Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2019, Blaðsíða 38
2. ágúst 201938 FÓKUS
Verslunarmannahelgin 2019
Hvert áttu að fara um verslunarmannahelgina?
Hvernig verður stemningin?
Hverjir verða hvar?
Hvað kostar þetta allt saman?
Hvar verður mesta fylleríið?
En hvar er líklegt að finna ástina?
Fókus er með puttann á púlsinum og færir ykkur allt það
helsta sem er að gerast um verslunarmannahelgina.
ÞJÓÐHÁTÍÐ Í EYJUM
Hvar: Herjólfsdalur í Heimaey (dö).
Hverjir skemmta: Bjartmar, Herra Hnetusmjör, Huginn, Svala Björgvins,
Sverrir Bergmann, Stjórnin, Páll Óskar, Á móti sól, Jón Jónsson og fleiri.
Hvers er sárt saknað: Helga fokkíng Björns.
Stemning: Þeir sem fíla að vera í sömu lopapeysunni heila helgi, sofa
ekkert, smakka lunda, rífast við heimamenn og öskra úr sér lungun við
almúgapopp mæta.
Hverjir eiga að mæta: Bolurinn, Eyjapeyjar og -meyjar og fólk sem ætlar
að hrynja í það.
Hverjir eiga ekki að mæta: Fólk sem á ekki stígvél og borgarbörnin sem
kunna ekki að tjalda. Og já, þeir sem hata gítarpartí þar sem þjóðhátíð er
bara eins og eitt, ofurlangt gítarpartí.
Verð: Það kostar 1.600 kall aðra leið með Herjólfi og svo er hátíðarpassinn
á 25 þúsund kall.
EVRÓPUMEISTARAMÓTIÐ Í MÝRARBOLTA
Hvar: Bolungarvík.
Hverjir skemmta: Högni Egilsson, Ásta, Rúnar Breki, Flóni,
Þórdís Petra og fleiri.
Hvers er sárt saknað: Eiðs Smára.
Hvernig verður stemningin: Loftið verður fullt af
dásamlegri lykt af drullumalli í bland við dass af vínanda og
mikið af hlátrasköllum.
Hverjir eiga að mæta: Áhættusæknir orkuboltar sem eru til
í að ata sig út í drullu á meðan þeir sparka í tuðru.
Hverjir eiga ekki að mæta: Fólk sem þolir ekki lífið.
Verð: Kaupa þarf sérstaka miða á ýmsa viðburði og er verð
3.000–14.000 krónur. Miðasala er á tix.is.
KOTMÓT
Hvar: Kirkjulækjarkoti í Fljósthlíð.
Hverjir skemmta: Kristine Bærendsen, KK, Samuel Ljungblahd
og fleiri.
Hvers er sárt saknað: Ellenar Kristjáns.
Hvernig verður stemningin: Kotmótið er bindindismót sem
hefur verið haldið í 65 ár og því er stemningin eftir því. Hingað
flykkist fólk úr kristnum samfélögum af öllu landinu og skemmtir
sér án vímuefna.
Hverjir eiga að mæta: Strangkristið fólk.
Hverjir eiga ekki að mæta: Trúleysingjar.
Verð: Ekkert kostar á mótið, en rukkað er fyrir tjaldsvæðið – 1.500
fyrir fullorðna, 900 fyrir unglinga en frítt fyrir börn fyrir nóttina.
ÚTIHÁTÍÐ Á SPOT
Hvar: Spot, Kópavogi.
Hverjir skemmta: Greifarnir og Siggi Hlö.
Hvers er sárt saknað: Gaursins sem er alltaf með
Sigga Hlö en enginn man hvað heitir.
Hvernig verður stemningin: Sveitt, subbuleg og
klístruð.
Hverjir eiga að mæta: Bolirnir sem nenna ekki að
láta dæma sig fyrir að syngja með Greifalögunum og
þeir sem dýrka Sigga Hlö meira en lífið sjálft.
Hverjir eiga ekki að mæta: Allir hinir.
Verð: 3.400 krónur – miðasala á tix.is.
INNIPÚKINN
Hvar: Bryggjan brugghús og Messinn í Reykjavík. Hverjir
skemmta: Between Mountains, Blóðmör, Dj Flugvél &
geimskip, Frikki Dór, Hildur, Jónas Sig, Moses Hightower,
Sturla Atlas og fleiri.
Hvers er sárt saknað: Unun.
Stemning: Þau sem nenna ómögulega að standa í því
að tjalda, pissa úti og hressa upp á tveggja daga gamlan
landa með hálsbrjóstsykri fjölmenna á Innipúkann
og drekka sinn bjór í friði, laus við leiðindi og veðurofsa.
Hverjir eiga að mæta: Hipsterar og hlustendur Rásar 2.
Hverjir eiga ekki að mæta: Bolurinn, fjölskyldufólk, fellihýsaeigendur og þeir sem elska teknó.
Verð: Miðar fást á tix.is og er verð 3.990 til 6.990 krónur – allt eftir því hvað þú vilt vera lengi á
svæðinu. Svo náttúrulega leigubíll heim – vonandi býrðu ekki í Mosfellsbæ – bæ, bæ tíuþúsund kall
aðra leiðina!