Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2019, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2019, Blaðsíða 39
2. ágúst 2019 39FÓKUS Verslunarmannahelgin 2019 UNGLINGALANDSMÓT UMFÍ Hvar: Höfn í Hornafirði. Hverjir skemmta: Úlfur, Úlfur, Salka Sól, Daði Freyr, Bríet og fleiri. Svo er auðvitað keppt í öllu og engu – allt frá brennibolta til pílukasts. Hvers er sárt saknað: Bjarna Ben að keppa í kökuskreytingum. Stemning: Heilsusamlegt fjör fyrir alla þá sem vilja eyða gæða- tíma með fjölskyldunni, hlæja og horfa á misgáfulegar keppnis- íþróttir. Hverjir eiga að mæta: Fjölskyldufólk, keppnismanneskjur og flipphausar. Hverjir eiga ekki að mæta: Drykkjuboltarnir og fýlupúkarnir. Verð: Tjaldsvæðið er ókeypis fyrir mótsgesti og fjölskyldur þeirra en greitt er fyrir afnot af rafmagni. Skráningargjald er 7.500 krónur. NEISTAFLUG Hvar: Neskaupstaður. Hverjir skemmta: Leikhópurinn Lotta, Einar Ágúst, Matti Matt, Papar, Mannakorn, Daði Freyr, Hlynur Ben og fleiri. Hvers er sárt saknað: Klámfólkið sem var rekið af hótelinu. Stemning: Það er erfitt að festa fingur á stemninguna því það er svo margt í boði sem hentar alls konar fólki – hlaupurum, börnum, sögusjúklingum og kvikmyndanördum. Hverjir eiga að mæta: Ef þú nennir að keyra og langar í eitthvað af alls konar þá mætir þú í Neskaupstað. Hverjir eiga ekki að mæta: Bílveikir. Verð: Nóttin á tjaldsvæðinu kostar 1.200 krónur. SÆLUDAGAR KFUM OG KFUK Hvar: Í Vatnaskógi. Hverjir skemmta: Páll Óskar, Lalli töframaður, DJ Ljómi og alls konar prestar og sérfræðingar með ýmis erindi. Hvers er sárt saknað: Davíðs Þórs með Radíus-grín með trúarlegu ívafi. Hvernig verður stemningin: Hér eru öll vímuefni stranglega bönnuð og því er einblínt á heilbrigt umhverfi þar sem fólk getur ræktað sinn innri mann í friði. Hverjir eiga að mæta: Edrú liðið og þeir sem eru orðnir þreyttir á látum og stressi. Hverjir eiga ekki að mæta: Segir það sig ekki sjálft? Verð: Ókeypis er fyrir 6 ára og yngri, 3.000 krónur fyrir 7 til 12 ára og 6.000 krónur fyrir 13 ára og eldri. EIN MEÐ ÖLLU OG ÍSLENSKU SUMARLEIKARNIR Hvar: Akureyri. Hverjir skemmta: Leikhópurinn Lotta, Einar Mikael, Svala Björgvins, Rúnar Eff, Rán Ringsted, Stefán Haukur, Ingó Veðurguð, Hvanndalsbræður og fleiri. Hvers er sárt saknað: Sigmundar Ernis. Hvernig verður stemningin: Hún er yfirleitt goðsagnakennd stemningin á Akureyri og búast má við að margir hrynji í það á meðan aðrir einbeita sér að því að elta krakkana í alls konar glens (les pirraðir og þreyttir foreldrar). Hverjir eiga að mæta: Ef þú vilt upplifa flóru af Íslendingum með öllum þeirra kostum og göllum þá mætir þú. Hverjir eiga ekki að mæta: Þeir sem hafa enga þolinmæði fyrir litlum börnum og fylliröftum. Verð: Nóttin á tjaldsvæði kostar 2.200 krónur. SÍLDARÆVINTÝRI Hvar: Siglufjörður. Hverjir skemmta: Herra Hnetusmjör, DJ Egill Spegill og fleiri. Hvers er ekki saknað: Smálánakónganna sem skráðu starf- semi sína í ómerktu húsi í bænum. Hvernig verður stemningin: Þetta er ein af þekktustu hátíð- um landsins og má búast við því að heldur verði meira af eldra fólki en yngra, í góðu stuði að rifja upp gamla tíma. Hverjir eiga að mæta: Þeir sem muna eftir síldarævintýrinu og þeir sem elska að prjóna. Hverjir eiga ekki að mæta: Unglingar sem þyrstir í ævintýri sem tengist ekki síld. Verð: Ókeypis inn. Ekkert áfengi, takk! Þú sérð áfengi á fólki en ekkert svakalega mik ið. Subbulegt fyllerí Þú gætir fundið ástina – allavega einnar nætur gaman Hátíðarlag Náttúrufegurð Eitthvað fyrir alla fjölsky lduna Hipsterar á ferð Bolurinn ræður ríkjum Hefð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.