kynnast nýju fólki,
svo ég hef aldrei verið vinalaus,
sem betur fer,“ segir Alexandra.
Hún segir að þótt hún hafi verið
vinmörg í grunnskóla hafi eineltið
haft mikil áhrif.
„Eineltið lét mér líða illa, borða
meira og gera hluti sem ég sé eftir.
Ég til dæmis stríddi annarri stelpu
sem var í nákvæmlega sömu spor-
um og ég því mér fannst ég þurfa
að sýna mig fyrir stóru krökkun-
um,“ segir Alexandra.
Kennari tók við keflinu
Alexandra fór í annan skóla eft-
ir 5. bekk og eignaðist þar marga
vini sem henni þykir enn mjög
vænt um í dag. En því miður hætti
eineltið ekki þar. Kennari tók Al-
exöndru fyrir.
„Í skólanum var einn kennari
sem gat ekki látið mig í friði vegna
stærðar minnar. Hún átti það til
að taka mig úr tímum til að fara
inn á skrifstofu og búa til „boost“
fyrir mig eða draga mig út í búð
og kenna mér að kaupa hollan
mat. Þarna var ég í sirka sjöunda
bekk. Hún skóf ekkert utan af því
hvernig ég leit út og hvað henni
fannst um það. Hún nefndi það í
tíma og ótíma hvað væri best fyrir
mig að gera,“ segir Alexandra.
„Það fyndna við þetta er að
þessi kona var frekar þétt sjálf og
hefur enn ekkert gert í þeim mál-
um, þótt það komi mér lítið við,
en mér þótti það frekar súrt. En ég
lét líka í mér heyra þegar hún var
búin að fjarlægja mig úr tímum
nokkuð oft, en það endaði með að
ég var rekin úr þeim skóla og fór
aftur í minn gamla.“
Þegar þangað var komið var
Alexandra byrjuð að sýna mikla
áhættuhegðun. „Ég var farin að
hanga með eldra fólki, stinga af,
byrjuð að reykja og drekka, stunda
kynlíf og haga mér mjög illa. Ég
endaði á fósturheimili fyrir vest-
an sem var mjög fínt og mér leið
ágætlega. En vanlíðanin var mjög
mikil og ég stakk aftur af.“
Harmsaga Alexöndru
„Barnavernd lofaði
að hjálpa mér í
andlegum veikindum.
En ég fékk aldrei
hjálpina“
n Sér eftir að hafa afsalað sér forræði yfir sonum sínum n „Ég mun aldrei fyrirgefa sjálfri mér“
Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
gudrunosk@dv.is
Alexandra sem barn. Mynd: Úr einkasafni
Alexandra Arndísardóttir Sadiku. Mynd: Eyþór/DV
Við mælum
rafgeyma og
skiptum um
H
ra
ðþjónusta
Allir út að hjóla
Eitt mesta úrval
landsins í allar gerðir faratækja
TUDORmeð
Bíldshöfði 12 - skorri.is - 5771515