Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2019, Blaðsíða 48
5. júlí 2019
27. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
Þetta þykir mér
súrt í brotið!
2. ágúst 2019
31. . i i i .
Stjörnum prýdd
mynd Margrétar
F
ramleiðandinn Margrét
Hrafnsdóttir kemur
að gerð heimilda-
myndarinnar House
of Cardin, sem frumsýnd
verður á kvikmynda hátíðinni
í Feneyjum sem fer fram í lok
ágúst og byrjun september.
Myndin fjallar um franska fata-
hönnuðinn Pierre Cardin, en
það má með sanni segja að
stórskotaliðið í tísku bransanum
komi fram í myndinni, svo sem
Naomi Campbell og Jean-Paul
Gaultier og listafólk á borð við
Sharon Stone og Alice Cooper.
„Það er búið að vera einstaklega
skemmtilegt að vinna að
þessari mynd um Pierre Cardin,
enda maðurinn goðsögn í lif-
anda lífi og lítið mál að fá til liðs
við okkur aðrar goðsagnir til að
fjalla um hann,“ skrifar Margrét
á Facebook, en hún er ein af tíu
framleiðendum myndarinnar.
Þ
úsundþjala smiðurinn
Þorbjörg Alda Marinós-
dóttir, sem í daglegu tali
er aldrei kölluð annað en
Tobba Marinós, hyggur á land-
vinninga í matarframleiðslu
með haustinu. Um er að ræða
holla matvöru undir vöru-
merkinu Náttúrulega gott og
verða vörurnar seldar í Bónus
með haustinu.
Tobba er greinilega vel
undirbúin því hún og tilvonandi
eiginmaður hennar, Karl
Sigurðsson, sóttu um einkaleyfi
á nafninu Náttúrulega gott um
miðjan febrúar á þessu ári. Í
lýsingu á vef Einkaleyfastofu
kemur fram að undir vörumerk-
ið muni falla „mjöl og matvör-
ur úr korni; haframatvæli; jarð-
hnetusætindi; kökur; múslí;
möndlusætindi; smákökur;
granóla; hafra klattar; hollustu-
fæði.“
Þá er einnig búið að stofna
fyrirtæki undir reksturinn,
Náttúrulega gott ehf., en
stjórnarformaður þess er
móðir Tobbu, Guðbjörg Birkis
Jónsdóttir. Þá er fyrirtækið skráð
á heimili foreldra Tobbu í Kópa-
vogi og heimasíða væntanleg á
natturulegagott.is.
Titill matvaranna hefur
skírskotun í bók sem Tobba
gaf út árið 2017 sem hét
Náttúrulega sætt.
Náttúruleg
Tobba hefur
innreið á
matarmarkaðinn
Skeifan 6 / 5687733 / epal.is
* Aukahlutir gafl, náttborð og lampar eru ekki innifaldir í verði.
Hvert rúm er sérgert fyrir þig.
25 ára ábyrgð á gormakerfi.
Skandinavísk hönnun.
Norsk gæðaframleiðsla frá 1947.
Áratuga reynsla.
Gæði, ábyrgð og öryggi.
Stillanleg rúm, Continental og boxdýnur.
Yfirdýnur í úrvali.
Stuttur afhendingartími,
ótal möguleikar.
Mikið úrval af göflum, náttborðum
og yfirdýnum
·
·
·
·
·
·
·
·
Jensen rúm:
577.400.-
Verð frá:
Stillanleg
t rúm, Am
bassador*
420.600.-
Continenta
l*
Verð frá:
353.600.-
Nordic Sea
mless*
Verð frá:
www.jensen-beds.com
Skoðaðu rúmin okkar
áður en þú tekur ákvörðun.
Hinseginleikinn orðinn að hlaðvarpsseríu
I
ngileif Friðriksdóttir dagskrár-
gerðarkona hefur um langa
hríð verið ötul baráttukona
um málefni samkynhneigðra
og hún birti nýverið færslu þar
sem hún greinir frá nýjasta ver-
kefni sínu. „Ég er stolt af ýmsu
sem ég hef gert í gegnum tíðina,
en Hinseginleikinn er það verk-
efni sem ég er allra stoltust af.
Það sem hófst sem lítil hugmynd
í prófatíð í háskólanum vorið
2016 en hefur síðan þá þróast út
í svo kraftmikinn fræðsluvettvang
og raunar samfélag sem ég gæti
ekki verið þakklátari fyrir að vera
hluti af. Hin seginleikinn hefur
tekið á sig ýmsar myndir, verið á
samfélags miðlum, orðið að sjón-
varpsþætti og fyrirlestrastöð –
en nú er Hinseginleikinn orðinn
að podcast-seríu sem ég er svo
spennt að deila með ykkur. Fyrsti
þátturinn er kominn á Spotify og
væntanlegur á aðrar steymisveitur
– en þar fer ég yfir söguna sem ekki
má gleymast og á magnað spjall
við hinn eina sanna Pál Óskar.
Þættirnir eru gefnir út ásamt @
rúvnúll í tilefni 50 ára afmæl-
is Stonewall-uppþotanna í New
York og 20 ára afmælis Hinsegin
daga hér á landi og munu koma
inn vikulega á þriðjudögum
næstu sex vikurnar. Ég er ótrúlega
stolt af útkomunni og hvet ykkur
til að hlusta.“ Með færslunni fylgdi
falleg mynd af Ingileif sem vænt-
ir frumburðar síns síðar í mánuð-
inum. Ingileif er gift Maríu Rut
Kristinsdóttur en hún á son úr
fyrra sambandi. Hjónin giftu sig
síðastliðið sumar á Flateyri en
Ingileif starfar sem blaðamaður
og söngkona en hefur jafnframt
starfað við dagskrárgerð í sjón-
varpi og er meðal spurningahöf-
unda og dómara Gettu betur. n