Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2019, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2019, Blaðsíða 30
PRESSAN30 2. ágúst 2019 Ótrúleg sjö ár Julians Assange í sendiráði Ekvador n Hvað gerði Assange allan þennan tíma í fangelsinu? n Var hann aðeins verkfæri í höndum Rússa? Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is „Framundan er barátta Assange gegn framsalskröfu frá Bandaríkjunum, en það verður líklegast harðasta orrusta ævi hans. Þ ann 11. apríl síðastliðinn gat Julian Assange, stofnandi Wikileaks, ekki lengur komist undan armi breskra laga. Hann hafði þá dvalið í sendiráði Ekvador í London í sjö ár. Þar hafðist hann við í tveimur litlum herbergjum í hinu fína Knightsbridge-hverfi. Þegar fjölmiðlamenn fylgdust með breskum lögreglumönnum bera Assange út sáu þeir að því er virtist eldgamlan mann bor- inn á börum en Assange er að- eins 47 ára. Hann var með hvítt úfið hár, mikið grátt skegg og allt að því brjálæðislegt augnaráð. Kannski ekki að furða eftir sjö ára innilokun. Assange leitaði skjóls í sendi- ráðinu eftir að hann var sakað- ur um kynferðisbrot í Svíþjóð. Sænsk yfirvöld óskuðu eftir að fá hann framseldan en Assange leitaði skjóls í sendiráðinu áður en bresku lögreglunni tókst að hafa hendur í hári hans því hann óttaðist að verða framseldur til Bandaríkjanna, en þar á hann þunga refsingu yfir höfði sér fyrir að hafa birt bandarísk leyniskjöl. Ef hann verður framseldur til Bandaríkjanna gæti hann hlotið lífstíðarfangelsisdóm. Assange á harða baráttu fyr- ir höndum við að berjast gegn framsali til Bandaríkjanna. Hann situr nú í Belmarsh-fangelsinu í London en hann var dæmd- ur í eins árs fangelsi fyrir að hafa brotið gegn skilyrðum þess að vera látinn laus gegn tryggingu. Bandarísk yfirvöld vilja fá hann framseldan vegna þáttar hans í að birta leynigögn frá banda- rískum stjórnarerindrekum og varnarmálaráðuneytinu árið 2010. Meðal þessara gagna var myndband sem sýnir áhöfn bandarískrar orrustuþyrlu skjóta fjölda óbreyttra borgara í Írak. Málið vakti alþjóð- lega hneyskl- un og var mikill álitshnekkir fyr- ir Bandaríkin. Þessi gögn fékk Wikileaks frá Chelsea Manning (sem hét þá Bradley Manning) sem starfaði sem sérfræðingur hjá Bandaríkjaher. Í Svíþjóð stendur rannsókn yfir á kæru á hendur Assange fyrir nauðgun en hann er sakaður um að hafa nauðgað konu og brotið kynferðislega gegn annarri þegar hann var í heimsókn í Stokk- hólmi. Rannsókn málanna hafði verið hætt en eftir að stjórnvöld í Ekvador gáfust upp á Assange og heimiluðu bresku lögreglunni að fjarlægja hann úr sendiráðinu hófst rannsókn á nýjan leik. Flúði í sendiráðið Það var í júní 2012 sem Assange taldi öryggi sínu svo ógnað eft- ir birtingu skjalanna frá Mann- ing að hann leitaði skjóls í sendi- ráði Ekvador. Það kynti undir ótta hans að hann taldi líklegt að Svíar myndu framselja hann til Bandaríkjanna ef hann yrði framseldur til Svíþjóðar vegna kynferðisbrotamálanna sem hann hefur stöðu grunaðs í. Stjórnvöld í Ekvador tóku honum vel og sögðust vilja leggja sitt af mörkum til að vernda tjáningar- frelsið. Þetta verður þó að skoða í ljósi þess að Rafael Correa, for- seti Ekvador, var á þessum tíma mjög gagnrýninn á Bandaríkin. Ætlunin var að Assange færi síð- an til Ekvador en það gekk ekki eftir því bresk yfirvöld tilkynntu að þau myndu handataka hann um leið og hann yfirgæfi sendi- ráðið og því sat Assange fastur þar næstu sjö árin. En hvað gerði Assange allan þennan tíma í fangelsinu? Því reyndi CNN nýlega að svara í ítarlegri umfjöllun um málið. Sjónvarpsstöðin komst yfir ýmis skjöl varðandi dvöl Assange í sendiráðinu en úr þeim má lesa eitt og annað athyglisvert. Stjórnstöð Wikileaks Samkvæmt skjölunum þá fékk Assange að breyta þeim fáu fermetrum sem hann hafði til umráða í stjórnstöð Wikileaks og starfsemi samtakanna á heims- vísu. Hann er sagður hafa átt í nánu samstarfi við rússneska tölvuþrjóta um birtingu mörg þúsund tölvupósta, skjala og annarra gagna sumarið 2016 þegar baráttan vegna forseta- kosninganna í Bandaríkjunum stóð sem hæst. Þessi gögn komu sér mjög illa fyrir Hillary Clinton sem atti kappi við Donald Trump um forsetastólinn. Assange fékk marga pakka senda í sendiráðið en þeir inni- héldu skjöl, líklegast tölvupósta og annað sem tölvuþrjótar höfðu komist yfir. Það voru menn með hárkollur og í dulargervi sem komu með þessar sendingar. CNN segir þessa menn hafa ver- ið sendla. Hann hafði frjálsan að- gang að gestalista sendiráðsins og hann kaus að fara með fólk inn á kvennasalernið þegar hann þurfti að ræða við það en þar inni voru engir hljóðnemar eða eft- irlitsmyndavélar. Margir Rússar eru sagðir hafa heimsótt hann. CNN gerir eiginlega meira en að gefa í skyn að hluti af stolnu gögnunum um Demókrataflokk- inn hafi verið settur á netið frá sendiráði Ekvador í London. Það hafi þannig verið Assange sjálf- ur sem ýtti á „send“-takkann og birt efnið sem olli Hillary Clinton svo miklum vandræðum en vakti gleði Donalds Trump. „Ég elska Wikileaks,“ hrópaði hann á framboðsfundum sínum á þessum tíma. Tengsl við Rússland Gögn CNN styðja við margt af því sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari, segir í skýrslu sinni um hugsanlegt tengsl forseta- framboðs Donalds Trump við Rússa í kosningabaráttunni 2016. Birting Wikileaks á 20.000 skrám og skjölum sumarið 2016 er mik- ilvægur hluti skýrslunnar sem var birt fyrr á þessu ári. CNN fékk einnig aðgang að mörg hund- ruð skýrslum um eftirlit og hler- anir í sendiráði Ekvador en það var spænska öryggisfyrirtæk- ið UC Global sem gerði þessar skýrslur fyrir ríkisstjórn Ekvador. Skýrslurnar veita ítarlegt yfir- lit um hvernig Assange varði dögum sínum í sendiráðinu og hvernig hann lét tímann líða. Í þeim kemur meðal annars fram að Assange hafi margoft fengið rússneska gesti og einnig hafi vel þekktir tölvuþrjótar á borð við hinn þýska Andy Müller-Magu- hn heimsótt hann en hann kom 12 sinnum í sendiráðið. Heilsar blaðamönnum Julian Assange á leið fyrir rétt í Westminster í London. Mynd: Getty Images Frelsið Assange Julian Assange á marga stuðningsmenn. Mynd: Getty Images

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.