Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2019, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2019, Blaðsíða 34
FÓKUS34 2. ágúst 2019 Lýsingar Matthíasar á syni sínum:EIGUM MARGALITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI Þóttist vera trans til að sleppa við skammir n Upprennandi fyrirsæta afhjúpuð sem transhatari n Kom út og tók það svo til baka „„Ég var ekki tilbúin að koma út strax en í dag var ég rekin og hef fengið haturspósta og líflátshótanir þannig að ég er neydd til að segja sannleikann U pprennandi fyrirsæta, Carissa Pinkston, hefur heldur betur valdið usla í tískuheimum að undan­ förnu með uppátæki sem er svo furðulegt að það jaðrar við að vera lyginni líkast. Carissa nefni­ lega „kom út úr skápnum“ sem transkona fyrir stuttu, en virtist þó eingöngu gera það til að forð­ ast skammir fyrir virkilega niðr­ andi færslur á samfélagsmiðlum um transfólk. Þegar fólk í kring­ um fyrir sætuna sagði hana ljúga á samfélagsmiðlum dró Carissa þetta allt til baka og játaði að hún hefði bara verið að þykjast vera trans svo fólk hætti að senda henni hatursfull skilaboð á samfélags­ miðlum. „Að vera trans gerir þig ekki að konu“ Þetta byrjaði allt í maí síðastliðnum þegar að Carissa birti færslur á Facebook undir nafninu Rissa Danielle. Carissa birti tvær færsl­ ur þar sem hún viðhafði niðrandi orðræðu um transfólk. „Að vera trans ger­ ir þig ekki að konu. Það ger­ ir þig bara trans,“ hljóðaði önn­ ur færslan og í hinni skrifaði hún: „Svona vilja þau láta líta á sig. Líf­ fræðilega eru til konur og karlar. Þetta er heimurinn árið 2019.“ Hótað lífláti Í kjölfarið missti Carissa samn­ ing við umboðsskrifstofu sína, Elite Model Management, og var úthúðað á internetinu vegna færslnanna. Var hún sökuð um að vera transhatari. Þessi saga varð fyrst furðuleg þann 22. júlí síðastliðinn þegar Carissa „kom út úr skápnum“ í langri færslu á Instagram, sem hefur nú verið eytt. „Ég var ekki tilbúin að koma út strax en í dag var ég rekin og hef fengið haturspósta og lífláts­ hótanir þannig að ég er neydd til að segja sannleikann,“ skrifaði fyrirsætan, sem virtist eiga far­ sælan feril framundan. „Ég er trans. Ég var mjög ung þegar ég fór í kynleiðréttingarferli og ég hef lifað lífi mínu sem kona allar götur síðan. Það hefur verið erfitt að halda þessu leyndu en það sem ég sagði um transkonur endur­ speglar mitt eigið óöryggi. Ég hef síðan þá komist að þeirri niður­ stöðu að ég er kona … VIÐ ERUM ÞAÐ ALLAR!“ bætti hún við. Lygin afhjúpuð Á þessum tímapunkti hélt Carissa eflaust að hún hefði bjargað sér fyrir horn. Það hefði ekki getað verið fjær sannleikanum. Fólk sem hefur unnið með henni og þekkir hana vel þyrptist á samfélagsmiðla til að ljóstra upp sannleikanum um fyrirsætuna – að hún væri alls ekki transkona, heldur lygari. Fyrirsætan Aaron Philip, sem er trans, var ein af þeim. Henni var ekki skemmt. „Ímyndið ykkur að vera fyrirsæta sem var afhjúpuð sem bullandi transhatari og lét út úr sér illkvittið transhatur, sem síðan LÝGUR UM AÐ VERA TRANS Á NETINU TIL AÐ REYNA AÐ BJARGA FERLINUM?“ skrifaði Aaron á Twitter. Önnur fyrirsæta, Aleece Wilson, hélt því líka fram á samfélagsmiðlum að Carissa væri að ljúga. Gott og vel, orð gegn orði. Eyddi afsökunarbeiðninni Hins vegar fór þessi flétta að verða afar dularfull og skrýtin nokkrum dögum síðar þegar Carissa ját­ aði í annarri færslu á Instagram, sem hefur einnig verið eytt, að hún hefði verið að ljúga þegar hún sagðist vera trans. Sagðist hún ein­ göngu hafa sagst vera trans til að minnka áreitið eftir allt transhatr­ ið sem hún lét út úr sér. „Ég biðst afsökunar á öllum athugasemdum sem innihéldu transhatur. Ég varð óttaslegin og hélt að ef ég kæmi út sem trans að þá yrði allt betra fyrir mig en svo virðist sem ég hafi aðeins gert þetta verra. Ég biðst innilegrar af­ sökunar. Ég er aðeins tvítug og ég er mennsk. Ég geri mistök en ég neita að láta þau skilgreina mig. Ég vona að þið getið fyrirgefið mér og komist yfir þetta, því ég er svo mikið meira en þetta eina atvik og ég er ekki hugleysingi,“ skrifaði Carissa. Í ljósi þess að Carissa birti þessa afsökunarbeiðni, væntanlega með vonir um að henni yrði fyrirgefið, er algjörlega óskiljanlegt af hverju hún er nú búin að eyða henni. Framtíð Carissu í fyrirsætu­ bransanum er óljós, en ljóst er að hún hefur móðgað gífurlega marga með framferði sínu. Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Með Rihönnu Hér eru þær Stella Duval, Carissa Pinkston, Rihanna, India Graham og Taylor Gosling við afhjúpun nærfatalínu Rihönnu. Mynd: Getty Images Efnileg Carissa átti framtíðina fyrir sér í tískuheiminum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.