Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2019, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2019, Blaðsíða 32
32 2. ágúst 2019 SAKAMÁL Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is SKORDÝR VÍSUÐU Á SÖKUDÓLGINN V incent Brothers, aðstoðar­ skólastjóri í Kaliforníu, gat ekki litið betur út á yf­ irborðinu. Honum var lýst sem „hetju“ og „góðum samfélagsþegni.“ En á bak við luktar dyr var Brothers annar maður. Árið 2000 giftist hann Joan Harper, ungri stúlku frá Bakersfield. Þau eignuðust soninn Marques, en hjónabandið slitnaði árið 2001 sök­ um framhjáhalds Brothers. Þau hófu samband aftur og eignuðust dótturina Lyndsey, giftu sig á ný árið 2003, og eignuðust annan son, Marshall. Nokkrum mánuðum síð­ ar yfirgaf Brothers heimilið og sambandið slitnaði á ný. Og í þetta sinn varð ekkert af sáttum. Um þjóðhátíðarhelgina þann 4. júlí flaug Brothers til Ohio til að hitta fjölskylduna. Sunnudaginn 6. júlí fór Harper í kirkju með börnum sínum og móður, Ernestine. Tveim­ um dögum síðar kom vinkona Harper, Kelsey Spann, í heimsókn og steig inn í martröð. Ummerki voru um innbrot og fann Spann lík Harper, 39 ára, Marques, fjögurra ára, Lyndsey, tveggja ára, og Mars­ hall, sex vikna, í rúmum þeirra. Hin sjötuga Ernestine lá látin í and­ dyrinu. Höfðu þau öll verið skotin til bana, auk þess sem stungusár fundust á líkama Harper. Brothers var strax talinn vera valdur að voðaverkinu. Hann var handtekinn og yfirheyrður, og virtist hann vera harmi sleginn, en lögreglan var enn full grunsemda. Lögreglan gat þó ekki sannað að Brothers bæri ábyrgð á morðunum, hann var með skothelda fjarvistar­ sönnun, 3.219 kílómetra frá heim­ ilinu, og engin sönnunargögn tengdu hann við morðin, þannig að honum var sleppt úr varðhaldi. Níu mánuðir áttu eftir að líða þar til lögreglan næði gerandanum og það var furðuleg vísbending sem leiddi til handtöku. Bakgrunnur Brothers kannaður í þaula Daglegt líf Brothers var orðið það sama og áður, en lögreglan hafði kannað bakgrunn hans í þaula. Þeir sem sáu um rannsókn málsins voru fullvissir um að Brothers væri ger­ andinn og höfðu reynt sitt ítrasta til að finna glufur í fjarvistarsönnun hans. Vitað var að hann leigði bíl meðan hann var í Ohio, þar sem hann hafði lent í óhappi meðan hann var með bílinn á leigu, bíll­ inn var því tekinn til rannsóknar. Kílómetrastaðan á bílnum var há og benti til þess að Brothers hefði keyrt langa vegalengd, þannig að Lynn Kimsey skordýrafræðing­ ur var fengin til að skoða bílinn. Það sem hún fann reyndist vera það sem varpaði ljósi á heildar­ myndina. Vatnskassi og loftsía bíls­ ins innihéldu sérstaka tegund af vespum, pöddum og engisprettum, sem aðeins finnast vestur af Rocky­ ­fjöllum. Kinsey sagði dýrin vera í sam­ ræmi við „tvær langar vega lengdir til Kaliforníu frá austri.“ Melvin, bróðir Brothers, vék frá fyrri frá­ sögn sinni um að Brothers hefði verið með honum þessa helgi. Kom í ljós að Brothers hafði keyrt frá Ohio til Kaliforníu, útrýmt fjölskyldu sinni og sett á svið inn­ brot, áður en hann keyrði aftur til Ohio. Vegalengdin var í heild 8.690 kílómetrar. Brothers var handtekinn árið 2004 og kom fyrir dómara árið 2007. Hann brast í grát þegar dómarinn hafnaði lífstíðardómi án möguleika á náðun, og dæmdi Brothers til dauða fyrir morðin. Eddie, bróðir Harper, sagði: „Við erum glöð yfir að hann hafi verið dæmdur á rétt­ mætan máta og fundinn sekur. Við getum núna lokað þessum kafla og haldið áfram með okkar líf.“ Brothers bíður enn dauða­ refsingar í San Quentin ­fangelsinu í Kaliforníu. Mæðgin Harper og yngsta barn hennar, Marshall, sex vikna. Dóttirin Lyndsey tveggja ára Elstur Marques fjögurra ára Amman Ernestine Vatnskassinn Skordýr sem aðeins finnast vestur af Rockyfjöllum fundust í bílnum, þrátt fyrir að Brothers þverneitaði að hann hefði keyrt þangað. Fundinn sekur Brothers við réttarhöldin. Heimili fjölskyldunnar Hér voru Harper, börn hennar og móðir myrt. RRonand Dotson, frá Detroit í Michigan, hlaut næstum lífstíðarfangelsi fyrir nokkur innbrot, öll framin svo hann gæti fullnægt gínugirnd sinni.Dotson, 48 ára, varð góðkunningi lögreglunnar eftir að hafa verið handtekinn fyrir að brjótast minnst sex sinnum inn í ýmsar verslanir yfir 13 ára tímabil. Í öllum tilvikum voru innbrotin framin svo Dotson gæti fullnægt blæti sínu, en hann ágirntist gínur verslananna. Sat Dotson inni fyrir innbrotin. Hann var fyrst handtekinn árið 1993 á bak við verslun í Ferndale í Detroit. Þar var hann að „skemmta“ þremur gínum, sem allar voru klæddar í kynþokkafull undirföt. Síðasta skiptið sem hann var handtekinn var 9. október árið 2006, þá braut hann rúðu og rústaði útstillingum í gluggum verslunarinnar, allt til að komast að einni gínu sem hann hafði augastað á. Sú var klædd í svarthvítan búning þjónustustúlku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.