Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2019, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2019, Blaðsíða 23
Sumar og sól2. ágúst 2019 KYNNINGARBLAÐ Öflugar gæðavörur fyrir landbúnaðinn VALLARBRAUT: Innflutningsfyrirtækið Vallarbraut stofnuðu þeir Jón Valur Jónsson og Ingvar Sigurðsson árið 2015. „Þó svo að aðalvörurnar hjá okkur séu SOLIS og HATTAT dráttarvélar erum við að flytja inn ýmsar aðrar vörur fyrir landbúnað, einstaklinga og verktaka. Við erum t.d. með kerrur og vagna fyrir flest tæki sem og flest tæki sem hægt er að hengja á dráttarvélar. Einnig erum við að flytja inn mótorhjól frá Royal Enfield,“ segir Jón Valur. Vallarbraut heldur úti metnaðar- fullri heimasíðu og youtube rás þar sem finna má myndbönd af öllum helstu innflutningsvörum sem eru til sölu hjá fyrirtækinu. „Okkur þyk- ir mikilvægt að viðskiptavinir okkar geti séð í lit hvernig vörurnar eru að standa sig, sérstaklega þeir sem eru úti á landi og eru ekki á hverjum degi í Hafnarfirði.“ Öflugir vagnar og kröftugar kerrur frá frændum á Írlandi Vallarbraut er með afar gott úrval af sturtu- véla- og flatvögnum í fjöl- breyttum stærðum og gerðum. „Þá erum við meðal annars með mjög vandaða og sterka vagna frá KANE og við getum útvegað malarvagna fyrir dráttarvélar með burðargetu frá 1–30 tonn. Þá erum við með lengri og styttri vélavagna með rampi sem taka 16 eða 24 tonn. Við bjóðum einnig upp á vörubílsvagna frá GT SEMI TRAILER í Tyrklandi. Við seljum aðallega frá þeim vélavagna og gámaflutninga- grindur og er EIMSKIP að fá afhentar 6 gámagrindur á næstu dögum.“ Nugent er leiðandi framleiðandi í heiminum á kerrum undir 3.500 kg. heildarþyngd „Við eigum bíla- flutningakerrur, litlar fjórhjólakerrur, gripakerrur, hestakerrur, sturtukerrur, vélakerrur og svo gott úrval af auka- búnaði sem og varahlutum.“ Nugent framleiðir einnig vörur fyrir landbúnaðinn og er Vallarbraut með rúllu- og baggagreipar, rúlluspjót og afrúllara frá því. „Þá erum við með úrval af einföldum og tvöföldum greipum og sterkbyggða gjafavagna með lásagrindum eða venjulegum átgrindum.“ Belmac: Írsk gæðaframleiðsla / Sér- fræðingar í skítkasti „Belmac er írskt fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 1987. Belmac haugsugur og keðjudreifarar/skíta- dreifarar eru vinsælir um allan heim enda um gæðavöru að ræða. Stærsta haugsugan okkar er frá Belmac og tekur heila 15.911 lítra. Um er að ræða tveggja öxla tryllitæki með beygjuöxli að aftan og 12.000 lítra dælu. Ástralir og Nýsjálendingar virðast vera hrifnir af 12.274 lítra Belmac haugsugunni enda öflug haugsuga á góðu verði. Minnsta haugsugan frá Belmac er 5228 lítra og kemur hún á 9 tonna öxli. Skítadreifararnir eru framleiddir í stærðunum 1 til 12 „cubicyards“ og byggja á áratuga langri hönnun sem margir kannast við til sveita.“ Öryggi í landbúnaði „Okkur hjá Vallarbraut og Belmac er annt um öryggi í landbúnaði og höf- um reynt að leggja okkar af mörkum til að minnka slysahættu. Vallarbraut er eina fyrirtækið hérlendis sem býð- ur upp á drifskaftslausar haugsugur en drifsköft valda oftast alvarlegustu slysunum. Með vökvaknúinni dælu er búið að fjarlægja alla snúningshluti sem mögulegt er að festast í.“ Öflugir Pólverjar Það má segja að Pólland sé í örum vexti hvað varðar framleiðslu á land- búnaðartækjum. Frá Póllandi koma heyvinnutæki ofl. frá JAR-MET og jarðvinnslutæki frá BOMET. „Einnig erum við að hefja innflutning á pólsk- um bogaskemmum. Undanfarið hafa áburðardreifarar og steypuhrærivél- ar verið mest selda varan frá JAR- -MET. Litlir dragtengdir dreifarar sem hægt er að hengja aftan í fjórhjól bjóða upp á fjölbreytta notkun, því með þeim er hægt að dreifa áburði, sandi og salti.“ Kurlarar og ruddasláttuvélar „Undanfarið hefur orðið mikil eftir- spurn eftir tækjum tengdum skóg- rækt. DELEKS og AGRIMASTER frá Ítalíu bjóða upp á breitt úrval tækja fyrir t.d. skógræktarfólk. Vallarbraut er með öfluga kurlara sem eru tengd- ir við traktor og geta tekið allt að 15 cm. trjáboli. Ruddasláttuvélar með hliðarfærslu og lóðréttri stillingu hafa vakið mikla athygli enda öflug vél á góðu verði. Frá Agrimaster bjóðast svo sláttuvél- ar með safnkassa sem geta sturtað upp í vagna.“ Vallarbraut er staðsett að Trönuhrauni 5, 220 Hafnarfirði. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni og vefversluninni vallar- braut.is Fylgstu með á Facebook: Vallarbraut og Youtube: Vallarbraut ehf. Netpóstur: vallarbraut@vallar- braut.is Jón Valur Jónsson og Ingvar Sigurðsson. Mynd: Eyþór Árnason. Mynd: Eyþór Árnason. Vélavagn 24 t og malarvagn 20 t. Belmac haugsugur er hægt að fá í öllum helstu dráttarvélalitunum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.