Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2019, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2019, Blaðsíða 31
PRESSAN 312. ágúst 2019 Ótrúleg sjö ár Julians Assange í sendiráði Ekvador n Hvað gerði Assange allan þennan tíma í fangelsinu? n Var hann aðeins verkfæri í höndum Rússa? Þumallinn upp Óvíst er hver örlög blaða- mannsins verða. Mynd: Getty Images Fastur í sendiráðinu Í maí árið 2017 ávarpaði Julian Assange blaðamenn við sendiráðið Ekvador í London. Assange fékk að setja upp nýja síma, háhraðanet og nýtt og öflugt tölvukerfi í vistarverum sínum. Þannig gat hann verið í sam- bandi við höfuðstöðvar Wikileaks og sent og móttekið mikið magn gagna. Þetta gerðist áður en gögn- in frá bandaríska Demókrata- flokknum voru birt en það voru rússneskir tölvuþrjótar sem stálu þeim. UC Global kemst að þeirri niðurstöður að enginn vafi leiki á að Assange hafi verið í beinu sambandi við rússneska leyni- þjónustu og fólk sem tengist valdhöfum í Kreml. Það sama seg- ir í fyrrgreindri skýrslu Mueller. Assange hefur alla tíð neitað þessu og hefur ítrekað sagt að gögnin hafi ekki komið frá rússneskum yfirvöldum eða leyniþjónustu. Hann hefur staðhæft að hann hafi ekki blandað sér í kosningabar- áttuna og að hann hefði birt sam- svarandi gögn um Donald Trump og Repúblikana ef hann hefði haft þau undir höndum. Þegar Demókratar tilkynntu 14. júní 2016 að rússneskir tölvu þrjótar hefðu brotist inn í tölvukerfi þeirra og stolið miklu magni gagna átti Assange mjög annríkt í sendiráðinu. Rúmum mánuði síðar birti Wikileaks þessi stolnu gögn. Í júní fékk Assange 75 gesti en það voru tvöfalt fleiri en að jafnaði. Margir þeirra voru Rússar sem tengdust valdhöfum í Kreml. Einnig fékk Assange gesti sem starfa hjá rússnesku sjón- varpsstöðinni Russia Today (RT) sem er þekkt fyrir að vera mjög svo hlýðin málpípa rússneskra stjórn- valda. RT kemur einmitt við sögu í skýrslu Mueller en þar er því sleg- ið föstu að tengsl hafi verið á milli Wikileaks og RT áður en gögnin um Demókratana voru birt. Assange hefur raunar sífellt stillt sér upp sem baráttumanni fyrir tjáningarfrelsi. En sú spurn- ing vaknar hvort það sé rétt og hvort hugsast geti að hann gangi erinda ákveðinna hagsmuna eða hvort Rússar hafi einfaldlega haft hann að fífli og notfært sér hann til að hafa áhrif á forsetakosn- ingarnar í Bandaríkjunum og stýra þeim í farveg sem var þeim þóknanlegur? Erfiður í sambúð Svo virðist sem Assange hafi notið mikilla forréttinda í sendiráðinu frá upphafi. Hann gat fengið þá gesti sem hann vildi og þurfti ekki að hafa samráð við öryggisverði um það. Gestir hans þurftu heldur ekki að gera grein fyrir sér. Hann fékk aðgang að gestalista sendiráðsins og gat eytt nöfnum út af honum. Hann fékk að setja sinn eigin upp- tökubúnað upp og tæki til að rugla þær hleranir sem hann var sjálf- ur beittur. Hann er einnig sagður hafa verið í beinu sambandi við ýmsa stjórnmálamenn í Ekvador. CNN segir að hann hafi notað þessi samtök til að gera lítið úr starfsfólki sendiráðsins og ganga framhjá því, þar á meðal sendi- herranum Juan Falconí. „Þú getur ekki gefið fyrirskip- anir sem ganga gegn mínum fyrir- skipunum,“ er sendiherrann sagð- ur hafa sagt við Assange 2013. Með tímanum urðu samskipti Assange og starfs- fólks sendiráðsins sífellt stirðari. Skýrslum var reglulega lekið til fjölmiðla um hversu erfiður Assange væri og það virðist hafa verið rétt. Hann lenti oft í slags- málum við öryggisverði sendi- ráðsins. Eitt sinn makaði hann saur á veggi. Framundan er barátta Assange gegn framsalskröfu frá Banda- ríkjunum, en það verður líklegast harðasta orrusta ævi hans enda er mikið undir þar sem hann á ævilangt fangelsi yfir höfði sér í Bandaríkjunum verði hann fundinn sekur um að hafa birt leyniskjöl stjórnvalda. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.