Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2019, Blaðsíða 18
2. ágúst 201918 BLEIKT
Iðrast ákvörðunarinnar
„Ég sé mjög mikið eftir þeirri
ákvörðun að afsala mér forræðinu
yfir drengjunum. Ég mun aldrei
fyrirgefa sjálfri mér fyrir að hafa
gert það, þar sem ég gerði það
gegn mínum vilja. Barnavernd
neyddi mig í það og eina ástæðan
sem þau gátu gefið mér var að
tími minn væri að renna út,“ segir
Alexandra og útskýrir að hún fékk
tímabundið fóstur í tvö ár.
„Það vilja allir að ég fari í mál
við barnavernd,“ segir hún en bæt
ir við að það ætli hún ekki að gera.
„Eina ástæðan fyrir því að ég vil
ekki fara í mál sú að ég elska fjöl
skylduna sem strákarnir mínir eru
hjá. Ég myndi aldrei vilja neitt ve
sen okkar á milli. Ef það væri ekki
fyrir þau, þá myndi ég fara í mál.“
Alexandra er í góðu sambandi
við drengina og fær þá til sín aðra
hverja helgi. Ef hún biður um að fá
þá oftar, þá segir hún það vera ekk
ert mál. Yfir sumartímann er hún
einnig mikið með þá, og svo er stór
plús hvað þeir búa nálægt henni.
Biggest Loser
„Ég hélt alltaf áfram að borða
tilfinningarnar mínar og ég fitn
aði svakalega. Ég fékk nóg á þess
um tímapunkti og sótti um að
komast inn í Biggest Loser Ísland
árið 2015. Ég komst inn og var 175
kíló, minnir mig, þegar ég byrjaði,“
segir Alexandra.
Hún var í þáttunum í níu vik
ur af tíu. „Mér gekk mjög vel. Ég
missti 40 kíló á mjög stuttum tíma.
En þegar ég kom heim skeit ég
upp á bak. Ég fitnaði mikið aftur
og var orðin 186 kíló í janúar 2018.
Sjálfsmyndin var hræðileg. Mér
fannst ég bara feit og ljót og einskis
virði. Ég var ekki með neina sjálfs
virðingu og lét vaða yfir mig eins
og ekkert væri sjálfsagðara. Ég
svaf hjá mönnum án þess að hafa
nokkurn áhuga á því og fannst það
bara vera nákvæmlega það eina
sem ég ætti skilið því ég væri hvort
eð er feit og fengi ekkert betra, að
ég ætti ekki skilið að vera elskuð.“
Ákvað að elska sig sjálfa
Alexandra byrjaði mjög ung að
reyna að grennast. Hún prófaði
alla kúra sem völ var á, alla hreyf
ingu sem var í boði og æfði all
ar þær íþróttir sem hún vissi að
væru aðgengilegar á Akranesi. „Ég
reyndi allt. En ég gafst alltaf upp,“
segir Alexandra.
„Ég fór á Herbalife, ég próf
aði ketó, danska kúrinn, að fasta,
djúsa og allt sem þið getið talið
upp, en ég bara náði ekki að festa
mig í þessu öllu saman. Ég fór
alltaf að borða meira en ég gerði
áður en ég byrjaði. Hvað þá eftir
Biggest Loser Ísland, þá fyrst át ég
sem mest eftir að keppninni lauk
því mér leið bara ekki vel,“ segir
Alexandra.
„Það var ekki fyrr en í janúar
2018 sem ég sagði hingað og ekki
lengra. Orðin um 186 kíló. Ég tók
þá ákvörðun að líta í spegil og telja
sjálfri mér trú um að ég væri flott
eins og ég var og að ég ætti skilið
meiri virðingu og ást þótt ég liti út
eins og ég gerði þá.“
Syndir í sjónum
Eftir að Alexandra ákvað að elska
sjálfa sig skilyrðislaust byrjaði
henni að líða betur og í kjölfarið
fór hún ósjálfrátt að hreyfa sig
meira og borða minna. „Ég hef
ekkert þurft að passa mig eða
fylgjast sérstaklega með því sem
ég geri. Ég byrjaði að fara í sjó
sund í október 2017 og er enn í
því. Ég fer að minnsta kosti einu
sinni í viku og reyni að synda sem
mest í sjónum. En er alltaf lang
duglegust yfir sumartímann. Ég
byrjaði einnig að fara í fjallgöngur
með góðum hóp í sumar,“ segir Al
exandra.
„Ég er ekki að hreyfa mig
sérstaklega til að missa einhver
kíló, heldur aðallega til að bæta
þolið mitt. Þetta snýst ekki um kíló
heldur um árangur minn, hvort ég
sé búin að bæta þolið og hvern
ig fötin passa á mig; hvort þau séu
víðari og stærri.“
Ofnæmi fyrir ræktinni
Alexandra segir að hreyfingin sé
það erfiðasta við þetta ferli.
„Að hreyfa sig með 186 kíló utan
á sér er hrikalega erfitt get ég sagt
ykkur. Og hvað þá upp brekkur, ég
verð móð við tilhugsunina en ég
læt það ekki stoppa mig. Mér er
farið að finnast gaman í göngum
og að hreyfa mig, svo lengi sem
það er alls staðar annars staðar
en í líkamsræktarsal. Ég bara þoli
illa ræktina, held ég sé með of
næmi fyrir svoleiðis stöðum,“ segir
Alexandra.
Hún segir að það komi aldrei
auðveld stund. „Ég ætla ekki að
ljúga því að þetta sé bara ekkert
mál. Þetta krefst rosalegrar sjálfs
vinnu. Það tók mig mörg ár að
komast á þann stað sem ég er á í
dag. Ég er ekki að segja að ég muni
ekki þyngjast aftur á einhverjum
tímapunkti. En ég held að ég hafi
betri stjórn á mér núna en áður
og mun því ekki hrynja eins langt
niður og ég hef alltaf gert, og verð
vonandi fljótari að koma mér svo
aftur á ról,“ segir Alexandra.
Jákvæð líkamsímynd mikilvæg
Að sögn Alexöndru leikur jákvæð
líkamsímynd gríðarlega stórt hlut
verk í hennar lífi. „Ég leit á mig
sem eitthvert ómerkilegt hyski.
Vanmáttuga og einskis virði. Þegar
ég áttaði mig loksins á því hvað ég
ætti skilið, hversu mikils virði ég
væri og hvað ég ætti mikið eftir
af lífinu, þá varð ég svo mikið ör
uggari með sjálfa mig,“ segir Alex
andra.
„Áður klæddi ég mig eingöngu
í svört föt og helst allt of stór. Inn
an undir stóru peysunni var ég í
að minnsta kosti tveimur bolum
til að halda bumbunni inni. Eða
ég gekk í alltof flegnum bol því ég
hélt það væri það eina sem strákar
vildu sjá, því þá fengi ég einhverja
jákvæða athygli frá karlmönn
um, sem reyndist mjög vitlaus
hugsun,“ segir Alexandra.
„Í dag klæði ég mig bara eftir
veðri og vindum, ég nota alla liti
og ég kaupi mér föt eftir því hvort
mér finnist þau flott og þægi
leg, ekki eftir því hvað felur mest.
Ég elska sjálfa mig eins og ég er
og ég elska að klæða mig fínt. Ég
er með helling af æðahnútum,
sliti, fellingum og appelsínuhúð
en ég er loksins hætt að fela það.
Ég fór alltaf í sund í sundbol og
stuttbuxum og helst bol yfir. Í dag
er ég í bikiníi og mér hefur aldrei
fundist ég jafn flott.“
Að lokum vill Alexandra gefa
öðrum í sömu og sporum og hún
var í ráð. „Lærðu að elska sjálfa þig
nákvæmlega eins og þú ert. Það
er erfiðara en að segja það, en þú
getur það. Ef einhver annar getur
elskað sig, af hverju getur þú það
ekki líka? Þetta tekur tíma en þetta
er hægt.“ n Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202
Ryðga ekki
Brotna ekki
HAGBLIKK
Álþakrennur & niðurföll
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt
Eftir að Alexandra byrjaði að elska sjálfa sig
byrjaði hún að hugsa betur um sig,
Alexandra þegar
hún tók þátt
í Biggest Loser
árið 2015.
Alexandra Arndísardóttir Sadiku.
„Ég hélt alltaf áfram að borða
tilfinningarnar mínar