Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2019, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR 2. ágúst 2019 1990– Innrás Írak í Kúveit. Á þessum degi, 2. ágúst 1824 – Fimmta breiðstræti (e. Fifth Avenue) í New York opnað. 1892 – Charles A. Wheeler fékk einkaleyfi á fyrsta rúllustiganum. 1961 – Bítlarnir komu fram í fyrsta sinn á Cavern-klúbbnum í Liverpool. 1962 – Robert Zimmerman breytti nafni sínu löglega í Bob Dylan. gleymdar útihátíðir Verslunar­ mannahelgin er skollin á og venju samkvæmt halda margir á úti hátíðir víða um land. Því er við hæfi að rifja upp fimm hátíðir sem urðu gleymskunni að bráð – allavega hjá einhverjum. Rauðhetta Útihátíðin Rauðhetta var haldin þrisvar sinnum á árunum 1976–78 við Úlfljótsvatn. Hátíðin var á vegum skátanna og var gefið út að um bindindis- hátíð yrði að ræða. Það fór hins vegar lítið fyrir þeim loforðum og árið 1977 var til að mynda skrifað í Dagblaðinu: „Ölvun var talsverð, einkum á föstu- dagskvöld og laugardags- kvöld, þrátt fyrir að hellt hafi verið niður úr nær 200 áfengisflöskum.“ Húsafellshátíðin Hátíðin var haldin á vegum Ungmennasambands Borgarfjarðar í nokkur ár en frægasta hátíðin var árið 1969. Aðsóknin var gríðarleg og líkti blaðamaður Morgun- blaðsins hátíðinni við hina goðsagnakenndu Woodstock-hátíð í Banda- ríkjunum. „Aðsóknin að Woodstock-hátíðinni var mun meiri en búist var við og skipulagið fór úr böndunum. Húsafells- hátíðin kemur því vel út í þessum samanburði, ekki síst í ljósi þess að miðað við hina frægu höfða- tölureglu var hún fimmtíu sinnum fjölsóttari.“ Viðeyjarhátíðin Hátíðin í Viðey árið 1984 er líklegast eitt mesta útihátíðarklúður Íslands- sögunnar. Væntingar skipuleggjandans Magnúsar Kjartanssonar voru að þúsundir manna myndu sækja hátíðina heim en aðeins fjögur til fimm hundruð mættu, eins og eftirminnilega var gert grín að í áramóta- skaupinu það árið. „Ég gæti trúað því að krökkum þyki heppilegra að fara eitthvað út fyrir bæinn, en vera endilega þar sem mamma og pabbi gætu allt í einu dúkkað upp á tjaldskörinni, boðið góðan daginn og verið komin í heimsókn,“ sagði Magnús í samtali við Dagblaðið. Saltstokk Það var hins vegar önnur hátíð sem Woodstock var fyrirmyndin að og það var Saltvíkurhátíðin á Kjalarnesi sem haldin var um hvítasunnu- helgina árið 1971. Vegna fyrirrennarans var hátíðin aldrei kölluð annað en Saltstokk. Saltstokk var haldin til að stemma stigu við unglingadrykkju og var hún skipulögð af Æsku- lýðsráði Reykjavíkur. Þetta gekk hins vegar ekki betur en svo að ölvun var gríðar- mikil á hátíðarsvæðinu og þurfti Æskulýðsráðið að þola mikla gagnrýni eftir að hátíðinni lauk. Uxi 95 Það fór um marga foreldra þegar fregnir af því hvernig útihátíðin Uxi á Kirkju- bæjarklaustri árið 1995 færi fram bárust. Prodigy, Aphex Twin, Bobbie Gillespie og Prodigy tróðu upp á hátíðinni en hún er þekkt í seinni tíð sem E-pilluhátíðin. Á þessum tíma var E-pillan að ryðja sér til rúms hér á landi og einhverjir fóru það illa út úr pilluátinu á Uxa að þeir þurftu að leita sér læknisaðstoðar. Fyrir vikið var búin til ný kynslóð, X-kynslóðin, og eins og nafnið gefur til kynna voru allir sem tilheyrðu henni dæmdir pilluhausar, að minnsta kosti um tíma. Síðustu orðin „Guðs blessun. Hugsið um Roy, félaga minn“ – Myndasöguhöfundurinn og útgefandinn Stan Lee. O ddur Sigurðsson jökla­ fræðingur tilkynnti árið 2014 að jökullinn Ok gæti ekki lengur talist jökull. Þar með er talið að um fyrsta jökulinn sé að ræða sem hefur horfið vegna hlýnunar jarðar. Fyrir rúmri öld var Ok meira en 15 ferkílómetrar að stærð og yfir 50 metra þykkur. Nú er Ok aðeins um 15 metrar að þykkt og innan við ferkílómetri að stærð. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason og Oddur Sigurðs­ son munu þann 18. ágúst næst­ komandi afhjúpa minnisvarða á Oki. Á minnisvarðanum má finna bréf til framtíðarinnar þar sem stendur: „Ok er fyrsti nafnkunni jökull­ inn til að missa titil sinn. Á næstu 200 árum er talið að allir jöklar landsins fari sömu leið. Þetta minnismerki er til vitnis um að við vitum hvað er að gerast og hvað þarf að gera. Aðeins þú veist hvort við gerðum eitthvað.“ Neðst á minnisvarðanum er svo að finna magn koltví­ oxíðs í andrúmsloftinu núna, 415 milljónarhlutar (ppm), en magn­ ið hefur ekki verið meira á jörðinni í yfir þrjár milljónir ára. Minnisvarðinn um Ok hefur vakið heimsathygli og mikið verið fjallað um hann á erlendum miðlum. Vonir standa til að minnisvarðinn muni vekja fólk til meðvitundar um alvarleika loftslagshamfaranna. Það er of seint að bjarga Oki, en enn er hægt að bjarga öðrum jöklum. Flatarmál íslenskra jökla hefur minnkað um 647 ferkíló­ metra frá aldamótum og minnkar um sem nemur hálfu flatar­ máli Þingvallavatns á hverju ári. Ok er fyrsti jökullinn til að hverfa alveg. Minnisvarðinn er áminning til manneskjunnar um að loftslagsbreytingar eru raunverulegar, vandamálið er stórt og brýnt að bregðast við núna. Það verða svo kynslóðir framtíðar sem annaðhvort njóta eða gjalda fyrir viðbrögð okkar. Erla Dóra erladora@dv.is „Þetta minnismerki er til vitnis um að við vitum hvað er að gerast“ „Aðeins þú veist hvort við gerðum eitthvað“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.